Skærgulur litur á nýjum göllum vekur deilur í björgunarsveitum Baldur Guðmundsson skrifar 15. desember 2017 08:00 Nýi gallinn er meðal annars hannaður til að vera sem sýnilegastur í öllum aðstæðum. Mynd/Landsbjörg Sigurður Ólafur „Við megum ekki gleyma því að við erum fólkið sem fer út þegar aðrir fara inn. Það að við séum sýnileg skiptir meira máli en flest annað,“ segir Jón Ingi Sigvaldason hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Félagið hefur tekið í notkun endurbættan björgunarsveitargalla. Á meðal nýjunga er áberandi litabreyting. Efsti hluti gallans er nú gulur en rauði og blái liturinn heldur sér að öðru leyti. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu um hið nýja útlit en óánægjan varð meðal annars til þess að sérstök nefnd, svokölluð fatanefnd, var sett á fót sem fara á yfir allan einkennisfatnað og merkingamál björgunarsveitanna. „Þetta er afskaplega lýðræðislegt félag og við erum með nefndir um allt mögulegt. Stjórnin ákvað að taka tillit til þeirrar óánægju sem var í gangi,“ segir Jón Ingi við Fréttablaðið um stofnun nefndarinnar. Hönnun gallans hefur að sögn Jóns Inga verið endurbætt til að mæta kröfu félagsmanna um aukinn sýnileika. Ferlið hafi tekið um þrjú ár. „Við höfum verið að leita að smekklegum lausnum og það er komin lending. En þegar gerðar eru breytingar eru aldrei allir sáttir,“ segir hann. Að sögn Jóns Inga geta sveitarmenn áfram notað gallann sem þeir eiga. Hann minnir á að einkennisfatnað björgunarsveitanna þurfi félagsmenn sjálfir að kaupa, eins og allan annað búnað til björgunar. Í því samhengi má nefna að buxur og stakkur kosta saman um 66 þúsund krónur, þótt sveitirnar endurgreiði kostnaðinn að einhverjum hluta. Jón Ingi segir að nýi gallinn, þar sem vösum hefur verið breytt og rennilásar settir undir hendur í því skyni að auka öndun, hafi einnig verið pantaður án gula litarins. Björgunarsveitarfólki standi þannig til boða að kaupa endurbættan galla með eða án litabreytingarinnar. Nokkuð rammt hefur kveðið að mótmælum félagsmanna á samfélagsmiðlum. Ónefndur björgunarsveitarmaður komst svo að orði á Facebook-síðu Landsbjargar að engu væri líkara en að „bæjarstarfsmaður hafi ælt yfir björgunarsveitargallann“ og vísar þar til gula litarins. Jón Ingi hefur ekki farið varhluta af þessari gagnrýni en segir að um lítinn, háværan hóp sé að ræða. Reyndin sé sú að langflestir sem pantað hafi galla undanfarið hafi valið þann með gula litnum. Hann sé nánast uppseldur, þó að mikið magn hafi verið pantað. Hann fagnar því hins vegar að fólk láti í sér heyra, það sé heilbrigðismerki á lýðræðislegri umræðu innan Landsbjargar. Eðlilegt sé að skoðanir séu skiptar þegar ráðist sé í breytingar. Hann ítrekar að öryggissjónarmið hafi ráðið för þegar liturinn var valinn. „Fólk er með mismunandi þarfir í starfinu og sem betur fer er gagnrýnin umræða í okkar starfi um flesta hluti.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
„Við megum ekki gleyma því að við erum fólkið sem fer út þegar aðrir fara inn. Það að við séum sýnileg skiptir meira máli en flest annað,“ segir Jón Ingi Sigvaldason hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Félagið hefur tekið í notkun endurbættan björgunarsveitargalla. Á meðal nýjunga er áberandi litabreyting. Efsti hluti gallans er nú gulur en rauði og blái liturinn heldur sér að öðru leyti. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu um hið nýja útlit en óánægjan varð meðal annars til þess að sérstök nefnd, svokölluð fatanefnd, var sett á fót sem fara á yfir allan einkennisfatnað og merkingamál björgunarsveitanna. „Þetta er afskaplega lýðræðislegt félag og við erum með nefndir um allt mögulegt. Stjórnin ákvað að taka tillit til þeirrar óánægju sem var í gangi,“ segir Jón Ingi við Fréttablaðið um stofnun nefndarinnar. Hönnun gallans hefur að sögn Jóns Inga verið endurbætt til að mæta kröfu félagsmanna um aukinn sýnileika. Ferlið hafi tekið um þrjú ár. „Við höfum verið að leita að smekklegum lausnum og það er komin lending. En þegar gerðar eru breytingar eru aldrei allir sáttir,“ segir hann. Að sögn Jóns Inga geta sveitarmenn áfram notað gallann sem þeir eiga. Hann minnir á að einkennisfatnað björgunarsveitanna þurfi félagsmenn sjálfir að kaupa, eins og allan annað búnað til björgunar. Í því samhengi má nefna að buxur og stakkur kosta saman um 66 þúsund krónur, þótt sveitirnar endurgreiði kostnaðinn að einhverjum hluta. Jón Ingi segir að nýi gallinn, þar sem vösum hefur verið breytt og rennilásar settir undir hendur í því skyni að auka öndun, hafi einnig verið pantaður án gula litarins. Björgunarsveitarfólki standi þannig til boða að kaupa endurbættan galla með eða án litabreytingarinnar. Nokkuð rammt hefur kveðið að mótmælum félagsmanna á samfélagsmiðlum. Ónefndur björgunarsveitarmaður komst svo að orði á Facebook-síðu Landsbjargar að engu væri líkara en að „bæjarstarfsmaður hafi ælt yfir björgunarsveitargallann“ og vísar þar til gula litarins. Jón Ingi hefur ekki farið varhluta af þessari gagnrýni en segir að um lítinn, háværan hóp sé að ræða. Reyndin sé sú að langflestir sem pantað hafi galla undanfarið hafi valið þann með gula litnum. Hann sé nánast uppseldur, þó að mikið magn hafi verið pantað. Hann fagnar því hins vegar að fólk láti í sér heyra, það sé heilbrigðismerki á lýðræðislegri umræðu innan Landsbjargar. Eðlilegt sé að skoðanir séu skiptar þegar ráðist sé í breytingar. Hann ítrekar að öryggissjónarmið hafi ráðið för þegar liturinn var valinn. „Fólk er með mismunandi þarfir í starfinu og sem betur fer er gagnrýnin umræða í okkar starfi um flesta hluti.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira