100 þúsund íslensk lykilorð aðgengileg tölvuþrjótum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. desember 2017 13:52 Tölvuþrjótar hafa stolið gífurlega magni af upplýsingum og safnað saman. Vísir/Getty Síðustu daga hefur komið í ljós stórt safn lykilorða og notendanafna sem hefur verið í umferð á netsíðum tölvuþrjóta. Safnið inniheldur meðal annars um eitt hundrað þúsund lykilorð tengd íslenskum notendum. Þetta kemur fram í frétt á vef Póst- og fjarskiptastofnunar. Þar segir að ekki sé fyllilega ljóst hver sé uppruni þessara gagna en líklegt sé talið að um sé að ræða safn úr nokkrum lekum og innbrotum. Þar segir einnig að söfn af þessu tagi séu iðulega notuð til þess að að brjótast inn í netreikninga fólks og kerfi þar sem algengt er að notendur endurnýti fremur lítið safn lykilorða fyrir alla sína netnotkun. Sem dæmi gæti lykilorð notanda tengt netfangi hans, sem opinberað var í leka af einhverri vefsíðu þar sem hann var skráður, hafa verið notað við innbrotatilraunir á Facebook- og Gmail reikninga viðkomandi. „Mælt er með að hver notandi fari reglulega gegnum alla sína reikninga og herði öryggi, m.a. breyti lykilorðum, a.m.k. þeim sem orðin eru meira en eins árs gömul,“ segir í fréttinni. Athygli er vakin á því að hægt sé að kanna hvort upplýsingar hafi verið gerðar opinberar á síðum eins og https://haveibeenpwned.com/ og gera þá strax ráðstafanir til að breyta sínum aðgangsupplýsingum.Á vefsíðu netöryggissveitarinnar CERT-ÍS er einnig bent á góð ráð varðandi notkun lykilorða á netinu. Er mælt með að hafa eftirfarandi í huga.Nota fremur löng og flókin lykilorð sem erfitt er að giska áNota einstök lykilorð fyrir hvern reikning til að lágmarka hættu á að leki á einum stað hafi áhrif á öryggi annarra reikningaMælt er með að nota snjallforrit fyrir utanumhald lykilorða, s.k. “password manager” til að auðvelda það sem áður var taliðVirkja tvíþátta auðkenningu, “two factor authentication”, á mikilvægum reikningum ef mögulegt erMælt er með að hver notandi fari reglulega gegnum alla sína reikninga og herði öryggi, m.a. breyti lykilorðum, a.m.k. þeim sem orðin eru meira en eins árs gömul. Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Síðustu daga hefur komið í ljós stórt safn lykilorða og notendanafna sem hefur verið í umferð á netsíðum tölvuþrjóta. Safnið inniheldur meðal annars um eitt hundrað þúsund lykilorð tengd íslenskum notendum. Þetta kemur fram í frétt á vef Póst- og fjarskiptastofnunar. Þar segir að ekki sé fyllilega ljóst hver sé uppruni þessara gagna en líklegt sé talið að um sé að ræða safn úr nokkrum lekum og innbrotum. Þar segir einnig að söfn af þessu tagi séu iðulega notuð til þess að að brjótast inn í netreikninga fólks og kerfi þar sem algengt er að notendur endurnýti fremur lítið safn lykilorða fyrir alla sína netnotkun. Sem dæmi gæti lykilorð notanda tengt netfangi hans, sem opinberað var í leka af einhverri vefsíðu þar sem hann var skráður, hafa verið notað við innbrotatilraunir á Facebook- og Gmail reikninga viðkomandi. „Mælt er með að hver notandi fari reglulega gegnum alla sína reikninga og herði öryggi, m.a. breyti lykilorðum, a.m.k. þeim sem orðin eru meira en eins árs gömul,“ segir í fréttinni. Athygli er vakin á því að hægt sé að kanna hvort upplýsingar hafi verið gerðar opinberar á síðum eins og https://haveibeenpwned.com/ og gera þá strax ráðstafanir til að breyta sínum aðgangsupplýsingum.Á vefsíðu netöryggissveitarinnar CERT-ÍS er einnig bent á góð ráð varðandi notkun lykilorða á netinu. Er mælt með að hafa eftirfarandi í huga.Nota fremur löng og flókin lykilorð sem erfitt er að giska áNota einstök lykilorð fyrir hvern reikning til að lágmarka hættu á að leki á einum stað hafi áhrif á öryggi annarra reikningaMælt er með að nota snjallforrit fyrir utanumhald lykilorða, s.k. “password manager” til að auðvelda það sem áður var taliðVirkja tvíþátta auðkenningu, “two factor authentication”, á mikilvægum reikningum ef mögulegt erMælt er með að hver notandi fari reglulega gegnum alla sína reikninga og herði öryggi, m.a. breyti lykilorðum, a.m.k. þeim sem orðin eru meira en eins árs gömul.
Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira