Frumkvöðlar saka ISAVIA um bellibrögð Sveinn Arnarsson skrifar 18. desember 2017 07:15 Ómar segir ISAVIA freista þess að leggja stein í götu BaseParking. vísir/anton brink Fyrirtæki sem sérhæfir sig í að geyma bifreiðar ferðalanga á leið úr landi og skila þeim aftur við heimkomu hefur kvartað undan hátterni ISAVIA til samkeppniseftirlitsins. Segja forsvarsmenn fyrirtækisins að framkoma ISAVIA í garð þeirra stangist á við góða viðskiptahætti og í krafti stærðar sinnar leggi ríkisfyrirtækið stein í götu þeirra við hvert tækifæri. Ómar Þröstur Hjaltason og Njáll Skarphéðinsson reka fyrirtækið BaseParking ehf. Starfsemi fyrirtækisins felst í því að starfsmenn hitta viðskiptavini sína fyrir framan flugstöð Leifs Eiríkssonar við brottför og taka við bifreið þeirra og aka henni í bílastæði á þeirra vegum við Ásbrú í Reykjanesbæ. Síðan aka þeir bifreiðinni að flugstöðinni og sækja viðkomandi við heimkomu. „Isavia á og rekur langtímabílastæði við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Eftir að starfsemi BaseParking hófst tók Isavia upp á þeirri nýbreytni að bjóða viðskiptavinum á langtímastæðum upp á að leggja bifreiðum þeirra fyrir þá gegn sérstöku gjaldi,“ segir í kvörtun BaseParking til samkeppniseftirlitsins sem send var þann 2. nóvember síðastliðinn. Ómar Þröstur segir þetta hvimleitt að þurfa að standa í stappi við þetta stóra fyrirtæki. Þarna séu bara á ferð tveir menn sem reyni að auka þjónustu við farþega flugvallarins. „Við erum aðeins að bæta þá þjónustu sem fyrir er og auðvelda ferðalöngum sem fara um völlinn lífið. Það ætti í sjálfu sér að vera keppikefli ISAVIA að þjónusta við farþega sé sem mest,“ segir Ómar Þröstur. Ómar bendir einnig á að kjarnastarfsemi ISAVIA er flugvallarrekstur. Fyrirtækið reyni hinsvegar að ýta þeim út til að sitja eitt að þessum markaði. „Þeir eru að leggja stein í götu okkar, það er augljóst. Þeir hafa reynt að reka okkur frá flugstöðvarbyggingunni, reynt að sekta okkur fyrir að nota í mjög skamma stund bílastæði nálægt flugvellinum og svo í ofanálag eru þeir farnir að bjóða upp á nákvæmlega sömu þjónustu og við erum að veita.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Sjá meira
Fyrirtæki sem sérhæfir sig í að geyma bifreiðar ferðalanga á leið úr landi og skila þeim aftur við heimkomu hefur kvartað undan hátterni ISAVIA til samkeppniseftirlitsins. Segja forsvarsmenn fyrirtækisins að framkoma ISAVIA í garð þeirra stangist á við góða viðskiptahætti og í krafti stærðar sinnar leggi ríkisfyrirtækið stein í götu þeirra við hvert tækifæri. Ómar Þröstur Hjaltason og Njáll Skarphéðinsson reka fyrirtækið BaseParking ehf. Starfsemi fyrirtækisins felst í því að starfsmenn hitta viðskiptavini sína fyrir framan flugstöð Leifs Eiríkssonar við brottför og taka við bifreið þeirra og aka henni í bílastæði á þeirra vegum við Ásbrú í Reykjanesbæ. Síðan aka þeir bifreiðinni að flugstöðinni og sækja viðkomandi við heimkomu. „Isavia á og rekur langtímabílastæði við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Eftir að starfsemi BaseParking hófst tók Isavia upp á þeirri nýbreytni að bjóða viðskiptavinum á langtímastæðum upp á að leggja bifreiðum þeirra fyrir þá gegn sérstöku gjaldi,“ segir í kvörtun BaseParking til samkeppniseftirlitsins sem send var þann 2. nóvember síðastliðinn. Ómar Þröstur segir þetta hvimleitt að þurfa að standa í stappi við þetta stóra fyrirtæki. Þarna séu bara á ferð tveir menn sem reyni að auka þjónustu við farþega flugvallarins. „Við erum aðeins að bæta þá þjónustu sem fyrir er og auðvelda ferðalöngum sem fara um völlinn lífið. Það ætti í sjálfu sér að vera keppikefli ISAVIA að þjónusta við farþega sé sem mest,“ segir Ómar Þröstur. Ómar bendir einnig á að kjarnastarfsemi ISAVIA er flugvallarrekstur. Fyrirtækið reyni hinsvegar að ýta þeim út til að sitja eitt að þessum markaði. „Þeir eru að leggja stein í götu okkar, það er augljóst. Þeir hafa reynt að reka okkur frá flugstöðvarbyggingunni, reynt að sekta okkur fyrir að nota í mjög skamma stund bílastæði nálægt flugvellinum og svo í ofanálag eru þeir farnir að bjóða upp á nákvæmlega sömu þjónustu og við erum að veita.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Sjá meira