Áhyggjur af kraftlitlum skoteldum mesti óþarfi Baldur Guðmundsson skrifar 19. desember 2017 08:00 Stóru bomburnar eru nú samsettar til að fylgja kröfum nýrra reglna um flugeldasölu sem tóku gildi hér á landi um síðustu áramót. vísir/Vilhelm „Sá sem skýtur þessu upp finnur engan mun,“ segir Jón Ingi Sigvaldason hjá Landsbjörg. Eftir níu daga hefst árleg flugeldasala björgunarsveitanna. Nýjar reglur hafa verið settar um flugelda en fyrir ári bárust fréttir af því að reglurnar hefðu í för með sér að kraftmestu bomburnar yrðu bannaðar um þessi áramót. Jón Ingi segir að sú sé ekki raunin. Stóru skotterturnar, eins og þær voru samsettar áður, séu vissulega bannaðar en að íslensk reglugerð hafi tekið gildi þar sem samsettar kökur eru heimilaðar. Tuttugu og fjögurra kílóa skottertur séu núna samsettar af fjórum minni kökum, svo dæmi sé tekið. Jón Ingi segir að reglurnar sem gildi nú séu sams konar og hafi gilt í Evrópu undanfarin ár. Hann segir að á Íslandi undanfarin fjögur ár hafi allar skotterturnar verið CE-vottaðar, svo krafa Evrópusambandsins um CE-stöðlun breyti engu fyrir björgunarsveitirnar. „Við erum komin á mjög eðlilegan stað, eins og Evrópa,“ segir Jón Ingi og heldur áfram: „Þessar áhyggjur í fyrra um að það yrðu ekkert nema stjörnuljós og blys voru alveg óþarfar,“ segir hann. Einn kveikiþráður sé á samsettu tertunum, eins og á hinum gömlu og viðskiptavinurinn finni engan mun. Krafturinn verði sá sami. Jón Ingi segir að Landsbjörg búist við svipaðri sölu og í fyrra. Efnahagsástandið er með besta móti og Jón Ingi viðurkennir að það kæmi honum ekki á óvart ef salan yrði eitthvað meiri. „Það væri ekkert ólíklegt miðað við hvað það selst mikið af nýjum bílum,“ segir hann. Flugeldasalan hefst 28. desember, venju samkvæmt. Jón Ingi segir að salan skipti björgunarsveitirnar öllu máli. „Við fjármögnum starfsemina með þessu og í sumum sveitunum koma 95% teknanna af flugeldasölunni,“ segir hann. Landsbjörg stendur í ströngu þessa dagana við að koma flugeldunum á sölustaði, um land allt. Hann segir að hertar reglur um flutning flugelda innanbæjar hafi torveldað sveitunum, sem eru með fleiri en einn sölustað, dreifinguna en þá má ekki flytja í sendibílum nema bílarnir hafi til þess leyfi. Slíkir sendibílar séu ekki á hverju strái og því hafi sú leið verið farin að flytja flugelda á milli staða í gámum. Hann segir það mikið púsluspil að koma flugeldunum hingað heim og á rétta staði. „Við megum til dæmis bara nota eina höfn í Evrópu,“ segir hann og bætir við: „Ég er í tetris alla daga.“ Gamlársdagur er að þessu sinni á sunnudegi. Jón Ingi segir að þegar svo háttar til sé salan oft á tíðum meiri fyrstu dagana. Þeir sem ætli að bregða sér af bæ yfir helgi, til dæmis í sumarbústaði, séu oft snemma í því. „Ég býst við að það verði mikið að gera fyrri part sölutímabilsins,“ segir hann og bætir við: „Nú þurfum við bara smá snjó fyrir áramótin, svo það verði auðveldara að skjóta upp.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stærstu skotterturnar hverfa úr hillunum „Ég er nú bara með tárin í augunum liggur við og á eftir að sakna þess að geta ekki verið með stórar og flottar tertur í garðinum heima.“ 27. desember 2016 19:30 Spá 30 prósent tekjutapi vegna banns við stóru sprengjunum Áætlað er að 2/7 af vöruframboði flugelda hverfi af markaði vegna breytinga á reglugerð. Vörurnar skapa um 30 prósent af tekjunum. Fólk spenntara fyrir flugeldum en oft áður. 30. desember 2016 07:00 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
„Sá sem skýtur þessu upp finnur engan mun,“ segir Jón Ingi Sigvaldason hjá Landsbjörg. Eftir níu daga hefst árleg flugeldasala björgunarsveitanna. Nýjar reglur hafa verið settar um flugelda en fyrir ári bárust fréttir af því að reglurnar hefðu í för með sér að kraftmestu bomburnar yrðu bannaðar um þessi áramót. Jón Ingi segir að sú sé ekki raunin. Stóru skotterturnar, eins og þær voru samsettar áður, séu vissulega bannaðar en að íslensk reglugerð hafi tekið gildi þar sem samsettar kökur eru heimilaðar. Tuttugu og fjögurra kílóa skottertur séu núna samsettar af fjórum minni kökum, svo dæmi sé tekið. Jón Ingi segir að reglurnar sem gildi nú séu sams konar og hafi gilt í Evrópu undanfarin ár. Hann segir að á Íslandi undanfarin fjögur ár hafi allar skotterturnar verið CE-vottaðar, svo krafa Evrópusambandsins um CE-stöðlun breyti engu fyrir björgunarsveitirnar. „Við erum komin á mjög eðlilegan stað, eins og Evrópa,“ segir Jón Ingi og heldur áfram: „Þessar áhyggjur í fyrra um að það yrðu ekkert nema stjörnuljós og blys voru alveg óþarfar,“ segir hann. Einn kveikiþráður sé á samsettu tertunum, eins og á hinum gömlu og viðskiptavinurinn finni engan mun. Krafturinn verði sá sami. Jón Ingi segir að Landsbjörg búist við svipaðri sölu og í fyrra. Efnahagsástandið er með besta móti og Jón Ingi viðurkennir að það kæmi honum ekki á óvart ef salan yrði eitthvað meiri. „Það væri ekkert ólíklegt miðað við hvað það selst mikið af nýjum bílum,“ segir hann. Flugeldasalan hefst 28. desember, venju samkvæmt. Jón Ingi segir að salan skipti björgunarsveitirnar öllu máli. „Við fjármögnum starfsemina með þessu og í sumum sveitunum koma 95% teknanna af flugeldasölunni,“ segir hann. Landsbjörg stendur í ströngu þessa dagana við að koma flugeldunum á sölustaði, um land allt. Hann segir að hertar reglur um flutning flugelda innanbæjar hafi torveldað sveitunum, sem eru með fleiri en einn sölustað, dreifinguna en þá má ekki flytja í sendibílum nema bílarnir hafi til þess leyfi. Slíkir sendibílar séu ekki á hverju strái og því hafi sú leið verið farin að flytja flugelda á milli staða í gámum. Hann segir það mikið púsluspil að koma flugeldunum hingað heim og á rétta staði. „Við megum til dæmis bara nota eina höfn í Evrópu,“ segir hann og bætir við: „Ég er í tetris alla daga.“ Gamlársdagur er að þessu sinni á sunnudegi. Jón Ingi segir að þegar svo háttar til sé salan oft á tíðum meiri fyrstu dagana. Þeir sem ætli að bregða sér af bæ yfir helgi, til dæmis í sumarbústaði, séu oft snemma í því. „Ég býst við að það verði mikið að gera fyrri part sölutímabilsins,“ segir hann og bætir við: „Nú þurfum við bara smá snjó fyrir áramótin, svo það verði auðveldara að skjóta upp.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stærstu skotterturnar hverfa úr hillunum „Ég er nú bara með tárin í augunum liggur við og á eftir að sakna þess að geta ekki verið með stórar og flottar tertur í garðinum heima.“ 27. desember 2016 19:30 Spá 30 prósent tekjutapi vegna banns við stóru sprengjunum Áætlað er að 2/7 af vöruframboði flugelda hverfi af markaði vegna breytinga á reglugerð. Vörurnar skapa um 30 prósent af tekjunum. Fólk spenntara fyrir flugeldum en oft áður. 30. desember 2016 07:00 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
Stærstu skotterturnar hverfa úr hillunum „Ég er nú bara með tárin í augunum liggur við og á eftir að sakna þess að geta ekki verið með stórar og flottar tertur í garðinum heima.“ 27. desember 2016 19:30
Spá 30 prósent tekjutapi vegna banns við stóru sprengjunum Áætlað er að 2/7 af vöruframboði flugelda hverfi af markaði vegna breytinga á reglugerð. Vörurnar skapa um 30 prósent af tekjunum. Fólk spenntara fyrir flugeldum en oft áður. 30. desember 2016 07:00