Svanurinn vann til verðlauna í Kaíró Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2017 13:27 Myndin byggir á samnefndri skáldsögu eftir Guðberg Bergsson. Sena Kvikmyndin Svanurinn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Kaíró í gær. Myndin vann til verðlauna í flokknum „Shadi Abdel Salam Prize for Best Film”. Í tilkynningu frá Senu segir að myndin byggi á samnefndri verðlaunaskáldsögu eftir Guðberg Bergsson sem þýdd hafi verið á fjölda tungumála. „Dómarar höfðu orð á því hversu grípandi og sannfærandi myndin væri og að hún hefði við sig sérstaka áferð og innra líf sem sjaldséð væri á hvíta tjaldinu. Svanurinn er fyrsta kvikmynd Ásu Helgu í fullri lengd en hún lauk kvikmyndanámi frá Columbia háskólanum í New York árið 2013 og hafa stuttmyndir hennar vakið athygli og ferðast víða á kvikmyndahátíðum víða um heim.Ása Helga Hjörleifsdóttir.senaFramleiðendur eru Hlín Jóhannesdóttir og Birgitta Björnsdóttir hjá Vintage Pictures en Birgitta tók við verðlaununum fyrir hönd Ásu Helgu. Meðal viðstaddra voru stórstjörnur á borð við Nicholas Cage, Hilary Swank og Adrien Brody sem öll fengu viðurkenningar á hátíðinni. Sem endranær vakti frammistaða Grímu Valsdóttur sérsaka athygli, en hún leikur aðalhlutverkið, hina 9 ára gömlu Sól,“ segir í tilkynningunni. Kvikmyndin verður frumsýnd á Íslandi í janúar næstkomandi. Menning Tengdar fréttir Ása valin besti leikstjórinn á kvikmyndahátíð á Indlandi Ása Helga Hjörleifsdóttir, handritshöfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar Svanurinn, hlaut á föstudag verðlaun fyrir bestu leikstjórn á kvikmyndahátíðinni í Kolkata á Indlandi. 22. nóvember 2017 16:30 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Kvikmyndin Svanurinn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Kaíró í gær. Myndin vann til verðlauna í flokknum „Shadi Abdel Salam Prize for Best Film”. Í tilkynningu frá Senu segir að myndin byggi á samnefndri verðlaunaskáldsögu eftir Guðberg Bergsson sem þýdd hafi verið á fjölda tungumála. „Dómarar höfðu orð á því hversu grípandi og sannfærandi myndin væri og að hún hefði við sig sérstaka áferð og innra líf sem sjaldséð væri á hvíta tjaldinu. Svanurinn er fyrsta kvikmynd Ásu Helgu í fullri lengd en hún lauk kvikmyndanámi frá Columbia háskólanum í New York árið 2013 og hafa stuttmyndir hennar vakið athygli og ferðast víða á kvikmyndahátíðum víða um heim.Ása Helga Hjörleifsdóttir.senaFramleiðendur eru Hlín Jóhannesdóttir og Birgitta Björnsdóttir hjá Vintage Pictures en Birgitta tók við verðlaununum fyrir hönd Ásu Helgu. Meðal viðstaddra voru stórstjörnur á borð við Nicholas Cage, Hilary Swank og Adrien Brody sem öll fengu viðurkenningar á hátíðinni. Sem endranær vakti frammistaða Grímu Valsdóttur sérsaka athygli, en hún leikur aðalhlutverkið, hina 9 ára gömlu Sól,“ segir í tilkynningunni. Kvikmyndin verður frumsýnd á Íslandi í janúar næstkomandi.
Menning Tengdar fréttir Ása valin besti leikstjórinn á kvikmyndahátíð á Indlandi Ása Helga Hjörleifsdóttir, handritshöfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar Svanurinn, hlaut á föstudag verðlaun fyrir bestu leikstjórn á kvikmyndahátíðinni í Kolkata á Indlandi. 22. nóvember 2017 16:30 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Ása valin besti leikstjórinn á kvikmyndahátíð á Indlandi Ása Helga Hjörleifsdóttir, handritshöfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar Svanurinn, hlaut á föstudag verðlaun fyrir bestu leikstjórn á kvikmyndahátíðinni í Kolkata á Indlandi. 22. nóvember 2017 16:30
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein