Jóhann Berg spilaði allan leikinn í tapi Burnley Dagur Lárusson skrifar 2. desember 2017 17:00 Burnley hefur verið á miklu flugi upp á síðkastið í ensku úrvalsdeildinni og sátu í 6.sæti deildarinnar fyrir leiki dagsins. Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley er liðið fór í heimsókn til Leicester. Það voru heimamenn í Leicester sem voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og náðu þeir forystunni á 6. mínútu með marki frá Demarai Gray og var staðan 1-0 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum reyndu Burnley hvað þeir gátu að jafna metin en allt kom fyrir ekki og hirti Leicester stigin þrjú. Enski boltinn
Burnley hefur verið á miklu flugi upp á síðkastið í ensku úrvalsdeildinni og sátu í 6.sæti deildarinnar fyrir leiki dagsins. Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley er liðið fór í heimsókn til Leicester. Það voru heimamenn í Leicester sem voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og náðu þeir forystunni á 6. mínútu með marki frá Demarai Gray og var staðan 1-0 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum reyndu Burnley hvað þeir gátu að jafna metin en allt kom fyrir ekki og hirti Leicester stigin þrjú.