Fangar á lúsarlaunum slökkva elda Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. desember 2017 07:00 Ekki fylgir sögunni hvort slökkviliðsmennirnir á þessari mynd séu fangar eður ei. Vísir/Getty Slökkviliðsmaður lést í skógareldunum sem nú geisa í Ventura og Santa Barbara-sýslum í Kaliforníuríki. Haft er eftir slökkviliðsstjóranum Ken Pimlott á vef breska ríkisútvarpsins að maðurinn hafi verið 32 ára gamall, átt eitt barn og að hann og eiginkona hans hafi átt von á öðru barni. Hinn látni hafi verið í hópi þeirra slökkviliðsmanna sem reynir nú að ráða niðurlögum eldsins Tómasar sem er einn af sex gríðarstóru eldunum sem nú leika lausum hala í ríkinu. Að sögn slökkviliðsstjórans vinna 8144 slökkviliðsmenn að því að slökkva eldinn og njóta þeir liðsinnis 30 þyrla og sex flugvéla. Fjölmargir þessara slökkviliðsmanna eru fangar sem fá greidda 2 dali, eða um 210 krónur, í laun á dag. Launagreiðslan hækkar um 100 krónur fyrir hverja klukkustund sem þeir eru að slökkva elda. Fátt virðist benda til þess að Tómas muni slokkna af sjálfsdáðum. Sterkir vindar og lítill raki gera slökkviðliðsmönnum erfitt fyrir. Tómas hefur nú farið yfir um 981 ferkílómetra landsvæði sem gerir hann að fjórða stærsta eld í sögu Kaliforníu. Það samanber samanlögðu flatarmáli stórborganna New York og Parísar. Rúmlega 900 byggingar hafa orðið eldinum að bráð, þar af um 729 heimili. Tvær íbúðablokkir hafa brunnið til grunna sem og tvö hótel og um 18 verslanir. Tengdar fréttir Þúsundum gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda í Kaliforníu Eldurinn kviknaði snemma í gærkvöldi að staðartíma í Ventura-sýslu og breiddist hratt út þar sem hann var búinn að brenna um 4000 hektara af landi á aðeins nokkrum klukkutímum. 5. desember 2017 11:35 Rétt náði að bjarga kanínu frá skógareldunum í Kaliforníu Gríðarlegir skógareldar fara nú um Kaliforníu í Bandaríkjunum og hafa meira en 200 þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín. 8. desember 2017 08:47 Óttast að sterkir vindar geri eldana í Kaliforníu enn verri Veðurspár gera ráð fyrir að bæti í vind í sunnanverðri Kaliforníu í dag og gætu eldarnir sem þar geisað því breiðst enn hraðar út. 7. desember 2017 11:27 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Slökkviliðsmaður lést í skógareldunum sem nú geisa í Ventura og Santa Barbara-sýslum í Kaliforníuríki. Haft er eftir slökkviliðsstjóranum Ken Pimlott á vef breska ríkisútvarpsins að maðurinn hafi verið 32 ára gamall, átt eitt barn og að hann og eiginkona hans hafi átt von á öðru barni. Hinn látni hafi verið í hópi þeirra slökkviliðsmanna sem reynir nú að ráða niðurlögum eldsins Tómasar sem er einn af sex gríðarstóru eldunum sem nú leika lausum hala í ríkinu. Að sögn slökkviliðsstjórans vinna 8144 slökkviliðsmenn að því að slökkva eldinn og njóta þeir liðsinnis 30 þyrla og sex flugvéla. Fjölmargir þessara slökkviliðsmanna eru fangar sem fá greidda 2 dali, eða um 210 krónur, í laun á dag. Launagreiðslan hækkar um 100 krónur fyrir hverja klukkustund sem þeir eru að slökkva elda. Fátt virðist benda til þess að Tómas muni slokkna af sjálfsdáðum. Sterkir vindar og lítill raki gera slökkviðliðsmönnum erfitt fyrir. Tómas hefur nú farið yfir um 981 ferkílómetra landsvæði sem gerir hann að fjórða stærsta eld í sögu Kaliforníu. Það samanber samanlögðu flatarmáli stórborganna New York og Parísar. Rúmlega 900 byggingar hafa orðið eldinum að bráð, þar af um 729 heimili. Tvær íbúðablokkir hafa brunnið til grunna sem og tvö hótel og um 18 verslanir.
Tengdar fréttir Þúsundum gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda í Kaliforníu Eldurinn kviknaði snemma í gærkvöldi að staðartíma í Ventura-sýslu og breiddist hratt út þar sem hann var búinn að brenna um 4000 hektara af landi á aðeins nokkrum klukkutímum. 5. desember 2017 11:35 Rétt náði að bjarga kanínu frá skógareldunum í Kaliforníu Gríðarlegir skógareldar fara nú um Kaliforníu í Bandaríkjunum og hafa meira en 200 þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín. 8. desember 2017 08:47 Óttast að sterkir vindar geri eldana í Kaliforníu enn verri Veðurspár gera ráð fyrir að bæti í vind í sunnanverðri Kaliforníu í dag og gætu eldarnir sem þar geisað því breiðst enn hraðar út. 7. desember 2017 11:27 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Þúsundum gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda í Kaliforníu Eldurinn kviknaði snemma í gærkvöldi að staðartíma í Ventura-sýslu og breiddist hratt út þar sem hann var búinn að brenna um 4000 hektara af landi á aðeins nokkrum klukkutímum. 5. desember 2017 11:35
Rétt náði að bjarga kanínu frá skógareldunum í Kaliforníu Gríðarlegir skógareldar fara nú um Kaliforníu í Bandaríkjunum og hafa meira en 200 þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín. 8. desember 2017 08:47
Óttast að sterkir vindar geri eldana í Kaliforníu enn verri Veðurspár gera ráð fyrir að bæti í vind í sunnanverðri Kaliforníu í dag og gætu eldarnir sem þar geisað því breiðst enn hraðar út. 7. desember 2017 11:27