Harry Bretaprins gengur að eiga Meghan Markle laugardaginn 19. maí á næsta ári.
Sama dag fer úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar fram.
Vilhjálmur prins verður í erfiðri stöðu því auk þess að vera bróðir og svaramaður Harrys er hann forseti enska knattspyrnusambandsins.
Vilhjálmur verður þó væntanlega frekar í Windsor kastala heldur en á Wembley. Annað væri allavega skrítið.
Vilhjálmur er vanur að vera viðstaddur bikarúrslitaleikinn og afhenda sigurvegaranum bikarinn góða.
Bikarúrslitaleikurinn á sama degi og konunglega brúðkaupið
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn




Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt
Íslenski boltinn



„Mæti honum með bros á vör“
Körfubolti

Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby
Íslenski boltinn
