Fátækar fjölskyldur á Suðurnesjum: „Sumir halda náttfatajól því það eru ekki til spariföt“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. desember 2017 20:30 73 fjölskyldur af Suðurnesjum þáðu matar- og jólagjafir frá Velferðarsjóði Suðurnesja og Hjálparstarfi kirkjunnar til að geta haldið gleðiðleg jól. Úthlutunin fór fram á fimmtudag. Hver fjölskylda fær inneign í matvöruverslun og allir fá jólagjöf sem góðgerðarfélagið Litlu hjörtun hefur séð um að safna fyrir og kaupa. „Við erum rík í þessu samfélagi þegar svo margir hugsa um þá sem minna hafa og við gátum gefið góðar gjafir,“ segir Þórunn Þórisdóttir, rekstrarstjóri Keflavíkurkirkju og umsjónarmaður úthlutunarinnar. Þórunn segir alls konar fólk sækja aðstoð, láglaunafólk, verkafólk, öryrkja og þeir sem hafa orðið undir í lífinu af ýmsum ástæðum. „Þetta er að megninu til barnafjölskyldur, sumar mjög barnstórar með fimm til sex börn og fólk jafnvel í fullri vinnu en ná bara ekki endum saman.“ Fjöldinn er svipaður og síðustu ár þrátt fyrir betra atvinnuástand á Suðurnesjum. „Launin eru oft ansi lág. Fólk getur ekki lifað af launum í fullri vinnu en er samt að spara og standa sig vel.“ Þórunn segir fólk finna nýjar leiðir til að halda jól án þess að það kosti of mikið. „Sumir halda náttfatajól því það eru ekki til spariföt og ekki peningur fyrir sparifötum. Börnunum finnst það bara kósý. Fólk býr sér til sína umgjörð og sinn frið í hjarta,“ segir Þórunn. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
73 fjölskyldur af Suðurnesjum þáðu matar- og jólagjafir frá Velferðarsjóði Suðurnesja og Hjálparstarfi kirkjunnar til að geta haldið gleðiðleg jól. Úthlutunin fór fram á fimmtudag. Hver fjölskylda fær inneign í matvöruverslun og allir fá jólagjöf sem góðgerðarfélagið Litlu hjörtun hefur séð um að safna fyrir og kaupa. „Við erum rík í þessu samfélagi þegar svo margir hugsa um þá sem minna hafa og við gátum gefið góðar gjafir,“ segir Þórunn Þórisdóttir, rekstrarstjóri Keflavíkurkirkju og umsjónarmaður úthlutunarinnar. Þórunn segir alls konar fólk sækja aðstoð, láglaunafólk, verkafólk, öryrkja og þeir sem hafa orðið undir í lífinu af ýmsum ástæðum. „Þetta er að megninu til barnafjölskyldur, sumar mjög barnstórar með fimm til sex börn og fólk jafnvel í fullri vinnu en ná bara ekki endum saman.“ Fjöldinn er svipaður og síðustu ár þrátt fyrir betra atvinnuástand á Suðurnesjum. „Launin eru oft ansi lág. Fólk getur ekki lifað af launum í fullri vinnu en er samt að spara og standa sig vel.“ Þórunn segir fólk finna nýjar leiðir til að halda jól án þess að það kosti of mikið. „Sumir halda náttfatajól því það eru ekki til spariföt og ekki peningur fyrir sparifötum. Börnunum finnst það bara kósý. Fólk býr sér til sína umgjörð og sinn frið í hjarta,“ segir Þórunn.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira