ESB rannsakar skattgreiðslur IKEA Daníel Freyr Birkisson skrifar 18. desember 2017 12:11 Upphæðin er talin nema um 125 milljörðum króna. vísir/getty Evrópusambandið hyggst rannsaka húsgagnarisann IKEA en grunur liggur á því að fyrirtækið sænska hafi komist hjá því að greiða einn milljarð evra, tæplega 125 milljarða króna, í tekjuskatt á árunum 2009-2014. Fréttaveita Financial Times greinir frá. Skattaupplýsingarnar koma úr skýrslu sem kynnt var fyrir Evrópuþinginu í fyrra. Samkeppniseftirlit Evrópusambandsins mun kanna greiðslurnar sem um ræðir. Þar segir að IKEA hafi stofnað tvö eignarfélög sem sáu um fjölda fyrirtækja í Hollandi, Lúxemborg og Liechtenstein til þess að notfæra sér sérstaka skattalöggjöf. Eignarfélögin eru IKEA Group og Inter IKEA. Margrethe Vestager, sem leiðir samkeppnisnefnd ESB, segir rannsóknina vera á byrjunarreit. Einnig bendir hún á að sambandið muni skoða allar ábendingar sem berast um það að alþjóðleg fyrirtæki séu á skattasamningi við aðildarríki þess. Upplýsingar um afkomu IKEA og skattgreiðslur eru takmarkaðar þar sem það starfar á hinum opna markaði og er samsett af fjölda dótturfélaga sem staðsett eru í mismunandi umdæmum. Evrópusambandið hefur í ríkari mæli rannsakað alþjóðafyrirtæki og tilhögun skattgreiðslna þeirra. Til að mynda hefur sambandið skikkað fjögur aðildarríki sín að endurheimta milljarði evra vegna skattasamninga við stórfyrirtækin Apple, Starbucks, Fiat og Amazon. Þeim kröfum hefur flestum verið áfrýjað. Umfangsmesta málið af þessu tagi er þó eflaust þegar að samkeppnisnefnd ESB skipaði Írlandi að endurheimta 13 milljarða evra frá tæknirisanum Apple vegna ógreiddra skatta frá árunum 2004-2013. IKEA Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Evrópusambandið hyggst rannsaka húsgagnarisann IKEA en grunur liggur á því að fyrirtækið sænska hafi komist hjá því að greiða einn milljarð evra, tæplega 125 milljarða króna, í tekjuskatt á árunum 2009-2014. Fréttaveita Financial Times greinir frá. Skattaupplýsingarnar koma úr skýrslu sem kynnt var fyrir Evrópuþinginu í fyrra. Samkeppniseftirlit Evrópusambandsins mun kanna greiðslurnar sem um ræðir. Þar segir að IKEA hafi stofnað tvö eignarfélög sem sáu um fjölda fyrirtækja í Hollandi, Lúxemborg og Liechtenstein til þess að notfæra sér sérstaka skattalöggjöf. Eignarfélögin eru IKEA Group og Inter IKEA. Margrethe Vestager, sem leiðir samkeppnisnefnd ESB, segir rannsóknina vera á byrjunarreit. Einnig bendir hún á að sambandið muni skoða allar ábendingar sem berast um það að alþjóðleg fyrirtæki séu á skattasamningi við aðildarríki þess. Upplýsingar um afkomu IKEA og skattgreiðslur eru takmarkaðar þar sem það starfar á hinum opna markaði og er samsett af fjölda dótturfélaga sem staðsett eru í mismunandi umdæmum. Evrópusambandið hefur í ríkari mæli rannsakað alþjóðafyrirtæki og tilhögun skattgreiðslna þeirra. Til að mynda hefur sambandið skikkað fjögur aðildarríki sín að endurheimta milljarði evra vegna skattasamninga við stórfyrirtækin Apple, Starbucks, Fiat og Amazon. Þeim kröfum hefur flestum verið áfrýjað. Umfangsmesta málið af þessu tagi er þó eflaust þegar að samkeppnisnefnd ESB skipaði Írlandi að endurheimta 13 milljarða evra frá tæknirisanum Apple vegna ógreiddra skatta frá árunum 2004-2013.
IKEA Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira