Enski boltinn

Moyes: Ég get stýrt hvaða liði sem er

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
David Moyes, stjóri West Ham.
David Moyes, stjóri West Ham. Vísir/getty
David Moyes segist geta stýrt hvaða fótboltaliði sem er í heiminum.

Moyes, sem hefur áður verið meðal annars hjá Manchester United og Everton, tók við stjórastólnum hjá West Ham fyrr á tímabilinu eftir að Slaven Bilic var látinn fara.

Síðan Moyes tók við hefur gengi West Ham batnað um muna og hefur liðið ekki tapað í síðustu þremur leikjum.

„Ég held ég geti sinnt stjórastarfinu hjá hvaða félagi í heiminum sem er, svo ég er viss um að ég geti það hjá West Ham,“ sagði Skotinn.

Eftir að hafa stýrt Everton við góðan orðspor hefur frægðarljós Moyes dofnað, en hann var ekki vinsæll hjá United, gat ekki bjargað Sunderland frá falli og gekk ekki vel á Spáni með Real Sociedad.

„Maður verður að koma og sýna hvað maður getur gert. Orðsporið þýðir ekki neitt,“ sagði David Moyes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×