Segir Björn Inga „siðlausasta einstakling“ sem hann hefur haft afskipti af Daníel Freyr Birkisson skrifar 19. desember 2017 12:10 Árni Harðarson segir Björn Inga Hrafnsson hafa haft í hótunum við sig. Árni Harðarson, aðstoðarforstjóri Alvogen og einn eigenda Dalsins, hluthafa Pressunnar ehf. svarar ásökunum Björns Inga Hrafnssonar í Morgunblaðinu í dag þar sem hann sakar hann um hótanir í sinn garð.Hann segir Pressumálið ekki flókið í sínum augum. Hann og fleiri hafi glatað töluverðum fjármunum vegna þátttöku sinnar í félaginu og sjái eftir því. Eignarhaldsfélagið Dalurinn, skipað þeim Árna Harðarsyni, Halldóri Kristmannssyni, Hilmari Þór Kristinssyni, Jóhanni G. Jóhannssyni og Róberti Wessmann, fjárfesti í 68 prósent hlut Pressunnar fyrr á þessu ári. Árni sakar Björn Inga um að hafa haft í hótunum við sig vegna fyrirhugaðs hluthafafundar um kosningu nýrrar stjórnar Pressunnar. Árni segir að hann hafi hótað því að fara í fjölmiðlaherferð gegn sér og Róberti Wessmann færi sú kosning fram. Hann segir þetta ekki eina skiptið sem Björn Ingi hefur hótað sér og fer hann hörðum orðum um hann. „Þau greinaskrif sem hann stendur í núna koma mér því ekki á óvart, enda maðurinn í mínum huga, eftir kynni mín af honum sem stjórnanda Pressunnar, siðlausasti einstaklingur sem ég hef haft afskipti af.“Sakar nýja stjórn um „hreinan hefndarleiðangur“Björn Ingi hóf í síðustu viku skrif svokallaðra rammapistla í Morgunblaðinu þar sem hann hyggst greina frá atburðarásinni frá því að nýir eigendur tóku yfir meirihluta Pressunnar þangað til að félagið var tekið til gjaldþrotaskipta nú um daginn.Í samtali við Vísi síðastliðinn föstudag sagði Björn Ingi nýja stjórn fara fram í fjölmiðlum með „hreinum hefndaraðgerðum“. „Já ég held bara að þeir séu að reyna að koma illu til leiðar, ef svo má segja. Það hefur komið fram opinberlega og annars staðar að ég er í persónulegri ábyrgð og öðru slíku svo það lendir þá á mér. Ég get ekki séð annað en að þetta séu hreinar hefndaraðgerðir og verði þeim að góðu sem standa fyrir þeim,“ sagði Björn Ingi.Uppfært kl. 15:07Björn Ingi Hrafnsson tjáði sig um orð Árna á Facebook-síðu sinni fyrir skömmu. Þar segir hann Árna ekki svara einni framkominni ásökun heldur hafi þess í stað haft hin verstu orð um sig. Auk þess sakar hann Árna um að fara í manninn en ekki boltann og það geri þeir „sem hafi jafnan vondan málstað að verja“. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Mogginn birtir málsvörn Björns Inga Segist hann munu greina frá atburðarás Pressunnar í Morgunblaðinu á næstu vikum. Atburðarásin verður rakin frá því að hluthafar fjárfestu í félaginu en einnig mun hann fjalla um helstu leikendur auk þess sem hann fer um vítt og breitt svið. 15. desember 2017 15:49 Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14 Ómar segir fullyrðingar fráfarandi stjórnar Pressunnar ósannar Ómar R. Valdimarsson, nýkjörinn formaður stjórnar Pressunnar, segir ásakanir Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar um að ný stjórn sé ekki skráð í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra ekki standast skoðun. Breytingarnar hafi verið skráðar samdægurs og skiptin fóru í gegn. 29. nóvember 2017 17:00 Pressan tekin til gjaldþrotaskipta Kristján B. Thorlacius hefur verið skipaður skiptastjóri í búinu. 13. desember 2017 16:12 Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Árni Harðarson, aðstoðarforstjóri Alvogen og einn eigenda Dalsins, hluthafa Pressunnar ehf. svarar ásökunum Björns Inga Hrafnssonar í Morgunblaðinu í dag þar sem hann sakar hann um hótanir í sinn garð.Hann segir Pressumálið ekki flókið í sínum augum. Hann og fleiri hafi glatað töluverðum fjármunum vegna þátttöku sinnar í félaginu og sjái eftir því. Eignarhaldsfélagið Dalurinn, skipað þeim Árna Harðarsyni, Halldóri Kristmannssyni, Hilmari Þór Kristinssyni, Jóhanni G. Jóhannssyni og Róberti Wessmann, fjárfesti í 68 prósent hlut Pressunnar fyrr á þessu ári. Árni sakar Björn Inga um að hafa haft í hótunum við sig vegna fyrirhugaðs hluthafafundar um kosningu nýrrar stjórnar Pressunnar. Árni segir að hann hafi hótað því að fara í fjölmiðlaherferð gegn sér og Róberti Wessmann færi sú kosning fram. Hann segir þetta ekki eina skiptið sem Björn Ingi hefur hótað sér og fer hann hörðum orðum um hann. „Þau greinaskrif sem hann stendur í núna koma mér því ekki á óvart, enda maðurinn í mínum huga, eftir kynni mín af honum sem stjórnanda Pressunnar, siðlausasti einstaklingur sem ég hef haft afskipti af.“Sakar nýja stjórn um „hreinan hefndarleiðangur“Björn Ingi hóf í síðustu viku skrif svokallaðra rammapistla í Morgunblaðinu þar sem hann hyggst greina frá atburðarásinni frá því að nýir eigendur tóku yfir meirihluta Pressunnar þangað til að félagið var tekið til gjaldþrotaskipta nú um daginn.Í samtali við Vísi síðastliðinn föstudag sagði Björn Ingi nýja stjórn fara fram í fjölmiðlum með „hreinum hefndaraðgerðum“. „Já ég held bara að þeir séu að reyna að koma illu til leiðar, ef svo má segja. Það hefur komið fram opinberlega og annars staðar að ég er í persónulegri ábyrgð og öðru slíku svo það lendir þá á mér. Ég get ekki séð annað en að þetta séu hreinar hefndaraðgerðir og verði þeim að góðu sem standa fyrir þeim,“ sagði Björn Ingi.Uppfært kl. 15:07Björn Ingi Hrafnsson tjáði sig um orð Árna á Facebook-síðu sinni fyrir skömmu. Þar segir hann Árna ekki svara einni framkominni ásökun heldur hafi þess í stað haft hin verstu orð um sig. Auk þess sakar hann Árna um að fara í manninn en ekki boltann og það geri þeir „sem hafi jafnan vondan málstað að verja“.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Mogginn birtir málsvörn Björns Inga Segist hann munu greina frá atburðarás Pressunnar í Morgunblaðinu á næstu vikum. Atburðarásin verður rakin frá því að hluthafar fjárfestu í félaginu en einnig mun hann fjalla um helstu leikendur auk þess sem hann fer um vítt og breitt svið. 15. desember 2017 15:49 Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14 Ómar segir fullyrðingar fráfarandi stjórnar Pressunnar ósannar Ómar R. Valdimarsson, nýkjörinn formaður stjórnar Pressunnar, segir ásakanir Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar um að ný stjórn sé ekki skráð í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra ekki standast skoðun. Breytingarnar hafi verið skráðar samdægurs og skiptin fóru í gegn. 29. nóvember 2017 17:00 Pressan tekin til gjaldþrotaskipta Kristján B. Thorlacius hefur verið skipaður skiptastjóri í búinu. 13. desember 2017 16:12 Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Mogginn birtir málsvörn Björns Inga Segist hann munu greina frá atburðarás Pressunnar í Morgunblaðinu á næstu vikum. Atburðarásin verður rakin frá því að hluthafar fjárfestu í félaginu en einnig mun hann fjalla um helstu leikendur auk þess sem hann fer um vítt og breitt svið. 15. desember 2017 15:49
Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04
Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14
Ómar segir fullyrðingar fráfarandi stjórnar Pressunnar ósannar Ómar R. Valdimarsson, nýkjörinn formaður stjórnar Pressunnar, segir ásakanir Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar um að ný stjórn sé ekki skráð í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra ekki standast skoðun. Breytingarnar hafi verið skráðar samdægurs og skiptin fóru í gegn. 29. nóvember 2017 17:00
Pressan tekin til gjaldþrotaskipta Kristján B. Thorlacius hefur verið skipaður skiptastjóri í búinu. 13. desember 2017 16:12
Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58