Drög að ályktun Öryggisráðs SÞ: Ákvörðun Trumps hafi ekkert lagalegt gildi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. desember 2017 20:36 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kjósa um stöðu Jerúsalem snemma í vikunni. Vísir/afp Egyptar hafa gert drög að ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og er þau komin í hendur forsvarsmanna allra þeirra fimmtán ríkja sem mynda Öryggisráðið. Heimildir Reuters herma að í drögunum sé þess krafist að breyting á stöðu Jerúsalem hafi ekkert lagalegt gildi. Í drögunum að ályktuninni eru hvorki Bandaríkin né Donald Trump nefnd á nafn. Talið er að innan Öryggisráðsins sé breiður stuðningur við ályktunina en á sama tíma er það talið viðbúið að Bandaríkin hafni henni. Í drögum að ályktun um stöðu Jerúsalem segir að: „því er lýst yfir að engar ákvarðanir eða aðgerðir, sem var ætlað að hafa breytt eðli stöðu eða lýðfræðilegri samsetningu hinnar Helgu borgar Jerúsalem hafa lagalega þýðingu. Þær verði marklausar og felldar úr gildi og þess er krafist að ákvörðunin verði afturkölluð í samræmi við ályktun Öryggisráðsins,“ er haft eftir heimildarmanni Reuters. Til þess að ályktun Öryggisráðsins sé samþykkt þurfa níu af fimmtán ríkjum þess að styðja ályktunina en í ljósi þess að Bandaríkin eru eitt af fimm fastaríkjum í öryggisráðinu sem hafa neitunarvald getað þau stöðvað málið. Fastaríkin sem búa yfir neitunarvaldi í Öryggisráðinu eru, auk Bandaríkjanna, Frakkland, Bretland, Rússland og Kína. Þann sjötta desember síðastliðinn greindi Bandaríkjaforseti frá þeirri ákvörðun sinni að Jerúsalem yrði viðurkennd sem höfuðborg Ísraels auk þess sem sendiráð Bandaríkjanna yrði flutt til Jerúsalem.Fjölmenn mótmæli hafa staðið yfir frá því að Bandaríkjaforseti upplýsti um ákvörðun sína. Myndin er af átökum á Vesturbakkanum.visir/afpÍ kjölfar ákvörðunar Bandaríkjastjórnar hafa mótmæli verið haldin í Jerúsalem, Vesturbakkanum og Gaza. Á föstudag skaut herlið Ísraelsmanna fjóra Palestínumenn til bana og þá særðust hundrað og fimmtíu í átökunum. Ákvörðun forsetans hefur víða um heim verið mótmælt harðlega. Palestínumenn segja að með útspili Bandaríkjaforseta hafi hann ógnað friðarviðræðum. Sádí Arabar fordæma stefnubreytingu Trumps og þá hefur meirihluti þeirra ríkja sem mynda Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna farið fram á neyðarfund. Tengdar fréttir Boða til mótmæla vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna Mike Pence fer í opinbera heimsókn til Jerúsalem í næstu viku. Yfirvöld í Palestínu boða til mótmæla. 16. desember 2017 16:19 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Egyptar hafa gert drög að ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og er þau komin í hendur forsvarsmanna allra þeirra fimmtán ríkja sem mynda Öryggisráðið. Heimildir Reuters herma að í drögunum sé þess krafist að breyting á stöðu Jerúsalem hafi ekkert lagalegt gildi. Í drögunum að ályktuninni eru hvorki Bandaríkin né Donald Trump nefnd á nafn. Talið er að innan Öryggisráðsins sé breiður stuðningur við ályktunina en á sama tíma er það talið viðbúið að Bandaríkin hafni henni. Í drögum að ályktun um stöðu Jerúsalem segir að: „því er lýst yfir að engar ákvarðanir eða aðgerðir, sem var ætlað að hafa breytt eðli stöðu eða lýðfræðilegri samsetningu hinnar Helgu borgar Jerúsalem hafa lagalega þýðingu. Þær verði marklausar og felldar úr gildi og þess er krafist að ákvörðunin verði afturkölluð í samræmi við ályktun Öryggisráðsins,“ er haft eftir heimildarmanni Reuters. Til þess að ályktun Öryggisráðsins sé samþykkt þurfa níu af fimmtán ríkjum þess að styðja ályktunina en í ljósi þess að Bandaríkin eru eitt af fimm fastaríkjum í öryggisráðinu sem hafa neitunarvald getað þau stöðvað málið. Fastaríkin sem búa yfir neitunarvaldi í Öryggisráðinu eru, auk Bandaríkjanna, Frakkland, Bretland, Rússland og Kína. Þann sjötta desember síðastliðinn greindi Bandaríkjaforseti frá þeirri ákvörðun sinni að Jerúsalem yrði viðurkennd sem höfuðborg Ísraels auk þess sem sendiráð Bandaríkjanna yrði flutt til Jerúsalem.Fjölmenn mótmæli hafa staðið yfir frá því að Bandaríkjaforseti upplýsti um ákvörðun sína. Myndin er af átökum á Vesturbakkanum.visir/afpÍ kjölfar ákvörðunar Bandaríkjastjórnar hafa mótmæli verið haldin í Jerúsalem, Vesturbakkanum og Gaza. Á föstudag skaut herlið Ísraelsmanna fjóra Palestínumenn til bana og þá særðust hundrað og fimmtíu í átökunum. Ákvörðun forsetans hefur víða um heim verið mótmælt harðlega. Palestínumenn segja að með útspili Bandaríkjaforseta hafi hann ógnað friðarviðræðum. Sádí Arabar fordæma stefnubreytingu Trumps og þá hefur meirihluti þeirra ríkja sem mynda Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna farið fram á neyðarfund.
Tengdar fréttir Boða til mótmæla vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna Mike Pence fer í opinbera heimsókn til Jerúsalem í næstu viku. Yfirvöld í Palestínu boða til mótmæla. 16. desember 2017 16:19 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Boða til mótmæla vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna Mike Pence fer í opinbera heimsókn til Jerúsalem í næstu viku. Yfirvöld í Palestínu boða til mótmæla. 16. desember 2017 16:19