Ýmir: Draumur síðan ég horfði á silfurstrákana í Peking Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. desember 2017 17:33 Bræðurnir Orri Freyr Gíslason og Ýmir Örn, til hægri. Vísir/Eyþór Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Vals, er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót en hann var valinn í EM-hóp Geirs Sveinssonar í dag. Ýmir hefur spilað vel með Val á leiktíðinni og nýtt þau tækifæri sem hann fékk með landslðinu vel. Það var nóg til að sannfæra Geir um að hann ætti heima í íslenska landsliðinu. Sjá einnig: Erfiðara að velja 28 manna hópinn „Ég var 11 ára gamall þegar ég horfði á landsliðið vinna silfur í Peking. Það hefur verið draumur hjá mér að fara á stórmót með landsliðinu. Ég er búinn að æfa vel og er þvílíkt spenntur fyrir því sem er að koma - nú er bara að standa sig,“ sagði Ýmir Örn í samtali við Vísi í dag. Geir sagði í samtali við íþróttadeild fyrr í dag að hann hefði rætt við alla leikmennina í 28 manna hópi Íslands fyrirfram. Því hafi valið ekki komið Ými endilega á óvart. „En ég var ekki búinn að fá 100 prósent staðfestingu á þessu en miðað við hvernig okkar samtöl voru þá leit þetta vel út fyrir mig,“ sagði hann. Ýmir Örn á enn tvö ár eftir af samningi sínu við Val eftir tímabilið og er ekki að hugsa sér til hreyfings, þó svo að hann haldi öllum möguleikum opnum. „Ég er ekkert að flýta mér. Ég er í frábæru liði og með frábæran þjálfara. Svo er ég líka með barn á leiðinni og að mörgu að huga,“ segir hann. „Ég er virkilega sáttur og ánægður með mína stöðu í Val.“ Ýmir Örn spilaði framan af tímabili sem miðjumaður en eftir meiðsli bróður hans, Orra Freys, hefur hann spilað meira á línunni. Hann er þar að auki frábær varnarmaður. „Eins og staðan er núna er ég mjög sáttur við hvernig ég spila í vörn og ég hef verið að sækjast meira eftir því að spila á línunni. Það er ekki verra að hafa hitt vopnið en línan er að koma sterkari inn hjá mér núna. Ég hef rætt þetta mikið við Snorra [Stein Guðjónsson, þjálfara Vals] og Geir.“ EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Geir búinn að velja 16 manna hóp fyrir EM | Ágúst Elí tekur sæti Arons Rafns Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson fer ekki til Króatíu í janúar. 15. desember 2017 16:00 Geir: Ágúst Elí hefur svarað kallinu vel Geir Sveinsson valdi FH-inginn Ágúst Elí Björgvinsson fram yfir tvo reynslumikla markverði til að fara með á EM í Króatíu. 15. desember 2017 16:48 Geir: Erfiðara að velja 28 manna hópinn Geir Sveinsson í viðtali við Vísi um leikmannahópinn sem hann valdi til að fara á EM í Króatíu í næsta mánuði. 15. desember 2017 17:21 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Sjá meira
Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Vals, er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót en hann var valinn í EM-hóp Geirs Sveinssonar í dag. Ýmir hefur spilað vel með Val á leiktíðinni og nýtt þau tækifæri sem hann fékk með landslðinu vel. Það var nóg til að sannfæra Geir um að hann ætti heima í íslenska landsliðinu. Sjá einnig: Erfiðara að velja 28 manna hópinn „Ég var 11 ára gamall þegar ég horfði á landsliðið vinna silfur í Peking. Það hefur verið draumur hjá mér að fara á stórmót með landsliðinu. Ég er búinn að æfa vel og er þvílíkt spenntur fyrir því sem er að koma - nú er bara að standa sig,“ sagði Ýmir Örn í samtali við Vísi í dag. Geir sagði í samtali við íþróttadeild fyrr í dag að hann hefði rætt við alla leikmennina í 28 manna hópi Íslands fyrirfram. Því hafi valið ekki komið Ými endilega á óvart. „En ég var ekki búinn að fá 100 prósent staðfestingu á þessu en miðað við hvernig okkar samtöl voru þá leit þetta vel út fyrir mig,“ sagði hann. Ýmir Örn á enn tvö ár eftir af samningi sínu við Val eftir tímabilið og er ekki að hugsa sér til hreyfings, þó svo að hann haldi öllum möguleikum opnum. „Ég er ekkert að flýta mér. Ég er í frábæru liði og með frábæran þjálfara. Svo er ég líka með barn á leiðinni og að mörgu að huga,“ segir hann. „Ég er virkilega sáttur og ánægður með mína stöðu í Val.“ Ýmir Örn spilaði framan af tímabili sem miðjumaður en eftir meiðsli bróður hans, Orra Freys, hefur hann spilað meira á línunni. Hann er þar að auki frábær varnarmaður. „Eins og staðan er núna er ég mjög sáttur við hvernig ég spila í vörn og ég hef verið að sækjast meira eftir því að spila á línunni. Það er ekki verra að hafa hitt vopnið en línan er að koma sterkari inn hjá mér núna. Ég hef rætt þetta mikið við Snorra [Stein Guðjónsson, þjálfara Vals] og Geir.“
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Geir búinn að velja 16 manna hóp fyrir EM | Ágúst Elí tekur sæti Arons Rafns Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson fer ekki til Króatíu í janúar. 15. desember 2017 16:00 Geir: Ágúst Elí hefur svarað kallinu vel Geir Sveinsson valdi FH-inginn Ágúst Elí Björgvinsson fram yfir tvo reynslumikla markverði til að fara með á EM í Króatíu. 15. desember 2017 16:48 Geir: Erfiðara að velja 28 manna hópinn Geir Sveinsson í viðtali við Vísi um leikmannahópinn sem hann valdi til að fara á EM í Króatíu í næsta mánuði. 15. desember 2017 17:21 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Sjá meira
Geir búinn að velja 16 manna hóp fyrir EM | Ágúst Elí tekur sæti Arons Rafns Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson fer ekki til Króatíu í janúar. 15. desember 2017 16:00
Geir: Ágúst Elí hefur svarað kallinu vel Geir Sveinsson valdi FH-inginn Ágúst Elí Björgvinsson fram yfir tvo reynslumikla markverði til að fara með á EM í Króatíu. 15. desember 2017 16:48
Geir: Erfiðara að velja 28 manna hópinn Geir Sveinsson í viðtali við Vísi um leikmannahópinn sem hann valdi til að fara á EM í Króatíu í næsta mánuði. 15. desember 2017 17:21