Þú og ég töpum á brottkasti Álfheiður Eymarsdóttir og Gunnar Ingiberg Guðmundsson skrifar 13. desember 2017 07:00 Brottkast og endurvigtun eru alvarlegt en nokkuð dulið vandamál. Þetta eru umhverfismál en þau bitna líka fjárhagslega bæði á sjómönnum og þjóðinni allri. Minni afli á land og í bókhaldið gefur af sér minna aflaverðmæti. Sjómenn fá þá minna í sinn hlut og þjóðin verður af skatttekjum. Umfjöllun Kveiks um brottkast, endurvigtun og annan subbuskap við fiskveiðar í nóvember vakti mikla athygli. Sérfræðingar hafa bent á leiðir til að sporna við þessum vanda, m.a. úrbætur á lögum og reglum, aukið eftirlit og hert viðurlög. Bent hefur verið á að kvótakerfið sé með innbyggða hvata til brottkasts sem þarf að fjarlægja með lagabreytingum. Hugmyndir um hvata til þess að koma með allan fisk að landi eru áhugaverðar og þarf að skoða betur. Aukið eftirlit getur falið í sér tíðari heimsóknir eftirlitsaðila um borð en einnig sjálfvirkar myndavélar um borð í öllum bátum og skipum. Þá hafa eftirlitsaðilar bent á að erfið sönnunarbyrði og bitlaus viðurlög við brotum geri það að verkum að brottkast sé meira en ella. Leyfi til endurvigtunar á eigin afla er dæmi um kerfisgalla sem er auðvelt að lagfæra. Það er óþarfi að sanna svindl af þessu tagi. Það nægir að möguleiki á svindli er til staðar, innbyggður í kerfið. Flestir hljóta að sjá gallana sem fylgja því að leyfa eiganda aflans að endurvigta hann. Þetta er skýr kerfisgalli sem hægt er að koma í veg fyrir með einfaldri lagabreytingu þess efnis að afnema alla endurvigtun og setja þess í stað fasta ísprósentu á allar aflategundir. Það eru kostir og gallar við þessar lausnir en við Píratar erum sammála um að óbreytt ástand er óásættanlegt. Píratar njóta nú liðsinnis Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu til þess að ræða lausnir á vandanum. Það er brýnt að vandinn verði leystur og mikilvægt að Íslendingar séu til fyrirmyndar í allri umgengni við sjávarauðlindina. Álfheiður Eymarsdóttir er varaþingmaður Pírata.Gunnar Ingiberg Guðmundsson er Pírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Álfheiður Eymarsdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Brottkast og endurvigtun eru alvarlegt en nokkuð dulið vandamál. Þetta eru umhverfismál en þau bitna líka fjárhagslega bæði á sjómönnum og þjóðinni allri. Minni afli á land og í bókhaldið gefur af sér minna aflaverðmæti. Sjómenn fá þá minna í sinn hlut og þjóðin verður af skatttekjum. Umfjöllun Kveiks um brottkast, endurvigtun og annan subbuskap við fiskveiðar í nóvember vakti mikla athygli. Sérfræðingar hafa bent á leiðir til að sporna við þessum vanda, m.a. úrbætur á lögum og reglum, aukið eftirlit og hert viðurlög. Bent hefur verið á að kvótakerfið sé með innbyggða hvata til brottkasts sem þarf að fjarlægja með lagabreytingum. Hugmyndir um hvata til þess að koma með allan fisk að landi eru áhugaverðar og þarf að skoða betur. Aukið eftirlit getur falið í sér tíðari heimsóknir eftirlitsaðila um borð en einnig sjálfvirkar myndavélar um borð í öllum bátum og skipum. Þá hafa eftirlitsaðilar bent á að erfið sönnunarbyrði og bitlaus viðurlög við brotum geri það að verkum að brottkast sé meira en ella. Leyfi til endurvigtunar á eigin afla er dæmi um kerfisgalla sem er auðvelt að lagfæra. Það er óþarfi að sanna svindl af þessu tagi. Það nægir að möguleiki á svindli er til staðar, innbyggður í kerfið. Flestir hljóta að sjá gallana sem fylgja því að leyfa eiganda aflans að endurvigta hann. Þetta er skýr kerfisgalli sem hægt er að koma í veg fyrir með einfaldri lagabreytingu þess efnis að afnema alla endurvigtun og setja þess í stað fasta ísprósentu á allar aflategundir. Það eru kostir og gallar við þessar lausnir en við Píratar erum sammála um að óbreytt ástand er óásættanlegt. Píratar njóta nú liðsinnis Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu til þess að ræða lausnir á vandanum. Það er brýnt að vandinn verði leystur og mikilvægt að Íslendingar séu til fyrirmyndar í allri umgengni við sjávarauðlindina. Álfheiður Eymarsdóttir er varaþingmaður Pírata.Gunnar Ingiberg Guðmundsson er Pírati.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar