Eygló Ósk synti á 1:00.22 mín. og endaði í sjöunda sæti í sínum riðli og í 29. sæti í undanrásunum.
Sextán efstu sundkonurnar tryggðu sér sæti í undanúrslitunum og var Eygló því langt frá því. Síðasta sem fór áfram synti á 59,05 sekúndum.
Íslandsmet hennar frá 2015 er 57,42 sekúndur en það hefði dugað í þriðja sætið í undanrásunum.