Nýjasta mynd Clint Eastwood skartar alvöru hetjum í aðalhlutverki Birgir Olgeirsson skrifar 13. desember 2017 15:43 Myndin segir frá því þegar þrír Bandaríkjamenn komu í veg fyrir hryðjuverkaárás í lest. Stikla hefur litið dagsins ljós úr nýjustu kvikmynd Óskarsverðlaunahafans Clint Eastwood sem frumsýnd verður í febrúar á næsta ári. Myndin segir frá þegar þrír Bandaríkjamenn komu í veg fyrir hryðjuverkaárás í lest í Frakklandi í ágúst árið 2015. Eastwood fór heldur óvenjulega leið við að færa þessa sögu yfir á hvíta tjaldið því hann ákvað að fá hetjurnar sjálfar sem komu í veg fyrir árásina til að leika sjálfa sig í þessari sannsögulegu mynd. Mennirnir eru Anthony Sadler, Alek Skarlatos sem var í þjóðvarðliði Bandaríkjanna og Spencer Stone sem var í flugher Bandaríkjanna. Myndin segir frá lífshlaupi þeirra áður en að árásinni sjálfri kemur. 21. ágúst árið 2015 fór meðlimur hryðjuverkasamtakanna ISIS um borð í lestina, sem var á leið Brussel í Belgíu til Parísar í Frakklandi. Sá var sagður með skotfæri til að myrða rúmlega 500 manns. Hann ruddist út af salerni lestarinnar tilbúinn að myrða farþega þegar Bandaríkjamennirnir þrír létu til skara skríða og afvopnuðu hann. Myndin ber heitið The 15:17 To Paris og verður sem fyrr segir frumsýnd í febrúar næstkomandi. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Stikla hefur litið dagsins ljós úr nýjustu kvikmynd Óskarsverðlaunahafans Clint Eastwood sem frumsýnd verður í febrúar á næsta ári. Myndin segir frá þegar þrír Bandaríkjamenn komu í veg fyrir hryðjuverkaárás í lest í Frakklandi í ágúst árið 2015. Eastwood fór heldur óvenjulega leið við að færa þessa sögu yfir á hvíta tjaldið því hann ákvað að fá hetjurnar sjálfar sem komu í veg fyrir árásina til að leika sjálfa sig í þessari sannsögulegu mynd. Mennirnir eru Anthony Sadler, Alek Skarlatos sem var í þjóðvarðliði Bandaríkjanna og Spencer Stone sem var í flugher Bandaríkjanna. Myndin segir frá lífshlaupi þeirra áður en að árásinni sjálfri kemur. 21. ágúst árið 2015 fór meðlimur hryðjuverkasamtakanna ISIS um borð í lestina, sem var á leið Brussel í Belgíu til Parísar í Frakklandi. Sá var sagður með skotfæri til að myrða rúmlega 500 manns. Hann ruddist út af salerni lestarinnar tilbúinn að myrða farþega þegar Bandaríkjamennirnir þrír létu til skara skríða og afvopnuðu hann. Myndin ber heitið The 15:17 To Paris og verður sem fyrr segir frumsýnd í febrúar næstkomandi.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein