Erlent

Sádar skutu niður eldflaug frá Jemen

Átök hafa staðið yfir í Jemen frá mars 2015.
Átök hafa staðið yfir í Jemen frá mars 2015. Vísir/AFP
Her Sádi-Arabíu tókst í dag að skjóta niður eldflaug sem skotið var að Riyadh, höfuðborg landsins, í dag. Sádar segja að eldflauginni hafi verið skotið á loft af uppreisnarmönnum Húta í Jemen og að skotmarkið hafi verið Yamamah-höllin, opinbert heimili Salman, konungs Sádi-Arabíu. Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem eldflaug er skotið frá Jemen og að Riyadh.

Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar var árásin gerð um svipað leyti og Salman konungur átti að kynna fjárlög ríkisins frá Yamama-höllinni.



Sjónvarpsstöð Húta al-Masirah TV sagði frá því að uppreisnarmenn hefðu skotið Burkan-2 flaug og skotmarkið hefði verið Yamamah-höllin og leiðtogar stjórnvalda Sádi-Arabíu.

Sádi-Arabía og Bandaríkin hafa sakað Írana um útvega Hútum vopn og þar á meðal eldflaugar sem þeir hafa skotið að Sádi-Arabíu. Íranar neita því.

Sjá einnig: Bandaríkin saka Írana um að útvega Hútum vopn



Íbúar Riyadh hafa birt myndir og myndbönd þar sem sjá má reykský yfir borginni. Það ský myndaðist þegar eldflaugin var skotin niður.


Tengdar fréttir

Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba

Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×