Úttekt: Stóru strákarnir borða alltaf fyrst Óskar Ófeigur Jónsson og Tómas Þór Þórðarson skrifa 14. desember 2017 06:00 Sóknarmaðurinn Geoffrey Castillion fer frá Víkingi til FH. Pepsi-deildin byrjar ekki fyrr en eftir rúma fjóra mánuði en leikmannamál félaganna eru farin að skýrast. Það kostar sitt að ná til sín feitustu bitunum og það þarf því ekki að koma á óvart að risarnir í deildinni hafi verið í aðalhlutverki það sem af er. Stóru strákarnir borða fyrst en svo keppa hinir um molana. Risinn meðal risanna hefur aðsetur í Kaplakriknum. FH-ingar hafa farið mikinn á markaðnum og það er augljóst að slakasti árangur félagsins í fimmtán ár hefur hreyft við mönnum og kallað á alvöru liðsstyrk. Ólafur Kristjánsson er tekinn við af Heimi Guðjónssyni og hann fær fullhlaðið vopnabúr í endurkomu sinni í Krikann. Fréttablaðið hefur tekið saman hvaða leikmenn eru komnir og farnir hjá liðunum og í framhaldinu höfum við gefið hverju liði einkunn fyrir framgöngu þeirra. FH-ingar fá hæstu einkunn en næstir þeim koma Íslandsmeistararar Vals sem ætla ekki að sofna á verðinum þó að titillinn sé í húsi. KR-ingar hafa einnig styrkt sig en líkt og Blikar þá búa þeir að því að hjá félaginu eru að koma upp sterkir árgangar ungra leikmanna. Víkingur fékk einn feitasta bitann í Sölva Geir Ottesen en missti líka öfluga menn til FH og Vals. Menn horfa hins vegar spurnaraugum til bæði Garðabæjar og Akureyrar en Stjarnan og KA hafa verið mjög öflug á markaðnum síðustu ár. Bæði lið áttu frábæra spretti síðasta sumar og vantar kannski ekki mikið upp á til að komast enn ofar. Það hefur hins vegar ekki verið mikið að frétta þaðan sem hlýtur að breytast á næstu vikum sem um leið myndi þýða hærri einkunn. Nýliðar Fylkis og Keflavíkur hafa verið mjög rólegir og það er óvissuástand í bæði Eyjum og Grindavík sem hafa misst feita bita. Þar ættu menn að hafa áhyggjur ef ekki bætist í hópinn. FHFH-ingar hafa verið stórtækir og hér bjóða þeir Kristin Steindórsson velkominn í Krikann. Fréttablaðið/ErnirEinkunn: A+Komnir Geoffrey Castillion frá Víkingi Guðmundur Kristjánsson frá Start Hjörtur Logi Valgarðsson frá Örebro Kristinn Steindórsson frá SundsvallFarnir Emil Pálsson til Sandefjord Kassim Doumbia, Matija Dvornekovic Hafnarfjarðarliðið spilar beinskeyttari sóknarleik á markaðnum en inni á vellinum síðasta sumar. Þriðja sætið virðist hafa farið illa í menn í Krikanum og Ólafur Kristjánsson fær allt til alls til að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn. Og rúmlega það! ValurKristinn Freyr Sigurðsson samdi aftur við Val.vísir/stefánEinkunn: AKomnir Kristinn Freyr Sigurðsson frá GIF Sundsvall Ívar Örn Jónsson frá Víkingi R. Ólafur Karl Finsen frá StjörnunniFarnir Nicolas Bogild Íslandsmeistararnir endurheimtu besta leikmann Íslandsmótsins 2016 og bættu við góðum leikmanni í sóknina sem er væntanlega ólmur í að kalla fram Íslandsmeistaraformið sitt. Fengu svo öflugan liðsstyrk til að auka breiddina á vinstri vængnum. KRKristinn í KR-búningnum.vísir/eyþórEinkunn: B+Komnir Björgvin Stefánsson frá Haukum Kristinn Jónsson frá Breiðabliki Pablo Punyed frá ÍBVFarnir Michael Præst Robert Sandnes Stefán Logi Magnússon Rúnar Kristinsson þarf að sýna að hann geti gert Inkasso-framherja að spilara í efstu deild og virkja Salvadorann til að lífga aðeins upp á annars líflaust miðjuspil liðsins. Það er mikill liðsstyrkur í Kristni Jónssyni og er lítið farið sem skiptir máli. Breiðablik Jonathan Hendrickx samdi við Breiðablik.visir/eyþórEinkunn: BKomnir Jonathan Hendrickx frá LeixoesFarnir Dino Dolmagic Ernir Bjarnason í Leikni R. Kristinn Jónsson í KR Sólon Breki Leifsson í Vestra Bakvarðaskiptin eru góð en verst að þeir nota ekki sama fót til að sparka í boltann. Blikarnir hafa aðeins fengið einn en það er gæðaleikmaður sem FH saknaði mikið eftir að hann fór. Munu ekki sakna Kristins eins og hann spilaði í ár. Víkingur R.Varnarmaðurinn Sölvi Geir Ottesen er kominn til Víkings frá Kína.Einkunn: BKomnir Sölvi Geir Ottesen frá Guangzhou R&FFarnir Geoffrey Castillion í FH Ívar Örn Jónsson í Val Viktor Bjarki Arnarsson í HK Á sama tíma og Víkingar brosa sínu breiðasta yfir að hafa endurheimt einn sinn dáðasta son og leikmann sem ætti með réttu að vera einn sá besti í deildinni má ekki gleyma hvað er farið. Magnaður framherji og fastamaður í vörninni. Það þarf meira til. StjarnanÞorsteinn Már Ragnarssonvísir/eyþórEinkunn: B-Komnir Guðjón Orri Sigurjónsson frá Selfossi Þorsteinn Már Ragnarsson frá Víkingi Ó.Farnir Ágúst Leó Björnsson í ÍBV Ólafur Karl Finsen í Val Ekki mikið að gerast í Garðabæ miðað við fyrri ár. Þorsteinn Már hentar ágætlega í rokk og ról-fótbolta Stjörnunnar en verður væntanlega mikið á bekknum. Guðjón Orri er illa meiddur. Létu Ólaf Karl fara þegar kannski var að kvikna á honum. Fjölnir Almarr þarf ekki að venjast nýju litaþema þó hann flytji á milli landshlutamynd/fjölnirEinkunn: C+Komnir Almarr Ormarsson frá KA Sigurpáll Melberg Pálsson frá FramFarnir Fredrik Michaelsen Ivica Dzolan, Linus Olsson og Mees Siers Útlendingahreinsunin er hafin eins og Ólafur Páll talaði um. Hann veit að hann þarf að endurheimta hjartað í liðinu og fékk því mikinn baráttujaxl frá KA sem spilaði vel í sumar. Nú er lykilatriðið að halda ungu strákunum sem eru sumir hverjir þeir mest spennandi í deildinni. ÍBV Alfreð er kominn til Eyja.mynd/íbvEinkunn: CKomnir Alfreð Már Hjaltalín frá Víkingi Ó. Ágúst Leó Björnsson frá Stjörnunni Dagur Austmann Hilmarsson frá StjörnunniFarnir Alvaro Montejo Calleja í Þór David Atkinson til Englands Hafsteinn Briem Jónas Þór Næs Mikkel Maigaard Jakobsen Pablo Punyed í KR Þarf ekki að láta Kristján Guðmundsson vita að ÍBV hélt sæti sínu í deildinni og að það er Evrópa næsta sumar? Tveir ungir menn sem voru lánaðir í 2. deild síðasta sumar og Ólafsvíkingurinn sem sefur alltaf í Pepsi-deildinni. Fjórir byrjunarliðsmenn sem voru hluti af kjarna liðsins einnig farnir. Ekki gott. GrindavíkEinkunn: C-Komnir Jóhann Helgi Hannesson frá Þór Orri Freyr Hjaltalín frá ÞórFarnir Andri Rúnar Bjarnason í Helsingborg Einn mesti missir liðs í vetur og undanfarin ár í Pepsi-deildinni. Óli Stefán getur sannað að hann lærði fótboltafræðin í Hogwarts geri hann Jóhann Helga að öðrum eins markaskorara. Öfugur ferill Orra Freys gæti orðið skemmtileg saga en lítið meira en það. Fylkir Einkunn: DKomnir Stefán Ari Björnsson frá Gróttu Ragnar Bragi Sveinsson frá VíkingiFarnir (enginn) Árbæingar virðast enn sem komið er veðja á strákana sína sem féllu en komust beint upp aftur. Fylkir hefur oft verið lúmskt öflugt á markaðnum en lítið gerist núna. Er nánast sama lið og féll fyrir ári nógu gott fyrir Pepsi 2018? KA Einkunn: DKomnir Sæþór Olgeirsson frá VölsungiFarnir Almarr Ormarsson í Fjölni Bjarki Þór Viðarsson í Þór Davíð Rúnar Bjarnason í Magna Það er ekki alltaf sem lið gerir betur, og þá töluvert betur, í leikmannalugga fyrir Inkasso-tímabil en í Pepsi. Flestir bjuggust við meiru af Akureyringum núna en þeir hafa verið ansi rólegir. Horfðu vitaskuld til Húsavíkur og horfa enn. Keflavík Einkunn: FKomnir (enginn)Farnir Jónas Guðni Sævarsson hættur Guðjóni Árni Antoníusson hættur Jóhann Birnir Guðmundsson hættur Guðlaugur Baldursson er með spennandi lið í höndunum; blöndu af ungum heimamönnum, nokkrum eldri og öflugum erlendum leikmönnum. Það dugði vel í Inkasso-deildinni en efsta deild er allt annað skrímsli. Heil kynslóð, hokin af reynslu, horfin á einu bretti. Nú þurfa menn að vakna. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Pepsi-deildin byrjar ekki fyrr en eftir rúma fjóra mánuði en leikmannamál félaganna eru farin að skýrast. Það kostar sitt að ná til sín feitustu bitunum og það þarf því ekki að koma á óvart að risarnir í deildinni hafi verið í aðalhlutverki það sem af er. Stóru strákarnir borða fyrst en svo keppa hinir um molana. Risinn meðal risanna hefur aðsetur í Kaplakriknum. FH-ingar hafa farið mikinn á markaðnum og það er augljóst að slakasti árangur félagsins í fimmtán ár hefur hreyft við mönnum og kallað á alvöru liðsstyrk. Ólafur Kristjánsson er tekinn við af Heimi Guðjónssyni og hann fær fullhlaðið vopnabúr í endurkomu sinni í Krikann. Fréttablaðið hefur tekið saman hvaða leikmenn eru komnir og farnir hjá liðunum og í framhaldinu höfum við gefið hverju liði einkunn fyrir framgöngu þeirra. FH-ingar fá hæstu einkunn en næstir þeim koma Íslandsmeistararar Vals sem ætla ekki að sofna á verðinum þó að titillinn sé í húsi. KR-ingar hafa einnig styrkt sig en líkt og Blikar þá búa þeir að því að hjá félaginu eru að koma upp sterkir árgangar ungra leikmanna. Víkingur fékk einn feitasta bitann í Sölva Geir Ottesen en missti líka öfluga menn til FH og Vals. Menn horfa hins vegar spurnaraugum til bæði Garðabæjar og Akureyrar en Stjarnan og KA hafa verið mjög öflug á markaðnum síðustu ár. Bæði lið áttu frábæra spretti síðasta sumar og vantar kannski ekki mikið upp á til að komast enn ofar. Það hefur hins vegar ekki verið mikið að frétta þaðan sem hlýtur að breytast á næstu vikum sem um leið myndi þýða hærri einkunn. Nýliðar Fylkis og Keflavíkur hafa verið mjög rólegir og það er óvissuástand í bæði Eyjum og Grindavík sem hafa misst feita bita. Þar ættu menn að hafa áhyggjur ef ekki bætist í hópinn. FHFH-ingar hafa verið stórtækir og hér bjóða þeir Kristin Steindórsson velkominn í Krikann. Fréttablaðið/ErnirEinkunn: A+Komnir Geoffrey Castillion frá Víkingi Guðmundur Kristjánsson frá Start Hjörtur Logi Valgarðsson frá Örebro Kristinn Steindórsson frá SundsvallFarnir Emil Pálsson til Sandefjord Kassim Doumbia, Matija Dvornekovic Hafnarfjarðarliðið spilar beinskeyttari sóknarleik á markaðnum en inni á vellinum síðasta sumar. Þriðja sætið virðist hafa farið illa í menn í Krikanum og Ólafur Kristjánsson fær allt til alls til að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn. Og rúmlega það! ValurKristinn Freyr Sigurðsson samdi aftur við Val.vísir/stefánEinkunn: AKomnir Kristinn Freyr Sigurðsson frá GIF Sundsvall Ívar Örn Jónsson frá Víkingi R. Ólafur Karl Finsen frá StjörnunniFarnir Nicolas Bogild Íslandsmeistararnir endurheimtu besta leikmann Íslandsmótsins 2016 og bættu við góðum leikmanni í sóknina sem er væntanlega ólmur í að kalla fram Íslandsmeistaraformið sitt. Fengu svo öflugan liðsstyrk til að auka breiddina á vinstri vængnum. KRKristinn í KR-búningnum.vísir/eyþórEinkunn: B+Komnir Björgvin Stefánsson frá Haukum Kristinn Jónsson frá Breiðabliki Pablo Punyed frá ÍBVFarnir Michael Præst Robert Sandnes Stefán Logi Magnússon Rúnar Kristinsson þarf að sýna að hann geti gert Inkasso-framherja að spilara í efstu deild og virkja Salvadorann til að lífga aðeins upp á annars líflaust miðjuspil liðsins. Það er mikill liðsstyrkur í Kristni Jónssyni og er lítið farið sem skiptir máli. Breiðablik Jonathan Hendrickx samdi við Breiðablik.visir/eyþórEinkunn: BKomnir Jonathan Hendrickx frá LeixoesFarnir Dino Dolmagic Ernir Bjarnason í Leikni R. Kristinn Jónsson í KR Sólon Breki Leifsson í Vestra Bakvarðaskiptin eru góð en verst að þeir nota ekki sama fót til að sparka í boltann. Blikarnir hafa aðeins fengið einn en það er gæðaleikmaður sem FH saknaði mikið eftir að hann fór. Munu ekki sakna Kristins eins og hann spilaði í ár. Víkingur R.Varnarmaðurinn Sölvi Geir Ottesen er kominn til Víkings frá Kína.Einkunn: BKomnir Sölvi Geir Ottesen frá Guangzhou R&FFarnir Geoffrey Castillion í FH Ívar Örn Jónsson í Val Viktor Bjarki Arnarsson í HK Á sama tíma og Víkingar brosa sínu breiðasta yfir að hafa endurheimt einn sinn dáðasta son og leikmann sem ætti með réttu að vera einn sá besti í deildinni má ekki gleyma hvað er farið. Magnaður framherji og fastamaður í vörninni. Það þarf meira til. StjarnanÞorsteinn Már Ragnarssonvísir/eyþórEinkunn: B-Komnir Guðjón Orri Sigurjónsson frá Selfossi Þorsteinn Már Ragnarsson frá Víkingi Ó.Farnir Ágúst Leó Björnsson í ÍBV Ólafur Karl Finsen í Val Ekki mikið að gerast í Garðabæ miðað við fyrri ár. Þorsteinn Már hentar ágætlega í rokk og ról-fótbolta Stjörnunnar en verður væntanlega mikið á bekknum. Guðjón Orri er illa meiddur. Létu Ólaf Karl fara þegar kannski var að kvikna á honum. Fjölnir Almarr þarf ekki að venjast nýju litaþema þó hann flytji á milli landshlutamynd/fjölnirEinkunn: C+Komnir Almarr Ormarsson frá KA Sigurpáll Melberg Pálsson frá FramFarnir Fredrik Michaelsen Ivica Dzolan, Linus Olsson og Mees Siers Útlendingahreinsunin er hafin eins og Ólafur Páll talaði um. Hann veit að hann þarf að endurheimta hjartað í liðinu og fékk því mikinn baráttujaxl frá KA sem spilaði vel í sumar. Nú er lykilatriðið að halda ungu strákunum sem eru sumir hverjir þeir mest spennandi í deildinni. ÍBV Alfreð er kominn til Eyja.mynd/íbvEinkunn: CKomnir Alfreð Már Hjaltalín frá Víkingi Ó. Ágúst Leó Björnsson frá Stjörnunni Dagur Austmann Hilmarsson frá StjörnunniFarnir Alvaro Montejo Calleja í Þór David Atkinson til Englands Hafsteinn Briem Jónas Þór Næs Mikkel Maigaard Jakobsen Pablo Punyed í KR Þarf ekki að láta Kristján Guðmundsson vita að ÍBV hélt sæti sínu í deildinni og að það er Evrópa næsta sumar? Tveir ungir menn sem voru lánaðir í 2. deild síðasta sumar og Ólafsvíkingurinn sem sefur alltaf í Pepsi-deildinni. Fjórir byrjunarliðsmenn sem voru hluti af kjarna liðsins einnig farnir. Ekki gott. GrindavíkEinkunn: C-Komnir Jóhann Helgi Hannesson frá Þór Orri Freyr Hjaltalín frá ÞórFarnir Andri Rúnar Bjarnason í Helsingborg Einn mesti missir liðs í vetur og undanfarin ár í Pepsi-deildinni. Óli Stefán getur sannað að hann lærði fótboltafræðin í Hogwarts geri hann Jóhann Helga að öðrum eins markaskorara. Öfugur ferill Orra Freys gæti orðið skemmtileg saga en lítið meira en það. Fylkir Einkunn: DKomnir Stefán Ari Björnsson frá Gróttu Ragnar Bragi Sveinsson frá VíkingiFarnir (enginn) Árbæingar virðast enn sem komið er veðja á strákana sína sem féllu en komust beint upp aftur. Fylkir hefur oft verið lúmskt öflugt á markaðnum en lítið gerist núna. Er nánast sama lið og féll fyrir ári nógu gott fyrir Pepsi 2018? KA Einkunn: DKomnir Sæþór Olgeirsson frá VölsungiFarnir Almarr Ormarsson í Fjölni Bjarki Þór Viðarsson í Þór Davíð Rúnar Bjarnason í Magna Það er ekki alltaf sem lið gerir betur, og þá töluvert betur, í leikmannalugga fyrir Inkasso-tímabil en í Pepsi. Flestir bjuggust við meiru af Akureyringum núna en þeir hafa verið ansi rólegir. Horfðu vitaskuld til Húsavíkur og horfa enn. Keflavík Einkunn: FKomnir (enginn)Farnir Jónas Guðni Sævarsson hættur Guðjóni Árni Antoníusson hættur Jóhann Birnir Guðmundsson hættur Guðlaugur Baldursson er með spennandi lið í höndunum; blöndu af ungum heimamönnum, nokkrum eldri og öflugum erlendum leikmönnum. Það dugði vel í Inkasso-deildinni en efsta deild er allt annað skrímsli. Heil kynslóð, hokin af reynslu, horfin á einu bretti. Nú þurfa menn að vakna.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira