Gagnrýni leiðir til afsagnar lögreglustjórans í Charlottesville Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2017 22:21 Heather Heyer var 32 ára þegar hvítur þjóðernissinni ók á hana í Charlottesville í VIrginíu í ágúst. Vísir/AFP Lögreglustjórinn í bandarísku borginni Charlottesville sagði skyndileg af sér í dag. Skammt er síðan opinber skýrsla var gefin út um viðbrögð lögreglunnar við samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni í sumar þar sem hún var harðlega gagnrýnd fyrir lélegan undirbúning, þjálfun og skipulag. Kona á fertugsaldri lét lífið í óeirðum sem brutust út á milli hvítu þjóðernissinnanna og mótmælenda þeirra í Charlottesville í Virginíu í ágúst. Einn hvítu þjóðernissinnanna ók hana niður á bíl sínum þegar hann keyrði í gegnum hóp mótmælenda í göngugötu. Þrjátíu og fimm aðrir mótmælendur særðust í árásinni. Fyrrverandi ríkissaksóknari sem skilaði skýrslu um viðbrögð lögreglunnar við samkomunni og óeirðunum komst að þeirri niðurstöðu að skortur á viðunandi undirbúningi hafi leitt til „skelfilegra afleiðinga“. Sautján dagar eru síðan að skýrslan kom út. Alfred Thomas, lögreglustjórinn í Charlottesville, tilkynnti um afsögn sína í dag, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Í skýrslunni kom meðal annars fram að lögreglumenn hafi ekki gripið inn í átök sem brutust út á milli öfgamannanna og mótmælenda. Saksóknarinn sem fór yfir vinnubrögð lögreglunnar sagði að það hefðu verið mistök sem höfðu raunverulegar og varanlegar afleiðingar. Hafði hann eftir nokkrum lögreglumönnum að lögreglustjórinn hefði sagt þeim að leyfa fólkinu að slást því það myndi auðvelda lögreglunni að lýsa samkomuna ólöglega. Dauði konunnar hafi verið sorglegasta birtingarmynd þess hvernig lögreglan brást í að gæta öryggis borgaranna. Þannig hafi engir lögreglumenn verið á því svæði þar sem öfgamaðurinn ók á mótmælendurna. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Hvítir þjóðernissinnar hrella Charlottesville áfram Enn mótmæla hvítir þjóðernisöfgamenn að stytta af herforingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð. 8. október 2017 07:58 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Lögreglustjórinn í bandarísku borginni Charlottesville sagði skyndileg af sér í dag. Skammt er síðan opinber skýrsla var gefin út um viðbrögð lögreglunnar við samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni í sumar þar sem hún var harðlega gagnrýnd fyrir lélegan undirbúning, þjálfun og skipulag. Kona á fertugsaldri lét lífið í óeirðum sem brutust út á milli hvítu þjóðernissinnanna og mótmælenda þeirra í Charlottesville í Virginíu í ágúst. Einn hvítu þjóðernissinnanna ók hana niður á bíl sínum þegar hann keyrði í gegnum hóp mótmælenda í göngugötu. Þrjátíu og fimm aðrir mótmælendur særðust í árásinni. Fyrrverandi ríkissaksóknari sem skilaði skýrslu um viðbrögð lögreglunnar við samkomunni og óeirðunum komst að þeirri niðurstöðu að skortur á viðunandi undirbúningi hafi leitt til „skelfilegra afleiðinga“. Sautján dagar eru síðan að skýrslan kom út. Alfred Thomas, lögreglustjórinn í Charlottesville, tilkynnti um afsögn sína í dag, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Í skýrslunni kom meðal annars fram að lögreglumenn hafi ekki gripið inn í átök sem brutust út á milli öfgamannanna og mótmælenda. Saksóknarinn sem fór yfir vinnubrögð lögreglunnar sagði að það hefðu verið mistök sem höfðu raunverulegar og varanlegar afleiðingar. Hafði hann eftir nokkrum lögreglumönnum að lögreglustjórinn hefði sagt þeim að leyfa fólkinu að slást því það myndi auðvelda lögreglunni að lýsa samkomuna ólöglega. Dauði konunnar hafi verið sorglegasta birtingarmynd þess hvernig lögreglan brást í að gæta öryggis borgaranna. Þannig hafi engir lögreglumenn verið á því svæði þar sem öfgamaðurinn ók á mótmælendurna.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Hvítir þjóðernissinnar hrella Charlottesville áfram Enn mótmæla hvítir þjóðernisöfgamenn að stytta af herforingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð. 8. október 2017 07:58 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Hvítir þjóðernissinnar hrella Charlottesville áfram Enn mótmæla hvítir þjóðernisöfgamenn að stytta af herforingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð. 8. október 2017 07:58
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent