Enski boltinn

Sjáið það sem gerðist í göngunum eftir leik Liverpool og Everton

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi lét finna fyrir sér í leiknum.
Gylfi lét finna fyrir sér í leiknum. Vísir/Getty
Liverpool og Everton gerðu 1-1 jafntefli í Bítlaborgarslagnum á Anfield í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Það gekk mikið á í leikmannagöngunum eftir leik og nú er hægt að sjá myndband af öllu saman.

Liverpool var með mikla yfirburði stærsta hluta leiksins en tókst ekki að nýta sér hann til að skora meira en eitt mark.

Everton skoraði síðan jöfnunarmarkið úr umdeildri vítaspyrnu í seinni hálfleik sem Calvert-Lewin fiskaði og Wayne Rooney skoraði úr.

Mikilvægt stig fyrir Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Everton sem eru að reyna koma sér ofar í töflunni eftir skelfilega byrjun.

Leikmenn Liverpool og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp voru hinsvegar allt annað en sáttir eftir leikinn og nú er hægt að sjá þá ganga til búningsklefa eftir leikinn.

Hér má sjá hvað James Milner sagði við fjórða dómarann (eftir 10:09 í myndbandinu), hversu reiður Jürgen Klopp var eftir leikinn (eftir 10:24 í myndbandinu)og hvað Philippe Coutinho gerði á leið sinni til búningsklefans (eftir 9:54 í myndbandinu).

Það má sjá þetta fróðlega myndband hér fyrir neðan.



Wayne Rooney jafnar metin úr vítaspyrnunni.Vísir/Getty
Svipmyndir frá leiknum sjálfum: Liverpool - Everton 1-1



Fleiri fréttir

Sjá meira


×