Börn ekki nægilega oft spurð leyfis Lovísa Arnardóttir skrifar 16. desember 2017 07:00 Lilja Hrönn Önnudóttir, varaformaður ungmennaráðs Umboðsmanns barna. „Þetta lendir mjög mikið á okkar kynslóð. Það eru engin mörk. Samfélagsmiðlar eru það nýir að það eru ekki til neinar reglur og þú þarft eiginlega bara að vera heppin með foreldra, hvort þau séu að virða þín mörk eða ekki. Þegar maður er yngri er maður oft að gera skrítna svipi eða hluti á myndum og maður gerir sér ekki endilega grein fyrir því að þetta er eitthvað sem framtíðaryfirmenn gætu séð,“ segir Lilja Hrönn Önnudóttir, varaformaður ungmennaráðs Umboðsmanns barna. Eftir áramót verður lagt fram nýtt frumvarp um persónuvernd á Alþingi sem byggt er á viðamikilli reglugerð frá Evrópuráðinu og þinginu. Í reglugerðinni segir að „persónuupplýsingar barna ættu að njóta sérstakrar verndar þar sem þau kunna að vera síður meðvituð um áhættu, afleiðingar og viðkomandi verndarráðstafanir og réttindi sín í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga.“ Börn sem alist hafa upp með foreldra sína á samfélagsmiðlum eru vön því að foreldrar og aðrir deili af þeim myndum og öðrum upplýsingum, en hafa ekki endilega stjórn á því hverju er deilt. Lilja Hrönn segir ungmennaráðið hafa rætt þessi mál nýlega. „Við höfum mótað okkur skoðun á rétti barns til einkalífs og rétti barns til þess að persónuupplýsingum þeirra sé ekki deilt á netinu að þeim óafvitandi. Við viljum að það sé alltaf talað við börn. Foreldrar þurfa að passa sig hverju þau eru að deila. Ég ræddi þetta við ráðið í gær og við vorum sammála um að það eigi alltaf að ræða við börn. Lokaákvörðun á alltaf að vera í höndum barnanna. Ef þau vilja ekki að myndir af þeim eða texti um þau sé á netinu, þá ætti hann að sjálfsögðu ekki að vera þar,“ segir Lilja Hrönn. Umboðsmaður barna fjallaði sérstaklega árið 2015 um birtingu foreldra á einkunnum barna á samfélagsmiðlum „Þó börn séu stolt og ánægð með sig, þá er ekki sjálfgefið að þau vilji að allir viti þetta. Það er sjálfsagt að spyrja þau og taka tillit til þess,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Salvörún telur mikla þörf á því að þessi mál séu rædd frekar í samfélaginu. „Foreldrar þurfa að vera miklu varkárari almennt talað. Auðvitað eru það margir, en fólk þarf að hugsa þetta lengra fram í tímann og sérstaklega þá að netið gleymir engu og það geti skaðað barnið síðar á ævinni.“ Hún segir enn fremur mikilvægt að rætt sé við börn, en samkvæmt 12. grein Barnasáttmálans eiga börn rétt á að láta skoðanir sínar í ljós í samræmi við aldur þeirra og þroska. „Mér finnst fólk oft fara fram úr sér í þessu og ætti að hugsa um það í stærra samhengi hvort börn vilji að það sé verið að deila myndum, myndböndum og öðru þegar þau eru lítil eða jafnvel unglingar. Ég held að krakkar vilji að þau séu spurð. Það á líka að gera það þegar þau eru lítil. Þau hafa líka skoðun á því þegar þau eru fimm ára, eða sjö ára, ekki bara þegar þau eru orðin táningar,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
„Þetta lendir mjög mikið á okkar kynslóð. Það eru engin mörk. Samfélagsmiðlar eru það nýir að það eru ekki til neinar reglur og þú þarft eiginlega bara að vera heppin með foreldra, hvort þau séu að virða þín mörk eða ekki. Þegar maður er yngri er maður oft að gera skrítna svipi eða hluti á myndum og maður gerir sér ekki endilega grein fyrir því að þetta er eitthvað sem framtíðaryfirmenn gætu séð,“ segir Lilja Hrönn Önnudóttir, varaformaður ungmennaráðs Umboðsmanns barna. Eftir áramót verður lagt fram nýtt frumvarp um persónuvernd á Alþingi sem byggt er á viðamikilli reglugerð frá Evrópuráðinu og þinginu. Í reglugerðinni segir að „persónuupplýsingar barna ættu að njóta sérstakrar verndar þar sem þau kunna að vera síður meðvituð um áhættu, afleiðingar og viðkomandi verndarráðstafanir og réttindi sín í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga.“ Börn sem alist hafa upp með foreldra sína á samfélagsmiðlum eru vön því að foreldrar og aðrir deili af þeim myndum og öðrum upplýsingum, en hafa ekki endilega stjórn á því hverju er deilt. Lilja Hrönn segir ungmennaráðið hafa rætt þessi mál nýlega. „Við höfum mótað okkur skoðun á rétti barns til einkalífs og rétti barns til þess að persónuupplýsingum þeirra sé ekki deilt á netinu að þeim óafvitandi. Við viljum að það sé alltaf talað við börn. Foreldrar þurfa að passa sig hverju þau eru að deila. Ég ræddi þetta við ráðið í gær og við vorum sammála um að það eigi alltaf að ræða við börn. Lokaákvörðun á alltaf að vera í höndum barnanna. Ef þau vilja ekki að myndir af þeim eða texti um þau sé á netinu, þá ætti hann að sjálfsögðu ekki að vera þar,“ segir Lilja Hrönn. Umboðsmaður barna fjallaði sérstaklega árið 2015 um birtingu foreldra á einkunnum barna á samfélagsmiðlum „Þó börn séu stolt og ánægð með sig, þá er ekki sjálfgefið að þau vilji að allir viti þetta. Það er sjálfsagt að spyrja þau og taka tillit til þess,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Salvörún telur mikla þörf á því að þessi mál séu rædd frekar í samfélaginu. „Foreldrar þurfa að vera miklu varkárari almennt talað. Auðvitað eru það margir, en fólk þarf að hugsa þetta lengra fram í tímann og sérstaklega þá að netið gleymir engu og það geti skaðað barnið síðar á ævinni.“ Hún segir enn fremur mikilvægt að rætt sé við börn, en samkvæmt 12. grein Barnasáttmálans eiga börn rétt á að láta skoðanir sínar í ljós í samræmi við aldur þeirra og þroska. „Mér finnst fólk oft fara fram úr sér í þessu og ætti að hugsa um það í stærra samhengi hvort börn vilji að það sé verið að deila myndum, myndböndum og öðru þegar þau eru lítil eða jafnvel unglingar. Ég held að krakkar vilji að þau séu spurð. Það á líka að gera það þegar þau eru lítil. Þau hafa líka skoðun á því þegar þau eru fimm ára, eða sjö ára, ekki bara þegar þau eru orðin táningar,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira