Kínverjar vara Bandaríkin við átökum Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2017 12:20 Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína. Vísir/AFP Yfirvöld í Kína hafa brugðist reið við nýju stefnuskjali Hvíta hússins varðandi öryggi Bandaríkjanna þar sem Rússland og Kína eru skilgreind sem andstæðingar Bandaríkjanna. Utanríkisráðuneyti Kína kallar eftir því að Bandaríkin sætti sig við upprisu Kína og vinni með þeim með hag beggja ríkja í huga. Þá varaði ráðuneytið við því að átök myndu koma niður á báðum ríkjum og sagði að forsvarsmenn Bandaríkjanna ættu að láta af „kalda stríðs hugsunarhætti“ sínum. Rússar segja sömuleiðis að óásættanlegt sé að Bandaríkin komi fram við þá sem ógn. Öryggisstefnuskjal þetta er reglulega gefið út og iðulega án mikilla láta. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnaði útgáfu skjalsins hins vegar í gær og hélt ræðu í tilefni hennar.Hann sagði Bandaríkin ekki hafa áður staðið í álíka samkeppni og nú og að Kína og Rússland væru helstu ógnirnar gegn efnahagslegum yfirburðum Bandaríkjanna. Þá gagnrýndi hann fyrrverandi forseta Bandaríkjanna harðlega í ræðu sinni.Í umræddru skjali segir að Rússland og Kína reyni að standa í hárinu á Bandaríkjunum, draga úr mætti þeirra, áhrifum, öryggi og velferð.„Þessi ríki eru staðráðin í að draga úr frelsi og sanngirni markaða, að stækka herafla sína, stjórna flæði upplýsinga og gagna, bæla niður þegna sína og auka áhrif þeirra,“ segir í stefnuskjalinu. Stuðningur Bandaríkjanna við Taívan er ítrekaður í skjalinu og þar segir einnig að talað um að bæta samskipti Bandaríkjanna og ríkja í suðausturhluta Asíu. Kínverjar eiga í deilum við mörg þeirra ríkja þar sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hefur byggt þar upp eyjur og komið vopnum fyrir á þeim.Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Varðandi Suður-Kínahaf segja Kínverjar að uppbygging þeirra þar sé í friðsamlegum tilgangi og það komi öðrum ríkjum í rauninni ekki við. Í skjalinu segir einnig að yfirvöld Kína steli tækni af Bandaríkjunum og lagt er til að dregið verði úr útgáfu landvistarleyfa til Kínverja sem ætla sér að stunda nám í vísindum, verkfræði og öðrum tæknigreinum í Bandaríkjunum. Bandaríkin Suður-Kínahaf Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Yfirvöld í Kína hafa brugðist reið við nýju stefnuskjali Hvíta hússins varðandi öryggi Bandaríkjanna þar sem Rússland og Kína eru skilgreind sem andstæðingar Bandaríkjanna. Utanríkisráðuneyti Kína kallar eftir því að Bandaríkin sætti sig við upprisu Kína og vinni með þeim með hag beggja ríkja í huga. Þá varaði ráðuneytið við því að átök myndu koma niður á báðum ríkjum og sagði að forsvarsmenn Bandaríkjanna ættu að láta af „kalda stríðs hugsunarhætti“ sínum. Rússar segja sömuleiðis að óásættanlegt sé að Bandaríkin komi fram við þá sem ógn. Öryggisstefnuskjal þetta er reglulega gefið út og iðulega án mikilla láta. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnaði útgáfu skjalsins hins vegar í gær og hélt ræðu í tilefni hennar.Hann sagði Bandaríkin ekki hafa áður staðið í álíka samkeppni og nú og að Kína og Rússland væru helstu ógnirnar gegn efnahagslegum yfirburðum Bandaríkjanna. Þá gagnrýndi hann fyrrverandi forseta Bandaríkjanna harðlega í ræðu sinni.Í umræddru skjali segir að Rússland og Kína reyni að standa í hárinu á Bandaríkjunum, draga úr mætti þeirra, áhrifum, öryggi og velferð.„Þessi ríki eru staðráðin í að draga úr frelsi og sanngirni markaða, að stækka herafla sína, stjórna flæði upplýsinga og gagna, bæla niður þegna sína og auka áhrif þeirra,“ segir í stefnuskjalinu. Stuðningur Bandaríkjanna við Taívan er ítrekaður í skjalinu og þar segir einnig að talað um að bæta samskipti Bandaríkjanna og ríkja í suðausturhluta Asíu. Kínverjar eiga í deilum við mörg þeirra ríkja þar sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hefur byggt þar upp eyjur og komið vopnum fyrir á þeim.Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Varðandi Suður-Kínahaf segja Kínverjar að uppbygging þeirra þar sé í friðsamlegum tilgangi og það komi öðrum ríkjum í rauninni ekki við. Í skjalinu segir einnig að yfirvöld Kína steli tækni af Bandaríkjunum og lagt er til að dregið verði úr útgáfu landvistarleyfa til Kínverja sem ætla sér að stunda nám í vísindum, verkfræði og öðrum tæknigreinum í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Suður-Kínahaf Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira