Innlent

Grýtti flöskum í áhöfn vélar Wizz Air

Atli Ísleifsson skrifar
Vélin var frá ungverska flugfélaginu Wizz Air.
Vélin var frá ungverska flugfélaginu Wizz Air. Vísir/Pjetur
Lögregla á Suðurnesjum var nýverið kvödd á vettvang við lendingu flugvélar á Keflavíkurflugvelli eftir að drukkinn farþegi hafði grýtt áfengisflöskum í áhöfnina á leið hingað til lands.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

„Vélin var frá ungverska flugfélaginu Wizz Air. Umræddur farþegi hafði verið með dónaskap og leiðindi í fluginu og drukkið sitt eigið áfengi úr plastflöskum. Þegar áhöfnin ætlaði að hafa afskipti af honum reiddist hann og kastaði flöskunum að áhafnarmeðlimunum.

Lögregla ræddi við manninn og var þá úr honum allur vindur. Ekki er vitað hvort flugfélagið kærir hann fyrir athæfið,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×