Veiktist illa og missti tilgang: Gefur nú út sína fyrstu skáldsögu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. desember 2017 20:30 Hákon hefur ferðast um heiminn síðan árið 2014. Vísir / Úr einkasafni „Stílinn er hraður og skýr. Ég reyni að nota eins lítið af orðum og ég kemst upp með. Hlaði maður endalaust orðum á söguna, sligast hún að lokum undan þeim og kremst undir. Eftir situr sundurkraminn saga, undir haugi af orðum. Svoleiðis nenni ég ekki að lesa og geri bara ráð fyrir að aðrir nenni því ekki heldur,“ segir rithöfundurinn Hákon Jens Behrens. Hákon gaf nýverið út sína fyrstu bók, Sauðfjárvarpið. Hún fjallar um Loft Ámundason sem er ósköp venjulegur maður. Hann er fjölskyldumaður sem vinnur sem öryggisvörður í Kringlunni en einn daginn breytist lífið á dramatískan hátt. „Dag einn uppljómast hann, sér samhengi allra hluta. Hann sér hvernig mennirnir sólunda lífi sínu, þessari gjöf gjafa og hann ákveður að bjarga þeim frá þessum hræðilega örlögum, að eyða lífinu til einskins,“ segir Hákon. Hákon á Alexanderplatz í Berlín.Vísir / Úr einkasafni Ætlaði að vera vondur við lífsstílsbloggara Meðal annarra persóna í bókinni eru Bob Dylan, Jesú Kristur og lífsstílsbloggarinn Kristrún. Nú hefur mikil alda slíkra bloggara riðið yfir Ísland og því er blaðamanni spurn hvort að bloggarinn í Sauðfjárvarpinu eigi sér einhverja fyrirmynd í raunveruleikanum. Hákon segir svo ekki vera. „Þessi karakter á sér enga sérstaka fyrirmynd. Hún átti að verða minniháttar persóna og ég skrifaði hana eiginnlega inn af illgirni og smá mannfyrirlitningu. Hún refsaði mér svo með því að verða stór, taka yfir stóran part sögunnar og verða önnur aðalpersónan. Ég ætlaði sem sagt að vera vondur við hana og gera lítið úr henni en endaði svo á því að falla fyrir henni,“ segir Hákon sem fylgist ekki með bloggurum af þessu tagi. „Ég fylgist ekki neitt með lífsstílsbloggurum og veit lítið um þennan heim. Konan mín er alltaf að hvetja mig til þess að byrja með mitt eigið tískublogg. Ég hef nefnilega svo sterkar skoðanir á tísku. Til dæmis þegar ég sé fólk í görmum sem eiga að vera einhverskonar afturhvarf til níunda áratugarins, svona 80´s bull, þá langar mig alltaf til þess að tala við það, segja því að þessi mistök hafi hafi þegar verið gerð. Það sé óþarfi að endurtaka þau.“ Hákon hefur flakkað um heiminn siðan árið 2014.Vísir / Úr einkasafni Missti heilsuna og byrjaði að skrifa Saga Hákonar er um margt merkileg og má segja að skrifin hafi komið til hans eftir erfiðan kafla í hans lífi. „Ég byrjaði að skrifa í kjölfar þess að missa heilsuna. Ég hef verið í vinnu alveg síðan ég var barn og alltaf unnið mikið. Árið 2011 veiktist ég það illa andlega að ég gat ekki unnið. Við það missti ég allan tilgang, horfði bara á lífið líða hjá, án þess að geta tekið þátt. Þrátt fyrir það að allt sé jú tilgangslaust og ekkert skipti í raun neinu máli, þá þurfum við tilgang til þess að komst af. Allir þurfa að gefa eigin tilvist tilgang og gildi. Maður þarf einhvernveginn að drepa tímann, á meðan maður bíður þess að tíminn drepi mann. Ég skrifa.“ Stund á milli stríða.Vísir / Úr einkasafni Sögur liggja í lofti og bíða eftir skáldi En af hverju þetta nafn, Sauðfjárvarpið? „Það kom til mín fyrir sautján árum síðan. Ég skildi ekkert hvað þetta Sauðfjárávarp var að vilja mér, afhverju það ofsótti mig dag og nótt. Ég hélt ég væri að missa vitið. Núna veit ég aftur á móti að þetta var bara sagan að boða komu sína,“ segir Hákon. Hann er þeirrar skoðunar að sögurnar velji skáldin, ekki að skáldin velji sögurnar sem þau segja. „Ég er byrjaður á annarri bók. Um leið og ég vissi af þessari í prentsmiðju, losnaði um eitthvað í líkamanum og það kom til mín saga. Sögur liggja í loftinu, bíða eftir skáldi sem getur sagt þær inn í heiminn. Komi til manns saga er best að vera ekki mikið að þvælast fyrir henni, segja hana bara,“ segir Hákon, sem lenti einmitt í kostulegu atviki í Tékklandi þessu tengdu fyrir tveimur árum. „Ég var í rútu í Tékklandi snemma morguns fyrir tveimur árum. Einhverstaðar á landamærum svefns og vöku, streymdu allt í einu sögur og persónur inn í hausinn á mér. Þær stoppuð stutt við og hurfu mér svo aftur. Ég skildi ekki hvað var að gerast í fyrstu en svo vaknaði ég og fattaði að rútan hafði keyrt í gegnum ský af sögum. Þær komu til mín en fóru aftur um leið og þær urðu þess áskynja að ég er ekki Tékki, að ég gæti ekki sagt þær. Ég er viss um að þær eru þarna enn á sveimi og bíða eftir tékknesku skáldi.“ Sposkur á svip.Vísir / Úr einkasafni Einskinsmannsland í Serbíu Það má segja að Hákon sé mikill ævintýramaður. Hann er búsettur á Íslandi en hefur verið á miklu heimshornaflakki síðan haustið 2014. Sauðfjárvarpið skrifaði hann að mestu erlendis, í borginni Valencía á Spáni. „Ég leita að rólegum borgum og ódýrum, gisti á hostelum eða hjá vinum og kunningjum, ferðast á puttanum eða í rútum. Þetta er hægt, stilli maður kröfum um þægindi og kost í hóf. Best líður mér í Austur-Evrópu, Krakow í Pólandi og Ljubljana í Slóveníu eru í uppáhaldi,“ segir Hákon og segir blaðamanni frá dvöl sinni í Belgrad. „Ég var á hosteli í Belgrad í fimm vikur þar sem að herbergisfélagar mínir voru annarsvegar flóttamenn frá Sýrlandi og hinsvegar vel til hafðir ungir menn sem voru á leið í hina áttina, sem sagt til Sýrlands að drepa fyrir Spámanninn. Það var undurfurðulegt að upplifa þessar andstæður undir sama þaki, einhverskonar einskinsmannsland á Hosteli í Serbíu.“ Þá hefur hann líka dvalið í Þýskalandi sem höfðar ekki til hans. „Ég hef líka verið í Þýskalandi. Hamborg og Berlín eru ágætar en ég endist samt ekkert þar. Það er eitthvað að orkunni í Berlín, hún er svo tætt og full af væntingum og væmni. Ég þrífst ekki vel í svoleiðis metnaði. Hann kemur mér í verulega vont skap og ég fyllist vonleysi, örvænti fyrir hönd manneskjunnar.“ Með konu sinni, Tönju.Vísir / Úr einkasafni Jólin öðruvísi í skugga andláts móður Eins og áður segir er stíllinn í Sauðfjárvarpinu hraður og skýr og ekki verið að flækja söguna með orðaflaum. Því liggur blaðamanni forvitni á að vita hverjar fyrirmyndir Hákons eru í ritlistinni. „Ég var mjög ungur þegar ég eignaðist fyrstu Vonnegut bókina mína. Það var Sláturhús 5 og ég hef líklega verið tólf ára. Þessi bók hafði gríðarleg áhrif á mig og hvernig ég sá heiminn og skilgreindi raunveruleika. Aðeins seinna kynntist ég Bulgakov. Las Hundshjarta og Meistarann og Margaríta. Þessir tveir höfundar hafa svo einhvernveginn fylgt mér í gegnum lífið. Stundum hef ég ekki lesið þá árum saman. En svo koma þeir alltaf aftur til mín og ég kynnist þeim upp á nýtt. Mamma las Guðberg Bergsson fyrir mig og systur mína þegar við vorum krakkar. Af honum lærði ég mikilvægi þess að vera ekki leiðinlegur, að drepa ekki lesandann úr leiðindum.“ Móðir Hákons, Ragnheiður Sigurgrímsdóttir, lést fyrir stuttu sem setur sitt mark á jólin. „Jólin þetta árið verða öðruvísi. Mamma dó á árinu, þannig að þetta verða fyrstu jólin án hennar. Þetta verða líka fyrstu jólin mín erlendis í langan tíma. Ég verð hjá fjölskyldu konu minnar í Slóveníu,“ segir Hákon en kona hans er slóvensk og heitir Tanja Uršič. Hnn segist alltaf hafa verið mikið jólabarn. „Skammdegið fer illa í mig þannig að jólin hafa í gegnum tíðina verið mér lífsnauðsynleg. Sérstaklega gleðja ljósin mig. Jólin hjá mér hafa að mestu snúist um mat og samveru í gegnum árin. Ég borða alltaf skötu á Þorláksmessu og baka finnskt kaffibrauð og Sörur. Það fylgir jólunum friður og ég nýt þess að hvíla í honum, borða, lesa og sofa. Í mínum huga eru jólin fyrst og fremst friður. Á hádegi þann 23. desember verð ég mjög væminn. Þessa væmni leyfi ég mér svo fram á hádegi þann 26. desember. Alla aðra daga ársins reyni ég að lifa án væmni.“ Bókmenntir Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Stílinn er hraður og skýr. Ég reyni að nota eins lítið af orðum og ég kemst upp með. Hlaði maður endalaust orðum á söguna, sligast hún að lokum undan þeim og kremst undir. Eftir situr sundurkraminn saga, undir haugi af orðum. Svoleiðis nenni ég ekki að lesa og geri bara ráð fyrir að aðrir nenni því ekki heldur,“ segir rithöfundurinn Hákon Jens Behrens. Hákon gaf nýverið út sína fyrstu bók, Sauðfjárvarpið. Hún fjallar um Loft Ámundason sem er ósköp venjulegur maður. Hann er fjölskyldumaður sem vinnur sem öryggisvörður í Kringlunni en einn daginn breytist lífið á dramatískan hátt. „Dag einn uppljómast hann, sér samhengi allra hluta. Hann sér hvernig mennirnir sólunda lífi sínu, þessari gjöf gjafa og hann ákveður að bjarga þeim frá þessum hræðilega örlögum, að eyða lífinu til einskins,“ segir Hákon. Hákon á Alexanderplatz í Berlín.Vísir / Úr einkasafni Ætlaði að vera vondur við lífsstílsbloggara Meðal annarra persóna í bókinni eru Bob Dylan, Jesú Kristur og lífsstílsbloggarinn Kristrún. Nú hefur mikil alda slíkra bloggara riðið yfir Ísland og því er blaðamanni spurn hvort að bloggarinn í Sauðfjárvarpinu eigi sér einhverja fyrirmynd í raunveruleikanum. Hákon segir svo ekki vera. „Þessi karakter á sér enga sérstaka fyrirmynd. Hún átti að verða minniháttar persóna og ég skrifaði hana eiginnlega inn af illgirni og smá mannfyrirlitningu. Hún refsaði mér svo með því að verða stór, taka yfir stóran part sögunnar og verða önnur aðalpersónan. Ég ætlaði sem sagt að vera vondur við hana og gera lítið úr henni en endaði svo á því að falla fyrir henni,“ segir Hákon sem fylgist ekki með bloggurum af þessu tagi. „Ég fylgist ekki neitt með lífsstílsbloggurum og veit lítið um þennan heim. Konan mín er alltaf að hvetja mig til þess að byrja með mitt eigið tískublogg. Ég hef nefnilega svo sterkar skoðanir á tísku. Til dæmis þegar ég sé fólk í görmum sem eiga að vera einhverskonar afturhvarf til níunda áratugarins, svona 80´s bull, þá langar mig alltaf til þess að tala við það, segja því að þessi mistök hafi hafi þegar verið gerð. Það sé óþarfi að endurtaka þau.“ Hákon hefur flakkað um heiminn siðan árið 2014.Vísir / Úr einkasafni Missti heilsuna og byrjaði að skrifa Saga Hákonar er um margt merkileg og má segja að skrifin hafi komið til hans eftir erfiðan kafla í hans lífi. „Ég byrjaði að skrifa í kjölfar þess að missa heilsuna. Ég hef verið í vinnu alveg síðan ég var barn og alltaf unnið mikið. Árið 2011 veiktist ég það illa andlega að ég gat ekki unnið. Við það missti ég allan tilgang, horfði bara á lífið líða hjá, án þess að geta tekið þátt. Þrátt fyrir það að allt sé jú tilgangslaust og ekkert skipti í raun neinu máli, þá þurfum við tilgang til þess að komst af. Allir þurfa að gefa eigin tilvist tilgang og gildi. Maður þarf einhvernveginn að drepa tímann, á meðan maður bíður þess að tíminn drepi mann. Ég skrifa.“ Stund á milli stríða.Vísir / Úr einkasafni Sögur liggja í lofti og bíða eftir skáldi En af hverju þetta nafn, Sauðfjárvarpið? „Það kom til mín fyrir sautján árum síðan. Ég skildi ekkert hvað þetta Sauðfjárávarp var að vilja mér, afhverju það ofsótti mig dag og nótt. Ég hélt ég væri að missa vitið. Núna veit ég aftur á móti að þetta var bara sagan að boða komu sína,“ segir Hákon. Hann er þeirrar skoðunar að sögurnar velji skáldin, ekki að skáldin velji sögurnar sem þau segja. „Ég er byrjaður á annarri bók. Um leið og ég vissi af þessari í prentsmiðju, losnaði um eitthvað í líkamanum og það kom til mín saga. Sögur liggja í loftinu, bíða eftir skáldi sem getur sagt þær inn í heiminn. Komi til manns saga er best að vera ekki mikið að þvælast fyrir henni, segja hana bara,“ segir Hákon, sem lenti einmitt í kostulegu atviki í Tékklandi þessu tengdu fyrir tveimur árum. „Ég var í rútu í Tékklandi snemma morguns fyrir tveimur árum. Einhverstaðar á landamærum svefns og vöku, streymdu allt í einu sögur og persónur inn í hausinn á mér. Þær stoppuð stutt við og hurfu mér svo aftur. Ég skildi ekki hvað var að gerast í fyrstu en svo vaknaði ég og fattaði að rútan hafði keyrt í gegnum ský af sögum. Þær komu til mín en fóru aftur um leið og þær urðu þess áskynja að ég er ekki Tékki, að ég gæti ekki sagt þær. Ég er viss um að þær eru þarna enn á sveimi og bíða eftir tékknesku skáldi.“ Sposkur á svip.Vísir / Úr einkasafni Einskinsmannsland í Serbíu Það má segja að Hákon sé mikill ævintýramaður. Hann er búsettur á Íslandi en hefur verið á miklu heimshornaflakki síðan haustið 2014. Sauðfjárvarpið skrifaði hann að mestu erlendis, í borginni Valencía á Spáni. „Ég leita að rólegum borgum og ódýrum, gisti á hostelum eða hjá vinum og kunningjum, ferðast á puttanum eða í rútum. Þetta er hægt, stilli maður kröfum um þægindi og kost í hóf. Best líður mér í Austur-Evrópu, Krakow í Pólandi og Ljubljana í Slóveníu eru í uppáhaldi,“ segir Hákon og segir blaðamanni frá dvöl sinni í Belgrad. „Ég var á hosteli í Belgrad í fimm vikur þar sem að herbergisfélagar mínir voru annarsvegar flóttamenn frá Sýrlandi og hinsvegar vel til hafðir ungir menn sem voru á leið í hina áttina, sem sagt til Sýrlands að drepa fyrir Spámanninn. Það var undurfurðulegt að upplifa þessar andstæður undir sama þaki, einhverskonar einskinsmannsland á Hosteli í Serbíu.“ Þá hefur hann líka dvalið í Þýskalandi sem höfðar ekki til hans. „Ég hef líka verið í Þýskalandi. Hamborg og Berlín eru ágætar en ég endist samt ekkert þar. Það er eitthvað að orkunni í Berlín, hún er svo tætt og full af væntingum og væmni. Ég þrífst ekki vel í svoleiðis metnaði. Hann kemur mér í verulega vont skap og ég fyllist vonleysi, örvænti fyrir hönd manneskjunnar.“ Með konu sinni, Tönju.Vísir / Úr einkasafni Jólin öðruvísi í skugga andláts móður Eins og áður segir er stíllinn í Sauðfjárvarpinu hraður og skýr og ekki verið að flækja söguna með orðaflaum. Því liggur blaðamanni forvitni á að vita hverjar fyrirmyndir Hákons eru í ritlistinni. „Ég var mjög ungur þegar ég eignaðist fyrstu Vonnegut bókina mína. Það var Sláturhús 5 og ég hef líklega verið tólf ára. Þessi bók hafði gríðarleg áhrif á mig og hvernig ég sá heiminn og skilgreindi raunveruleika. Aðeins seinna kynntist ég Bulgakov. Las Hundshjarta og Meistarann og Margaríta. Þessir tveir höfundar hafa svo einhvernveginn fylgt mér í gegnum lífið. Stundum hef ég ekki lesið þá árum saman. En svo koma þeir alltaf aftur til mín og ég kynnist þeim upp á nýtt. Mamma las Guðberg Bergsson fyrir mig og systur mína þegar við vorum krakkar. Af honum lærði ég mikilvægi þess að vera ekki leiðinlegur, að drepa ekki lesandann úr leiðindum.“ Móðir Hákons, Ragnheiður Sigurgrímsdóttir, lést fyrir stuttu sem setur sitt mark á jólin. „Jólin þetta árið verða öðruvísi. Mamma dó á árinu, þannig að þetta verða fyrstu jólin án hennar. Þetta verða líka fyrstu jólin mín erlendis í langan tíma. Ég verð hjá fjölskyldu konu minnar í Slóveníu,“ segir Hákon en kona hans er slóvensk og heitir Tanja Uršič. Hnn segist alltaf hafa verið mikið jólabarn. „Skammdegið fer illa í mig þannig að jólin hafa í gegnum tíðina verið mér lífsnauðsynleg. Sérstaklega gleðja ljósin mig. Jólin hjá mér hafa að mestu snúist um mat og samveru í gegnum árin. Ég borða alltaf skötu á Þorláksmessu og baka finnskt kaffibrauð og Sörur. Það fylgir jólunum friður og ég nýt þess að hvíla í honum, borða, lesa og sofa. Í mínum huga eru jólin fyrst og fremst friður. Á hádegi þann 23. desember verð ég mjög væminn. Þessa væmni leyfi ég mér svo fram á hádegi þann 26. desember. Alla aðra daga ársins reyni ég að lifa án væmni.“
Bókmenntir Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira