Í kapphlaupi við tímann Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2017 07:00 Í loftslagsmálum er mannkynið í kapphlaupi við tímann. Sú keppni er í orðsins fyllstu merkingu upp á líf eða dauða hvort sem við viljum horfast í augu við þá staðreynd eða ekki. Margir þeirra sem best þekkja til eru þeirrar skoðunar að taki þjóðir heims sig ekki saman um að spyrna tafarlaust við fótum geti leikurinn endanlega tapast strax um miðja þessa öld. Þetta kom meðal annars fram í máli Emmanuels Macron Frakklandsforseta í vikunni, á ráðstefnu í París um loftslagsmál. Tíminn sem við höfum til stefnu er þess eðlis að einungis við sem komin erum á fullorðinsaldur getum gripið til nauðsynlegra aðgerða. Þegar börnin okkar eru vaxin úr grasi er það hugsanlega of seint. Stundum er sagt að margar hendur vinni létt verk og það á vissulega við í þessu tilfelli – ennþá. Örfáir í hópi mestu umhverfissóðanna hafa reyndar lýst því yfir að þeir ætli ekki að vera með heldur halda áfram uppteknum hætti. Það þýðir að hinar þjóðirnar þurfa að leggja ennþá meira af mörkum.Losun gróðurhúsalofttegunda aukist á Íslandi Íslendingar eru í þeim hópi sem hvað minnst hefur gert til þess að snúa blaðinu við á undanförnum árum. Frá árinu 1990 til 2010 jókst losun okkar á gróðurhúsalofttegundum verulega á meðan flest hinna iðnvæddu og menntuðu ríkja drógu úr mengun sinni. Og við erum enn að fresta því að taka á vandanum enda þótt við lofum öllu fögru. Staðreyndin er smánarblettur sem við verðum að hreinsa af okkur. Ekki einungis til þess standa við skuldbindingar okkar í Parísarsáttmálanum og forða okkur frá u.þ.b. 230 milljarða króna sekt vegna vanefnda eftir 13 ár heldur beinlínis til þess að halda lífi. Og við eigum stórkostlegt tækifæri til þess að snúa vörn í sókn án þess að finna endilega mikið fyrir því. Langtum stærra tækifæri en flestar ef ekki allar þjóðir heims. Leynivopnið okkar, kannski dýrmætasta auðlindin okkar í framlagi til loftslagsbaráttunnar, eru opnir skurðir sem auðvelt er að fylla eða stífla. Um 85% allra framræsluskurða sem á sínum tíma voru grafnir með fjárstuðningi ríkisins eru með öllu gagnslausir til jarðræktar eða beitar. Þeir skaða hins vegar lífríki náttúrunnar með margvíslegum hætti og stuðla að gífurlegri losun koltvísýrings út í andrúmsloftið.Lokum skurðunum Samanlögð lengd gamalla „landbúnaðarskurða“ á Íslandi er um 33 þúsund kílómetrar. Það samsvarar vegalengdinni frá Íslandi til Sydney í Ástralíu?… og aftur til baka. Þegar við bætast ríflega 60 þúsund kílómetrar af plógræsum, sem að mestu voru rist í jörðu á síðustu áratugum síðustu aldar, nær heildarlengd votlendisræsa á Íslandi meira en tvo hringi umhverfis jörðina. Samanlögð losun bílaflotans, fiskiskipaflotans og innanlandsflugsins er einungis brot af þeirri losun sem á sér stað í framræstu mýrlendi sem hægt er að endurheimta án þess að spilla túnum eða beitarlandi. Gróðursetning trjáa til þess að minnka kolefnisfótspor okkar er mikilvæg. Henni eigum við að halda áfram. Áhrifin koma hins vegar fram á löngum tíma og duga skammt í því tímahraki sem framundan er. Endurheimt votlendis er andhverfan. Hver skurður sem lokast myndar á örskammri stundu vætu á nýjan leik og stöðvar þannig rotnun í þurrum jarðvegi gamalla mýra nánast á einni nóttu. Lokun skurða er sambærileg við nauðhemlun bifreiðar og það er álíka auðvelt að mæla strax árangur uppfyllingarinnar eins og hemlunarvegalengd bílsins. Um þessar mundir er sem betur fer að fæðast stór hópur vísindamanna og annarra sérfræðinga, fyrirtækja, stofnana og áhugasamra vakandi einstaklinga sem hyggur á stofnun samtaka um endurheimt votlendis. Markmiðið er að vekja landsmenn af værum blundi. Vonandi munu landeigendur leggja sitt af mörkum. Fjöregg okkar í loftslagsmálum er í þeirra höndum. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Í loftslagsmálum er mannkynið í kapphlaupi við tímann. Sú keppni er í orðsins fyllstu merkingu upp á líf eða dauða hvort sem við viljum horfast í augu við þá staðreynd eða ekki. Margir þeirra sem best þekkja til eru þeirrar skoðunar að taki þjóðir heims sig ekki saman um að spyrna tafarlaust við fótum geti leikurinn endanlega tapast strax um miðja þessa öld. Þetta kom meðal annars fram í máli Emmanuels Macron Frakklandsforseta í vikunni, á ráðstefnu í París um loftslagsmál. Tíminn sem við höfum til stefnu er þess eðlis að einungis við sem komin erum á fullorðinsaldur getum gripið til nauðsynlegra aðgerða. Þegar börnin okkar eru vaxin úr grasi er það hugsanlega of seint. Stundum er sagt að margar hendur vinni létt verk og það á vissulega við í þessu tilfelli – ennþá. Örfáir í hópi mestu umhverfissóðanna hafa reyndar lýst því yfir að þeir ætli ekki að vera með heldur halda áfram uppteknum hætti. Það þýðir að hinar þjóðirnar þurfa að leggja ennþá meira af mörkum.Losun gróðurhúsalofttegunda aukist á Íslandi Íslendingar eru í þeim hópi sem hvað minnst hefur gert til þess að snúa blaðinu við á undanförnum árum. Frá árinu 1990 til 2010 jókst losun okkar á gróðurhúsalofttegundum verulega á meðan flest hinna iðnvæddu og menntuðu ríkja drógu úr mengun sinni. Og við erum enn að fresta því að taka á vandanum enda þótt við lofum öllu fögru. Staðreyndin er smánarblettur sem við verðum að hreinsa af okkur. Ekki einungis til þess standa við skuldbindingar okkar í Parísarsáttmálanum og forða okkur frá u.þ.b. 230 milljarða króna sekt vegna vanefnda eftir 13 ár heldur beinlínis til þess að halda lífi. Og við eigum stórkostlegt tækifæri til þess að snúa vörn í sókn án þess að finna endilega mikið fyrir því. Langtum stærra tækifæri en flestar ef ekki allar þjóðir heims. Leynivopnið okkar, kannski dýrmætasta auðlindin okkar í framlagi til loftslagsbaráttunnar, eru opnir skurðir sem auðvelt er að fylla eða stífla. Um 85% allra framræsluskurða sem á sínum tíma voru grafnir með fjárstuðningi ríkisins eru með öllu gagnslausir til jarðræktar eða beitar. Þeir skaða hins vegar lífríki náttúrunnar með margvíslegum hætti og stuðla að gífurlegri losun koltvísýrings út í andrúmsloftið.Lokum skurðunum Samanlögð lengd gamalla „landbúnaðarskurða“ á Íslandi er um 33 þúsund kílómetrar. Það samsvarar vegalengdinni frá Íslandi til Sydney í Ástralíu?… og aftur til baka. Þegar við bætast ríflega 60 þúsund kílómetrar af plógræsum, sem að mestu voru rist í jörðu á síðustu áratugum síðustu aldar, nær heildarlengd votlendisræsa á Íslandi meira en tvo hringi umhverfis jörðina. Samanlögð losun bílaflotans, fiskiskipaflotans og innanlandsflugsins er einungis brot af þeirri losun sem á sér stað í framræstu mýrlendi sem hægt er að endurheimta án þess að spilla túnum eða beitarlandi. Gróðursetning trjáa til þess að minnka kolefnisfótspor okkar er mikilvæg. Henni eigum við að halda áfram. Áhrifin koma hins vegar fram á löngum tíma og duga skammt í því tímahraki sem framundan er. Endurheimt votlendis er andhverfan. Hver skurður sem lokast myndar á örskammri stundu vætu á nýjan leik og stöðvar þannig rotnun í þurrum jarðvegi gamalla mýra nánast á einni nóttu. Lokun skurða er sambærileg við nauðhemlun bifreiðar og það er álíka auðvelt að mæla strax árangur uppfyllingarinnar eins og hemlunarvegalengd bílsins. Um þessar mundir er sem betur fer að fæðast stór hópur vísindamanna og annarra sérfræðinga, fyrirtækja, stofnana og áhugasamra vakandi einstaklinga sem hyggur á stofnun samtaka um endurheimt votlendis. Markmiðið er að vekja landsmenn af værum blundi. Vonandi munu landeigendur leggja sitt af mörkum. Fjöregg okkar í loftslagsmálum er í þeirra höndum. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar