Fær 800 þúsund í eingreiðslu Baldur Guðmundsson skrifar 15. desember 2017 07:00 Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. akureyrarbær Bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, fær um 800 þúsund krónur í eingreiðslu vegna afturvirkrar leiðréttingar á launum, samkvæmt upplýsingum frá Akureyrarbæ. Bæjarráð samþykkti á fundi í gær viðauka við ráðningarsamning bæjarstjórans. Í viðaukanum felst að laun bæjarstjórans taka frá júní 2016 mið af breytingum á launavísitölu, í stað þess að taka mið af almennum úrskurðum kjararáðs. Launin höfðu, að sögn forseta bæjarstjórnar, staðið óbreytt frá þeim tíma. Launin taka breytingum samkvæmt vísitölunni tvisvar á ári, í janúar og júlí. Laun Eiríks Björns voru 1.473 þúsund krónur á mánuði sumarið 2016 en hækkuðu, vegna ákvörðunar bæjarráðs í gærmorgun, í 1.501 þúsund krónur á mánuði í janúar 2017. Þau hækkuðu svo í 1.581 þúsund krónur á mánuði í júní og standa þar. Hækkunin á milli áranna 2016 og 2017 nemur 7,3 prósentustigum. Laun hans hafa hækkað um 107 þúsund krónur á mánuði á tímabilinu. Bæjarstjórinn gæti átt von á annarri launahækkun um mánaðamótin en samkvæmt vef Hagstofunnar hækkaði launavísitalan frá júní til október um 1,1 prósent. Ef vísitalan hækkar ekki meira síðustu tvo mánuði ársins nemur vænt hækkun á launum Eiríks rúmum 17 þúsund krónum. Fram kom í úttekt sem DV gerði á launum bæjarstjóra landsins í sumar að Eiríkur fengi að auki greitt fyrir notkun á eigin bifreið í þágu bæjarins. Fram kom að hann fengi ekki sérstaklega greitt fyrir setu á fundum nefnda, ráða eða bæjarstjórnar. Uppfært kl. 08:22: Upphaflega stóð í fréttinni að launin tækju breytingum skv. vísitölunni tvisvar á ári, í janúar og desember. Það er ekki rétt heldur taka launin breytingum í janúar og júlí. Þetta hefur verið leiðrétt. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, fær um 800 þúsund krónur í eingreiðslu vegna afturvirkrar leiðréttingar á launum, samkvæmt upplýsingum frá Akureyrarbæ. Bæjarráð samþykkti á fundi í gær viðauka við ráðningarsamning bæjarstjórans. Í viðaukanum felst að laun bæjarstjórans taka frá júní 2016 mið af breytingum á launavísitölu, í stað þess að taka mið af almennum úrskurðum kjararáðs. Launin höfðu, að sögn forseta bæjarstjórnar, staðið óbreytt frá þeim tíma. Launin taka breytingum samkvæmt vísitölunni tvisvar á ári, í janúar og júlí. Laun Eiríks Björns voru 1.473 þúsund krónur á mánuði sumarið 2016 en hækkuðu, vegna ákvörðunar bæjarráðs í gærmorgun, í 1.501 þúsund krónur á mánuði í janúar 2017. Þau hækkuðu svo í 1.581 þúsund krónur á mánuði í júní og standa þar. Hækkunin á milli áranna 2016 og 2017 nemur 7,3 prósentustigum. Laun hans hafa hækkað um 107 þúsund krónur á mánuði á tímabilinu. Bæjarstjórinn gæti átt von á annarri launahækkun um mánaðamótin en samkvæmt vef Hagstofunnar hækkaði launavísitalan frá júní til október um 1,1 prósent. Ef vísitalan hækkar ekki meira síðustu tvo mánuði ársins nemur vænt hækkun á launum Eiríks rúmum 17 þúsund krónum. Fram kom í úttekt sem DV gerði á launum bæjarstjóra landsins í sumar að Eiríkur fengi að auki greitt fyrir notkun á eigin bifreið í þágu bæjarins. Fram kom að hann fengi ekki sérstaklega greitt fyrir setu á fundum nefnda, ráða eða bæjarstjórnar. Uppfært kl. 08:22: Upphaflega stóð í fréttinni að launin tækju breytingum skv. vísitölunni tvisvar á ári, í janúar og desember. Það er ekki rétt heldur taka launin breytingum í janúar og júlí. Þetta hefur verið leiðrétt.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira