Innlent

Um 1.400 kílómetra ferðalag á milli leikstaða Íslands á HM

Birgir Olgeirsson skrifar
Stuðningsmenn Íslands eru þekktir fyrir að fjölmenna á leiki.
Stuðningsmenn Íslands eru þekktir fyrir að fjölmenna á leiki. Vísir/getty
Fyrsti leikur Íslands á Heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu verður gegn Argentínu í Moskvu 16. júní næstkomandi.

Annar leikurinn er gegn Nígeríu í Volgograd 22. júní næstkomandi.

Frá Moskvu til Volgograd eru um 969 kílómetrar. Samkvæmt Google Maps tekur flugferð þar á milli um eina klukkustund og fjörutíu mínútur. Með lest væru það tæpar tuttugu klukkustundir en um tólf tíma tekur að keyra þangað.

Þriðji leikur Íslands er gegn Króatíu í Rostov on Don 26. júní næstkomandi.

Leiðin á milli Volgograd og Rostov on Don eru um 472 kílómetrar samkvæmt Google Maps. Það tekur því um sex og hálfan tíma að aka þangað samkvæmt Google, með lest eru það  um tólf klukkustundir en um ein klukkustund með flugi.  

Það er því ljóst að um 1.400 kílómetra ferðalag bíður stuðningsmanna Íslands sem ætla að fara á milli Moskvu, Volgograd og Rostov on Don. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×