Besta gjöfin Lára G. Sigurðardóttir skrifar 18. desember 2017 07:00 Í aðdraganda jólanna heyrum við oft að samverustundirnar skipti höfuðmáli. Pakkarnir, hátíðarmaturinn og allt annað sem fylgi sé partur af sviðsmynd en ekki aðalatriði. En þegar þetta er skoðað nánar þá virðist oft sem við forgangsröðum þannig að samverustundirnar mæti afgangi. Ég er engin undantekning. Sjálf hef ég eytt mörgum aðfangadögum og áramótum í vinnunni, bæði áður en og eftir að börnin komu til sögunnar. Þetta er ekki einsdæmi. Ég mætti heldur ekki í stórafmæli vinkonu minnar fyrir mörgum árum af því að ég var að læra undir lokapróf. Hún hefur hvorki fyrr né síðar haldið upp á afmæli sitt. Skemmtilegar sögur úr afmælinu eru reglulega rifjaðar upp og ég minnt ósjálfrátt á að ég hafi ekki verið til staðar til að samgleðjast. Af hverju látum við prófalestur, vinnu og jafnvel íþróttaæfingar ganga fyrir samverustundum með okkar nánustu? Erum við jafnvel hrædd um að verða ekki eins góð og hin ef við sláum slöku við í eina kvöldstund? Eða erum við of þreytt eftir annasama daga og mikið álag til að gefa af okkur? Samkvæmt langtímarannsókn frá Harvard háskóla taldi ungt fólk frægð og frama ryðja slóðina að hamingjunni. Þegar upp var staðið var raunin önnur. Það að eiga góðar stundir með sínum nánustu reyndist gefa greiðustu leiðina að hamingjusömu og innihaldsríku lífi. Við stöndum uppi sem meiri sigurvegarar þegar við eigum góðar stundir með öðrum heldur en á verðlaunapalli eða með enn eitt verkefnið í höfn. Besta gjöfin sem við gefum er nefnilega tíminn okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun
Í aðdraganda jólanna heyrum við oft að samverustundirnar skipti höfuðmáli. Pakkarnir, hátíðarmaturinn og allt annað sem fylgi sé partur af sviðsmynd en ekki aðalatriði. En þegar þetta er skoðað nánar þá virðist oft sem við forgangsröðum þannig að samverustundirnar mæti afgangi. Ég er engin undantekning. Sjálf hef ég eytt mörgum aðfangadögum og áramótum í vinnunni, bæði áður en og eftir að börnin komu til sögunnar. Þetta er ekki einsdæmi. Ég mætti heldur ekki í stórafmæli vinkonu minnar fyrir mörgum árum af því að ég var að læra undir lokapróf. Hún hefur hvorki fyrr né síðar haldið upp á afmæli sitt. Skemmtilegar sögur úr afmælinu eru reglulega rifjaðar upp og ég minnt ósjálfrátt á að ég hafi ekki verið til staðar til að samgleðjast. Af hverju látum við prófalestur, vinnu og jafnvel íþróttaæfingar ganga fyrir samverustundum með okkar nánustu? Erum við jafnvel hrædd um að verða ekki eins góð og hin ef við sláum slöku við í eina kvöldstund? Eða erum við of þreytt eftir annasama daga og mikið álag til að gefa af okkur? Samkvæmt langtímarannsókn frá Harvard háskóla taldi ungt fólk frægð og frama ryðja slóðina að hamingjunni. Þegar upp var staðið var raunin önnur. Það að eiga góðar stundir með sínum nánustu reyndist gefa greiðustu leiðina að hamingjusömu og innihaldsríku lífi. Við stöndum uppi sem meiri sigurvegarar þegar við eigum góðar stundir með öðrum heldur en á verðlaunapalli eða með enn eitt verkefnið í höfn. Besta gjöfin sem við gefum er nefnilega tíminn okkar.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun