Sigurður Svavarsson útgefandi reynir hvergi að leyna vonbrigðum sínum í nýrri Facebookfærslu og er ómyrkur í máli:
„Biðin eftir fyrstu svikum nýrrar ríkisstjórnar varð ekki löng. Þrátt fyrir þverpólitíska samstöðu verður virðisaukaskattur af bókum ekki afnuminn strax - þrátt fyrir gefin loforð. Embættismennirnir í fjármálaráðuneytinu eru líka enn við völd - með dyggum stuðningi sjálfstæðismanna.“
Í nýjum fjárlögum segir meðal annars: „Ýmsar aðrar skattbreytingar koma til skoðunar á fyrsta starfsári nýrrar ríkisstjórnar svo sem lækkun virðisaukaskatts á íslenskt ritmál, tónlist og bækur, skattalegt umhverfi fjölmiðla og skattlagning höfundarréttargreiðslna.“