Þau voru ráðin í stjórnunarstöður hjá RÚV Birgir Olgeirsson skrifar 1. desember 2017 15:34 Baldvin Þór Bergsson verður dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2, Steinunn Þórhallsdóttir framkvæmdastjóri framleiðslu og ferla og Birgir Sigfússon framkvæmdastjóri miðla. RÚV Búið er að ráða í þrjár stjórnunarstöður sem RÚV auglýsti laust til umsóknar fyrir rúmum mánuði. Alls bárust 76 umsóknir um störfin þrjú og eftir markvisst og vandað ráðningarferli hjá Capacent liggur niðurstaða nú fyrir. Baldvin Þór Bergsson verður dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2, Birgir Sigfússon framkvæmdastjóri miðla og Steinunn Þórhallsdóttir framkvæmdastjóri framleiðslu og ferla.Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2 Dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2 leiðir nýtt svið sem sinnir lifandi símiðlun á Rás 2, RÚV.is og samfélagsmiðlum. Þar verður unnið að þróun efnis- og miðlunarleiða RÚV og þjónustu fyrir ungt fólk. Miðlarnir þjóna notendum hér og nú og Rás 2 verður áfram fyrst og fremst í íslenskri tónlist. Nýr spilari á vef RÚV verður hluti af Númiðlasviði. Þróun vefs, spilara og nýrra miðlunarleiða verður á Númiðlasviði. Baldvin er með háskólapróf í stjórnmálafræði og mannauðsstjórnun en hefur einnig menntað sig í netmiðlun. Baldvin hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum, hann er nú annar ritstjóra Kastljóss, hann var fréttamaður og vaktstjóri á fréttastofu RÚV og umsjónarmaður Morgunútvarps Rásar 2. Baldvin hefur verið stundakennari við HÍ þar sem hann hefur kennt stafræna miðlun. Baldvin Þór tekur sæti í dagskrárstjórn og framkvæmdaráði RÚVBirgir Sigfússon, framkvæmdastjóri miðla Hlutverk framkvæmdastjóra miðla er að hámarka gæði og nýtingu á verðmætum á dagskrársviðum RÚV. Hann sinnir samningagerð fyrir dagskrársvið og stærri samningagerð fyrir RÚV í heild og stýrir áætlanagerð dagskrársviða og eftirfylgni. Framkvæmdastjóri miðla vinnur náið með dagskrárstjórum, meðal annars á sviði gæðamála og daglegs rekstrar. Birgir er yfirmaður framleiðslu hjá RVK Studios en var áður framkvæmdastjóri RVX, dótturfyrirtækis RVK Studios. Birgir er með háskólapróf í viðskipta- og markaðsfræði og hefur yfir tuttugu ára reynslu af störfum í kvikmyndaframleiðslu hér á landi og erlendis. Hann var framkvæmdastjóri Sagafilm á árunum 2006-2008, framkvæmdastjóri SAM-film 1999-2005 og markaðsstjóri Senu 1993-1999. Hann stýrði BIKI Ltd. í London árin 2009-2014. Birgir tekur sæti í framkvæmdastjórn og framkvæmdaráði RÚV.Steinunn Þórhallsdóttir framkvæmdastjóri framleiðslu og ferla Framkvæmdastjóri framleiðslusviðs leiðir nýtt svið sem fer með framleiðslu á dagskrárefni RÚV og umsjón með útleigu á tækjum og aðstöðu til sjálfstæðra framleiðenda og annarra fjölmiðla. Sviðið sinnir framsetningu og eftirfylgni kjarnaferils RÚV á sviði framleiðslu. Markmiðið er að hámarka gæði dagskrárefnis og nýtingu auðlinda RÚV. Safnadeild, gæðahandbók, ferlaumsjón og skjalastjórnun verða hluti af framleiðslusviði. Steinunn hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum, framleiðslu og ferlaþróun. Frá árinu 2014 hefur hún starfað sem ferla- og skipulagsstjóri RÚV og starfaði einnig sem dagskrárgerðarmaður, skrifta, upptökustjóri og framleiðandi hjá RÚV á árunum 1998-2005. Þá gegndi hún starfi markaðs- og kynningarstjóra Listahátíðar og hefur unnið að sjónvarpsþáttagerð sem sjálfstæður framleiðandi. Steinunn er menntuð í bókmenntafræði og spænsku frá HÍ og er með meistarapróf í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Steinunn tekur sæti í framkvæmdastjórn og framkvæmdaráði RÚV. Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Búið er að ráða í þrjár stjórnunarstöður sem RÚV auglýsti laust til umsóknar fyrir rúmum mánuði. Alls bárust 76 umsóknir um störfin þrjú og eftir markvisst og vandað ráðningarferli hjá Capacent liggur niðurstaða nú fyrir. Baldvin Þór Bergsson verður dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2, Birgir Sigfússon framkvæmdastjóri miðla og Steinunn Þórhallsdóttir framkvæmdastjóri framleiðslu og ferla.Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2 Dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2 leiðir nýtt svið sem sinnir lifandi símiðlun á Rás 2, RÚV.is og samfélagsmiðlum. Þar verður unnið að þróun efnis- og miðlunarleiða RÚV og þjónustu fyrir ungt fólk. Miðlarnir þjóna notendum hér og nú og Rás 2 verður áfram fyrst og fremst í íslenskri tónlist. Nýr spilari á vef RÚV verður hluti af Númiðlasviði. Þróun vefs, spilara og nýrra miðlunarleiða verður á Númiðlasviði. Baldvin er með háskólapróf í stjórnmálafræði og mannauðsstjórnun en hefur einnig menntað sig í netmiðlun. Baldvin hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum, hann er nú annar ritstjóra Kastljóss, hann var fréttamaður og vaktstjóri á fréttastofu RÚV og umsjónarmaður Morgunútvarps Rásar 2. Baldvin hefur verið stundakennari við HÍ þar sem hann hefur kennt stafræna miðlun. Baldvin Þór tekur sæti í dagskrárstjórn og framkvæmdaráði RÚVBirgir Sigfússon, framkvæmdastjóri miðla Hlutverk framkvæmdastjóra miðla er að hámarka gæði og nýtingu á verðmætum á dagskrársviðum RÚV. Hann sinnir samningagerð fyrir dagskrársvið og stærri samningagerð fyrir RÚV í heild og stýrir áætlanagerð dagskrársviða og eftirfylgni. Framkvæmdastjóri miðla vinnur náið með dagskrárstjórum, meðal annars á sviði gæðamála og daglegs rekstrar. Birgir er yfirmaður framleiðslu hjá RVK Studios en var áður framkvæmdastjóri RVX, dótturfyrirtækis RVK Studios. Birgir er með háskólapróf í viðskipta- og markaðsfræði og hefur yfir tuttugu ára reynslu af störfum í kvikmyndaframleiðslu hér á landi og erlendis. Hann var framkvæmdastjóri Sagafilm á árunum 2006-2008, framkvæmdastjóri SAM-film 1999-2005 og markaðsstjóri Senu 1993-1999. Hann stýrði BIKI Ltd. í London árin 2009-2014. Birgir tekur sæti í framkvæmdastjórn og framkvæmdaráði RÚV.Steinunn Þórhallsdóttir framkvæmdastjóri framleiðslu og ferla Framkvæmdastjóri framleiðslusviðs leiðir nýtt svið sem fer með framleiðslu á dagskrárefni RÚV og umsjón með útleigu á tækjum og aðstöðu til sjálfstæðra framleiðenda og annarra fjölmiðla. Sviðið sinnir framsetningu og eftirfylgni kjarnaferils RÚV á sviði framleiðslu. Markmiðið er að hámarka gæði dagskrárefnis og nýtingu auðlinda RÚV. Safnadeild, gæðahandbók, ferlaumsjón og skjalastjórnun verða hluti af framleiðslusviði. Steinunn hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum, framleiðslu og ferlaþróun. Frá árinu 2014 hefur hún starfað sem ferla- og skipulagsstjóri RÚV og starfaði einnig sem dagskrárgerðarmaður, skrifta, upptökustjóri og framleiðandi hjá RÚV á árunum 1998-2005. Þá gegndi hún starfi markaðs- og kynningarstjóra Listahátíðar og hefur unnið að sjónvarpsþáttagerð sem sjálfstæður framleiðandi. Steinunn er menntuð í bókmenntafræði og spænsku frá HÍ og er með meistarapróf í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Steinunn tekur sæti í framkvæmdastjórn og framkvæmdaráði RÚV.
Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira