„Komið að því að stökkva út í djúpu laugina“ Ritstjórn skrifar 13. desember 2017 11:15 Myndir: Saga Sig Það er alltaf gaman þegar nýjungar bætast í íslensku hönnunarflóruna en hún Halldóra Sif Guðlaugsdóttir er hönnuðurinn á bak við fylgihlutamerkið Sif Benedicta. Um er að ræða línu með handgerðum töskum sem eru framleiddar á Ítalíu þar sem smáatriðin skipta máli. Halldóra Sif er 30 ára gömul og hóf hönnunarnám í Danmörku eftir menntaskóla þar sem hún lærði til kvenklæðskera. Fljótlega uppgötvaði hún þó að hana langaði að leggja hönnun og sköpun fyrir sig og sótti því um í fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur komið víða við á ferli sínum en tekur nú í fyrsta sinn stökkið í djúpu laugina með því að frumsýna nýja fylgihlutalínu sína. „ Ég var aðstoðarhönnuður hjá Hildi Yeoman eftir útskrift frá LHÍ, þar sem ég hjálpaði henni að gera fatalínuna Transendence. Mig langaði að prufa að vinna erlendis hjá einhverjum af mínum uppáhaldshönnuðum til þess að fá reynslu. Ég sótti um á nokkrum stöðum og fékk að lokum vinnu sem lærlingur í WRTW-deildinni hjá tískuhúsi Alexander McQueen í London. Þar tók ég meðal annars þátt í hönnunarferlinu á vor- og sumarlínunni 2017,” segir Halldóra Sif og bætir við að þetta hafi verið ómetanleg reynsla þar sem hún kynntist tískuheiminum betur og mörgu hæfileikaríku fólki. En segðu okkur frá fylgihlutalínunni þinni, Sif Benedicta „Sif Benedicta er fylgihlutamerki sem sérhæfir sig í hágæða töskum og fylgihlutum. Merkið er íslenskt en vörurnar eru framleiddar á Ítalíu. Fyrsta línan heitir Benedicta’s Room og er innblásin af 20’s art deco og art nouveau formum, í bland við 60’s popplist. Það sem einkennir merkið er óvænt litasamsetning og form, þar sem smáatriðin verða aðalatriðið. Við erum í samstarfi við handverksmenn á Ítalíu sem búa til hágæða vöru, byggt á okkar hugsjónum, hönnun og hugmyndum. Verksmiðjan sjálf er í Flórens og hefur framleitt fyrir helstu tískuhús heims eins og Gucci, YSL, Jimmi Choo og Prada ,“ segir Halldóra en hún segist hafa dottið í lukkupottinn er hún mætti fyrst til Ítalíu í þeim tilgangi að hitta framleiðendur. Lestu viðtalið við Halldóru í heild sinni í nýjasta tölublaði Glamour. Sif Benedicta heldur sýningaropnun á sinni fyrstu línu í Iðnó í kvöld, miðvikudaginn 13. desember frá kl. 19:00 - 21:00. Um að gera að grípa sér drykk og skoða sig um í Benedicta’s Room, og sjá þessar fallegu töskur. Halldóra Sif GuðlaugsdóttirLjósmyndari: Saga Sig, Fyrirsætur: Telma Torfadóttir og Matthildur Lind, Stílistering: Brynja Skjaldardóttir, Förðun: Natalie Hamzehpour og Perla, Hár: Eva Lind Mest lesið Natalie Portman eignaðist stúlku Glamour Balmain og HM í samstarf Glamour Dóttir Michael Jackson er forsíðufyrirsæta Harper's Bazaar Glamour Þegar Rihanna stal senunni í risavöxnum gulum kjól Glamour Paris Hilton hannar hárvörur fyrir þýska lágvöruverslun Glamour Lærðu að farða þig eins og Karlie Kloss Glamour Forsetafrúin Kim Kardashian West á forsíðu Interview Magazine Glamour 66°Norður á lista með Stellu McCartney og Arket Glamour Sterk skilaboð af tískupallinum Glamour Svarthvítar hetjur Dior Glamour
Það er alltaf gaman þegar nýjungar bætast í íslensku hönnunarflóruna en hún Halldóra Sif Guðlaugsdóttir er hönnuðurinn á bak við fylgihlutamerkið Sif Benedicta. Um er að ræða línu með handgerðum töskum sem eru framleiddar á Ítalíu þar sem smáatriðin skipta máli. Halldóra Sif er 30 ára gömul og hóf hönnunarnám í Danmörku eftir menntaskóla þar sem hún lærði til kvenklæðskera. Fljótlega uppgötvaði hún þó að hana langaði að leggja hönnun og sköpun fyrir sig og sótti því um í fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur komið víða við á ferli sínum en tekur nú í fyrsta sinn stökkið í djúpu laugina með því að frumsýna nýja fylgihlutalínu sína. „ Ég var aðstoðarhönnuður hjá Hildi Yeoman eftir útskrift frá LHÍ, þar sem ég hjálpaði henni að gera fatalínuna Transendence. Mig langaði að prufa að vinna erlendis hjá einhverjum af mínum uppáhaldshönnuðum til þess að fá reynslu. Ég sótti um á nokkrum stöðum og fékk að lokum vinnu sem lærlingur í WRTW-deildinni hjá tískuhúsi Alexander McQueen í London. Þar tók ég meðal annars þátt í hönnunarferlinu á vor- og sumarlínunni 2017,” segir Halldóra Sif og bætir við að þetta hafi verið ómetanleg reynsla þar sem hún kynntist tískuheiminum betur og mörgu hæfileikaríku fólki. En segðu okkur frá fylgihlutalínunni þinni, Sif Benedicta „Sif Benedicta er fylgihlutamerki sem sérhæfir sig í hágæða töskum og fylgihlutum. Merkið er íslenskt en vörurnar eru framleiddar á Ítalíu. Fyrsta línan heitir Benedicta’s Room og er innblásin af 20’s art deco og art nouveau formum, í bland við 60’s popplist. Það sem einkennir merkið er óvænt litasamsetning og form, þar sem smáatriðin verða aðalatriðið. Við erum í samstarfi við handverksmenn á Ítalíu sem búa til hágæða vöru, byggt á okkar hugsjónum, hönnun og hugmyndum. Verksmiðjan sjálf er í Flórens og hefur framleitt fyrir helstu tískuhús heims eins og Gucci, YSL, Jimmi Choo og Prada ,“ segir Halldóra en hún segist hafa dottið í lukkupottinn er hún mætti fyrst til Ítalíu í þeim tilgangi að hitta framleiðendur. Lestu viðtalið við Halldóru í heild sinni í nýjasta tölublaði Glamour. Sif Benedicta heldur sýningaropnun á sinni fyrstu línu í Iðnó í kvöld, miðvikudaginn 13. desember frá kl. 19:00 - 21:00. Um að gera að grípa sér drykk og skoða sig um í Benedicta’s Room, og sjá þessar fallegu töskur. Halldóra Sif GuðlaugsdóttirLjósmyndari: Saga Sig, Fyrirsætur: Telma Torfadóttir og Matthildur Lind, Stílistering: Brynja Skjaldardóttir, Förðun: Natalie Hamzehpour og Perla, Hár: Eva Lind
Mest lesið Natalie Portman eignaðist stúlku Glamour Balmain og HM í samstarf Glamour Dóttir Michael Jackson er forsíðufyrirsæta Harper's Bazaar Glamour Þegar Rihanna stal senunni í risavöxnum gulum kjól Glamour Paris Hilton hannar hárvörur fyrir þýska lágvöruverslun Glamour Lærðu að farða þig eins og Karlie Kloss Glamour Forsetafrúin Kim Kardashian West á forsíðu Interview Magazine Glamour 66°Norður á lista með Stellu McCartney og Arket Glamour Sterk skilaboð af tískupallinum Glamour Svarthvítar hetjur Dior Glamour