Ikea-geitin stendur enn en brennur á málverki Þórarinn Þórarinsson skrifar 14. desember 2017 07:00 "Ég fékk eiginlega bara þessa vitrun, að ég yrði að mála jólageitina í björtu báli.“ Þrándur Þórarinsson myndlistarmaður. Vísir/eyþór Glænýtt málverk Þrándar Þórarinssonar af Ikea-geitinni alelda hefur vakið athygli enda vantar ekkert upp á dramatíkina þar sem heiðnar vísanir og demónísk áhrif frá sjálfum Francisco de Goya dansa í bálinu. „Ég fékk eiginlega bara þessa vitrun, að ég yrði að mála jólageitina í björtu báli,“ segir Þrándur um verkið sem hann vann mjög hratt.„Ég vildi koma henni út fyrir jólin.“ Enda ekki eftir neinu að bíða þegar Ikea-geitin er annars vegar þar sem segja má að hefð sé komin fyrir því að kveikja í henni fyrir jól. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea, er yfir sig hrifinn af málverkinu og segist endilega vilja eignast það fyrir hönd Ikea.Sjáið geitina í listrænum logum.„Mér finnst þetta frábærlega flott og ég væri til í að eignast þessa mynd og gefa henni heiðurssess á skrifstofunni minni. Ég gleðst yfir að alvöru listamaður sýni þessu áhuga,“ segir Þórarinn. „Hún er með horn, eins og hún komi úr neðra, en annars eru ansi mikil líkindi með henni og geitinni okkar,“ segir hann, býsna glöggur á myndmál Þrándar. „Það er eitthvað díabólískt og heiðið við að kveikja í geit og ég velti fyrir mér hvernig ég gæti undirstrikað það,“ segir listamaðurinn sem sótti í smiðju Goya en horn geitarinnar minna mjög á geitur í þekktum nornamyndum þess mikla meistara. Þótt Þórarinn hrífist af málverkinu vonast hann til þess að Ikea-geitin fái að standa í friði þetta árið. „Það er þegar búið að sýna henni nokkur tilræði og nýlega voru þrír drengir stöðvaðir áður en þeim tókst að kveikja í henni. Eitthvað hefur verið talað um auglýsingagildi þess að hún brenni en það er ekki það sem við viljum.“ Þórarinn segir geitina aldrei hafa verið jafn vel vaktaða. „Við erum með mann í bíl við hliðina á henni allar nætur, umhverfis hana er rafmagnsgirðing með gaddavírum og myndavélum er beint að henni. Við kostum miklu til til þess að koma í veg fyrir þetta en ef brotaviljinn er nógu einbeittur getur það reynst erfitt,“ segir Þórarinn og nefnir sem dæmi að hann hafi heyrt hugmyndir um að nota dróna til þess að hella yfir hana bensíni og kveikja í. „Einu sinni brann hún á Þorláksmessu þannig að hún er ekki sloppin.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Fleiri fréttir Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Sjá meira
Glænýtt málverk Þrándar Þórarinssonar af Ikea-geitinni alelda hefur vakið athygli enda vantar ekkert upp á dramatíkina þar sem heiðnar vísanir og demónísk áhrif frá sjálfum Francisco de Goya dansa í bálinu. „Ég fékk eiginlega bara þessa vitrun, að ég yrði að mála jólageitina í björtu báli,“ segir Þrándur um verkið sem hann vann mjög hratt.„Ég vildi koma henni út fyrir jólin.“ Enda ekki eftir neinu að bíða þegar Ikea-geitin er annars vegar þar sem segja má að hefð sé komin fyrir því að kveikja í henni fyrir jól. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea, er yfir sig hrifinn af málverkinu og segist endilega vilja eignast það fyrir hönd Ikea.Sjáið geitina í listrænum logum.„Mér finnst þetta frábærlega flott og ég væri til í að eignast þessa mynd og gefa henni heiðurssess á skrifstofunni minni. Ég gleðst yfir að alvöru listamaður sýni þessu áhuga,“ segir Þórarinn. „Hún er með horn, eins og hún komi úr neðra, en annars eru ansi mikil líkindi með henni og geitinni okkar,“ segir hann, býsna glöggur á myndmál Þrándar. „Það er eitthvað díabólískt og heiðið við að kveikja í geit og ég velti fyrir mér hvernig ég gæti undirstrikað það,“ segir listamaðurinn sem sótti í smiðju Goya en horn geitarinnar minna mjög á geitur í þekktum nornamyndum þess mikla meistara. Þótt Þórarinn hrífist af málverkinu vonast hann til þess að Ikea-geitin fái að standa í friði þetta árið. „Það er þegar búið að sýna henni nokkur tilræði og nýlega voru þrír drengir stöðvaðir áður en þeim tókst að kveikja í henni. Eitthvað hefur verið talað um auglýsingagildi þess að hún brenni en það er ekki það sem við viljum.“ Þórarinn segir geitina aldrei hafa verið jafn vel vaktaða. „Við erum með mann í bíl við hliðina á henni allar nætur, umhverfis hana er rafmagnsgirðing með gaddavírum og myndavélum er beint að henni. Við kostum miklu til til þess að koma í veg fyrir þetta en ef brotaviljinn er nógu einbeittur getur það reynst erfitt,“ segir Þórarinn og nefnir sem dæmi að hann hafi heyrt hugmyndir um að nota dróna til þess að hella yfir hana bensíni og kveikja í. „Einu sinni brann hún á Þorláksmessu þannig að hún er ekki sloppin.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Fleiri fréttir Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Sjá meira