Forstjóri Icelandair svaraði harðri gagnrýni sem flugfélagið hefur fengið á sig Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 18. desember 2017 23:57 „Við vorum allan tímann að reikna með því að við myndum ná að semja,“ sagði Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann var spurður út í gagnrýni sem Icelandair hefur fengið á sig vegna verkfalls flugvirkja. Var flugfélagið gagnrýnt á samfélagsmiðlum í dag fyrir slæma upplýsingagjöf og hversu fáir voru starfsmenn voru á söluskrifstofu félagsins í Keflavík í dag. Björgólfur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að þó reiknað hafi verið með að samningar myndu nást hefði flugið verið undirbúið fyrir þessa stöðu. „Staðan var einfaldlega sú að okkar mati að það væri betra fyrir farþegana að við værum hér,“ sagði Björgólfur og átti þar við að mesta áherslan hafi verið lögð á að manna þjónustuver Icelandair. Á venjulegum degi starfa þar 20 manns en frá því í gær hafa þeir verið meira en fjórfalt fleiri og unnið í öllum rýmum og á öllum borðum. Hann sagði það algjörlega ljóst að þetta verkfall hafi kostað flugfélagið töluverða fjármuni og svona vinnustöðvun hafi mikil áhrif á rekstur félagsins. Spurður hversu lengi ástandið geti verið svona, sagði hann það ekki vera langan tíma. Hann sagði það jafnframt ekki hag félagsins að lög yrðu sett á verkfallið. „Það yrði langbest fyrir alla aðila að menn nái að leysa stöðuna við samningaborðið,“ sagði Björgólfur sem sagðist jafnframt varla geta hugsað þá hugsun til enda verði það raunin að verkfallið standi fram að jólum. Fréttir af flugi Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir „Það hafa meira og minna allir farþegar orðið fyrir einhverskonar röskun“ Fjöldinn allur af farþegum Icelandair komst ekki ferða sinn í dag vegna verkfalls flugvirkja flugfélagsins. 18. desember 2017 22:29 „Hver fundur færir okkur nær niðurstöðu“ Óvíst hve lengi fundur í kjaradeilu flugvirkja Icelandair mun standa yfir. 18. desember 2017 22:59 Fjöldi áhyggjufullra farþega hefur sett sig í samband við Samgöngustofu Verkfallið hófst í gær og er talið hafa áhrif á flug tíu þúsund farþega á degi hverjum. 18. desember 2017 19:32 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
„Við vorum allan tímann að reikna með því að við myndum ná að semja,“ sagði Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann var spurður út í gagnrýni sem Icelandair hefur fengið á sig vegna verkfalls flugvirkja. Var flugfélagið gagnrýnt á samfélagsmiðlum í dag fyrir slæma upplýsingagjöf og hversu fáir voru starfsmenn voru á söluskrifstofu félagsins í Keflavík í dag. Björgólfur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að þó reiknað hafi verið með að samningar myndu nást hefði flugið verið undirbúið fyrir þessa stöðu. „Staðan var einfaldlega sú að okkar mati að það væri betra fyrir farþegana að við værum hér,“ sagði Björgólfur og átti þar við að mesta áherslan hafi verið lögð á að manna þjónustuver Icelandair. Á venjulegum degi starfa þar 20 manns en frá því í gær hafa þeir verið meira en fjórfalt fleiri og unnið í öllum rýmum og á öllum borðum. Hann sagði það algjörlega ljóst að þetta verkfall hafi kostað flugfélagið töluverða fjármuni og svona vinnustöðvun hafi mikil áhrif á rekstur félagsins. Spurður hversu lengi ástandið geti verið svona, sagði hann það ekki vera langan tíma. Hann sagði það jafnframt ekki hag félagsins að lög yrðu sett á verkfallið. „Það yrði langbest fyrir alla aðila að menn nái að leysa stöðuna við samningaborðið,“ sagði Björgólfur sem sagðist jafnframt varla geta hugsað þá hugsun til enda verði það raunin að verkfallið standi fram að jólum.
Fréttir af flugi Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir „Það hafa meira og minna allir farþegar orðið fyrir einhverskonar röskun“ Fjöldinn allur af farþegum Icelandair komst ekki ferða sinn í dag vegna verkfalls flugvirkja flugfélagsins. 18. desember 2017 22:29 „Hver fundur færir okkur nær niðurstöðu“ Óvíst hve lengi fundur í kjaradeilu flugvirkja Icelandair mun standa yfir. 18. desember 2017 22:59 Fjöldi áhyggjufullra farþega hefur sett sig í samband við Samgöngustofu Verkfallið hófst í gær og er talið hafa áhrif á flug tíu þúsund farþega á degi hverjum. 18. desember 2017 19:32 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
„Það hafa meira og minna allir farþegar orðið fyrir einhverskonar röskun“ Fjöldinn allur af farþegum Icelandair komst ekki ferða sinn í dag vegna verkfalls flugvirkja flugfélagsins. 18. desember 2017 22:29
„Hver fundur færir okkur nær niðurstöðu“ Óvíst hve lengi fundur í kjaradeilu flugvirkja Icelandair mun standa yfir. 18. desember 2017 22:59
Fjöldi áhyggjufullra farþega hefur sett sig í samband við Samgöngustofu Verkfallið hófst í gær og er talið hafa áhrif á flug tíu þúsund farþega á degi hverjum. 18. desember 2017 19:32