Um 40 prósenta aukning tilkynntra kynferðisbrota milli ára Hulda Hólmkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 15. desember 2017 20:04 Yfirmaður kynferðisbrotadeildar telur fjölgunina stafa af mikilli umræðu í samfélaginu um brotin. Um þrjú hundruð kynferðisbrot hafa verið tilkynnt til lögreglu í ár. Það er allt að fjörutíu prósenta aukning á milli ára. En yfirmaður kynferðisbrotadeildar telur fjölgunina stafa af mikilli umræðu í samfélaginu um brotin. 295 kynferðisbrot hafa verið skráð tilkynnt í málaskrá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu ellefu mánuðum ársins og eru þar af 137 nauðganir. Í fyrra voru skráð kynferðisbrot 241 og 109 nauðganir. Árið 2015 voru tilkynningarnar 263 og 225 árið 2014. Tilkynntum kynferðisbrotum hefur því fjölgað um 21 prósent miðað við meðaltal fyrir sama tímabil síðustu þriggja ára á undan. Af þessum 295 tilkynningum eru bæði brot sem áttu sér stað á árinu og eldri brot sem tilkynnt eru einhverjum mánuðum eða árum síðar. Þá hafa 225 kynferðisbrot, sem eiga að hafa átt sér stað á árinu, verið tilkynnt í ár. Þar af eru 102 nauðganir.Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar.Vísir/Eyþór„Oft á tíðum helst fjölgun mála í takt við umræðu í samfélaginu og það virðist vera einhver fylgni á milli þess að því meiri sem umræðan er því fleiri mál fáum við til okkar,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Bæði hafi fjölgað í tilkynningum um ný mál og eldri en meira þó í eldri. „Sjálfsagt er nú skýringin sú að með tilkomu bættrar ráðgjafar og meiri ráðgjafar þá hefur þessum málum fjölgað. Þar tel ég nú að Bjarkarhlíð eigi stærstan þátt,” segir Árni en Bjarkarhlíð er þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis sem tók til starfa í byrjun árs. Af þeim 295 kynferðisbrotum sem skráð voru hjá lögreglu í ár hefur rannsókn verið hætt í 57 málanna. Árni segir að sönnunarstaðan sé oft erfið í eldri málum. „Því er mjög mikilvægt að þau séu tilkynnt mjög tímanlega og sem fyrst þannig að það sé hægt að afla annarra gagna eins og lífsýna og fleira.” Árni Þór útskýrir að tilkynningum hafi fjölgað mest á fyrstu níu mánuðum ársins. „Þá varð fjölgun um 41 prósent tilkynntra mála til okkar. Þau voru 171 í fyrra en 231 á þessu ári.“ Síðan þá hafi fjölgunin haldist nokkuð stöðug. „Við fögnum þessum viðbrögðum stjórnvalda að setja í þetta aukið fjármagn þannig það skili sér í fjölgun ransakara þannig að málsmeðferðartimi þessara mála verði góður og ásættanlegur.” Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Um þrjú hundruð kynferðisbrot hafa verið tilkynnt til lögreglu í ár. Það er allt að fjörutíu prósenta aukning á milli ára. En yfirmaður kynferðisbrotadeildar telur fjölgunina stafa af mikilli umræðu í samfélaginu um brotin. 295 kynferðisbrot hafa verið skráð tilkynnt í málaskrá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu ellefu mánuðum ársins og eru þar af 137 nauðganir. Í fyrra voru skráð kynferðisbrot 241 og 109 nauðganir. Árið 2015 voru tilkynningarnar 263 og 225 árið 2014. Tilkynntum kynferðisbrotum hefur því fjölgað um 21 prósent miðað við meðaltal fyrir sama tímabil síðustu þriggja ára á undan. Af þessum 295 tilkynningum eru bæði brot sem áttu sér stað á árinu og eldri brot sem tilkynnt eru einhverjum mánuðum eða árum síðar. Þá hafa 225 kynferðisbrot, sem eiga að hafa átt sér stað á árinu, verið tilkynnt í ár. Þar af eru 102 nauðganir.Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar.Vísir/Eyþór„Oft á tíðum helst fjölgun mála í takt við umræðu í samfélaginu og það virðist vera einhver fylgni á milli þess að því meiri sem umræðan er því fleiri mál fáum við til okkar,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Bæði hafi fjölgað í tilkynningum um ný mál og eldri en meira þó í eldri. „Sjálfsagt er nú skýringin sú að með tilkomu bættrar ráðgjafar og meiri ráðgjafar þá hefur þessum málum fjölgað. Þar tel ég nú að Bjarkarhlíð eigi stærstan þátt,” segir Árni en Bjarkarhlíð er þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis sem tók til starfa í byrjun árs. Af þeim 295 kynferðisbrotum sem skráð voru hjá lögreglu í ár hefur rannsókn verið hætt í 57 málanna. Árni segir að sönnunarstaðan sé oft erfið í eldri málum. „Því er mjög mikilvægt að þau séu tilkynnt mjög tímanlega og sem fyrst þannig að það sé hægt að afla annarra gagna eins og lífsýna og fleira.” Árni Þór útskýrir að tilkynningum hafi fjölgað mest á fyrstu níu mánuðum ársins. „Þá varð fjölgun um 41 prósent tilkynntra mála til okkar. Þau voru 171 í fyrra en 231 á þessu ári.“ Síðan þá hafi fjölgunin haldist nokkuð stöðug. „Við fögnum þessum viðbrögðum stjórnvalda að setja í þetta aukið fjármagn þannig það skili sér í fjölgun ransakara þannig að málsmeðferðartimi þessara mála verði góður og ásættanlegur.”
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira