Hazard skoraði tvö í sigri Chelsea

Dagur Lárusson skrifar
Enski boltinn heldur áfram að rúlla í dag en fyrsti leikur dagsins fór fram á Stamford Bridge en þar mættust Chelsea og Newcastle.

Fyrir leikinn sat Chelsea í 3.sæti deildarinnar með 29 stig á meðan Newcastle voru í 12.sæti með 15 stig.

Það voru gestirnir frá Newcastle sem byrjuðu leikinn betur og var það Dwight Gayle sem skoraði fyrsta mark leiksins á 12. mínútu.

Englandsmeistararnir virust vakna eftir þetta mark frá Newcastle og sóttu stíft næstu mínúturnar og lág mark í loftinu. Það mark kom síðan á 21.mínútu en þar var á ferðinni Eden Hazard eftir að boltinn barst til hans eftir misheppnaða hreinsun varnarmans Newcastle.

Chelsea voru með tögl og haldir á leiknum og nældu sér í forystuna rétt fyrir leikhlé og var það Spánverjinn Morata sem skoraði markið eftir frábæra fyrigjöf Victor Moses.

Meistararnir héldu völdum sínum í seinni hálfleiknum og skoruðu þriðja markið á 74. mínútu en þar var aftur á ferðinni Eden Hazard, í þetta skiptið frá vítapunktinum.

Eftir leikinn er Chelsea með 32 stig í 3.sæti en Newcastle enn með 15 stig í 12.sæti

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira