Trump vísar endurteknum ásökunum um kynferðisáreitni á bug Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2017 15:30 Jessica Leeds (t.v.) og Samantha Holvey (t.h.), tvær kvennanna sem krefjast þingrannsóknar á kynferðisáreitni Trump. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur brugðist við endurteknum ásökunum kvenna um kynferðislega áreitni með því að saka demókrata um að hafa búið þær til. Þrátt fyrir að Hvíta húsið hafi fullyrt að vitni gætu borið um að ásakanir kvennanna væru rangar sagði Trump í dag að hann ýmist þekkti þær ekki eða hefði aldrei hitt þær. Þrjár konur af þeim að minnsta kosti sextán sem hafa sakað Trump um kynferðislegar árásir eða áreitni komu fram í sjónvarpsviðtali í gær þar sem þær endurtóku ásakanirnar sem komu fyrst fram fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Vísuðu þær meðal annars til þess að umhverfið hefði breyst síðan með fjölda uppljóstrana um kynferðislegt misferli valdamikilla karlmanna. Eins og hans er von og vísa brást Trump persónulega við ásökununum á Twitter í morgun. Þar tengdi hann þær við opinbera rannsókn sem stendur yfir á því hvort að forsetaframboð hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld. „Þrátt fyrir þúsundir sóaðra klukkustunda og milljónir dollara hefur demókrötum ekki tekist að sýna fram á neitt samráð svo nú snúa þeir sér að röngum ásökunum og uppspunnum sögum kvenna sem ég þekki ekki og/eða hef aldrei hitt. GERVIFRÉTTIR!“ tísti Trump klukkan rétt rúmlega sjö í morgun að staðartíma í Washington-borg. Trump hefur ítrekað hafnað ásökunum um kynferðislega áreitni. Nú segir hann þær runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga.Vísir/AFP Ásakendur Trump kröfðust þess að Bandaríkjaþing hæfi rannsókn á kynferðisáreitni Trump. Þær lýstu því meðal annars hvernig Trump hefði káfað á þeim og reynt að kyssa þær gegn vilja þeirra. Jessica Leeds lýsti því hvernig hann hefði ráðist á sig í flugvél á 9. áratugnum. Þegar hún rakst á Trump á samkomu þremur árum síðar hafi hann kallað hana „kuntu“. Nokkrir þingmenn á Bandaríkjaþingi hafa stigið til hliðar síðustu daga og vikur eftir ásakanir um kynferðisáreitni eða óviðeigandi hegðun í garð kvenna. Demókratar hafa hvatt Trump til að segja af sér vegna ásakananna, að því er segir í frétt CNN. Á Twitter réðst Trump einnig hart að Kirsten Gillibrand, öldungadeildarþingkonu demókrata, sem hefur verið á meðal þeirra sem hafa hvatt til afsagnar forsetans nú. Sagði hann meðal annars að hún hefði „grátbeðið“ sig um fjárframlög og að hún myndi gera „hvað sem er“ fyrir þau. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ.Vísir/AFP Fullyrðingar Trump á Twitter um að hann hafi aldrei hitt konurnar eða þekki þær ríma illa við svör Söruh Huckabee Sanders, blaðafulltrúa Hvíta hússins, um ásakanirnar í gær. Á blaðamannafundi sagði Huckabee Sanders að í flestum tilfellum gætu sjónarvottar staðfest að sögur kvennanna ættu ekki við rök að styðjast. Að öðru leyti vísaði blaðafulltrúinn til þess að ásakanirnar hafi upprunalega komið fram fyrir kosningar og kjósendur hafi stutt Trump með því að kjósa hann forseta. Á bak við tjöldin er Trump sagður hafa brugðist reiður við ummælum Nikki Haley, sendifulltrúa Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, um að hlusta ætti á konurnar sem hafa sakað hann um kynferðislega áreitni. Í kosningabaráttunni í fyrra kom fram gömul upptaka þar sem Trump heyrðist stæra sig af því að hann gæti áreitt konur kynferðislega í krafti frægðar sinnar. Hann baðst afsökunar á þeim ummælum en gerði lítið úr þeim sem „búningsklefatali“. Upp á síðkastið er forsetinn hins vegar sagður byrjaður að segja viðmælendum sínum ranglega að upptakan sé ekki raunverulega af honum. Donald Trump MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar á Trump vegna kynferðislegrar áreitni Konurnar stigu fram fyrir kosningarnar í fyrra og lýstu því hvernig Trump káfaði á þeim og reyndi að kyssa þær gegn vilja þeirra. 11. desember 2017 16:45 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur brugðist við endurteknum ásökunum kvenna um kynferðislega áreitni með því að saka demókrata um að hafa búið þær til. Þrátt fyrir að Hvíta húsið hafi fullyrt að vitni gætu borið um að ásakanir kvennanna væru rangar sagði Trump í dag að hann ýmist þekkti þær ekki eða hefði aldrei hitt þær. Þrjár konur af þeim að minnsta kosti sextán sem hafa sakað Trump um kynferðislegar árásir eða áreitni komu fram í sjónvarpsviðtali í gær þar sem þær endurtóku ásakanirnar sem komu fyrst fram fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Vísuðu þær meðal annars til þess að umhverfið hefði breyst síðan með fjölda uppljóstrana um kynferðislegt misferli valdamikilla karlmanna. Eins og hans er von og vísa brást Trump persónulega við ásökununum á Twitter í morgun. Þar tengdi hann þær við opinbera rannsókn sem stendur yfir á því hvort að forsetaframboð hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld. „Þrátt fyrir þúsundir sóaðra klukkustunda og milljónir dollara hefur demókrötum ekki tekist að sýna fram á neitt samráð svo nú snúa þeir sér að röngum ásökunum og uppspunnum sögum kvenna sem ég þekki ekki og/eða hef aldrei hitt. GERVIFRÉTTIR!“ tísti Trump klukkan rétt rúmlega sjö í morgun að staðartíma í Washington-borg. Trump hefur ítrekað hafnað ásökunum um kynferðislega áreitni. Nú segir hann þær runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga.Vísir/AFP Ásakendur Trump kröfðust þess að Bandaríkjaþing hæfi rannsókn á kynferðisáreitni Trump. Þær lýstu því meðal annars hvernig Trump hefði káfað á þeim og reynt að kyssa þær gegn vilja þeirra. Jessica Leeds lýsti því hvernig hann hefði ráðist á sig í flugvél á 9. áratugnum. Þegar hún rakst á Trump á samkomu þremur árum síðar hafi hann kallað hana „kuntu“. Nokkrir þingmenn á Bandaríkjaþingi hafa stigið til hliðar síðustu daga og vikur eftir ásakanir um kynferðisáreitni eða óviðeigandi hegðun í garð kvenna. Demókratar hafa hvatt Trump til að segja af sér vegna ásakananna, að því er segir í frétt CNN. Á Twitter réðst Trump einnig hart að Kirsten Gillibrand, öldungadeildarþingkonu demókrata, sem hefur verið á meðal þeirra sem hafa hvatt til afsagnar forsetans nú. Sagði hann meðal annars að hún hefði „grátbeðið“ sig um fjárframlög og að hún myndi gera „hvað sem er“ fyrir þau. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ.Vísir/AFP Fullyrðingar Trump á Twitter um að hann hafi aldrei hitt konurnar eða þekki þær ríma illa við svör Söruh Huckabee Sanders, blaðafulltrúa Hvíta hússins, um ásakanirnar í gær. Á blaðamannafundi sagði Huckabee Sanders að í flestum tilfellum gætu sjónarvottar staðfest að sögur kvennanna ættu ekki við rök að styðjast. Að öðru leyti vísaði blaðafulltrúinn til þess að ásakanirnar hafi upprunalega komið fram fyrir kosningar og kjósendur hafi stutt Trump með því að kjósa hann forseta. Á bak við tjöldin er Trump sagður hafa brugðist reiður við ummælum Nikki Haley, sendifulltrúa Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, um að hlusta ætti á konurnar sem hafa sakað hann um kynferðislega áreitni. Í kosningabaráttunni í fyrra kom fram gömul upptaka þar sem Trump heyrðist stæra sig af því að hann gæti áreitt konur kynferðislega í krafti frægðar sinnar. Hann baðst afsökunar á þeim ummælum en gerði lítið úr þeim sem „búningsklefatali“. Upp á síðkastið er forsetinn hins vegar sagður byrjaður að segja viðmælendum sínum ranglega að upptakan sé ekki raunverulega af honum.
Donald Trump MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar á Trump vegna kynferðislegrar áreitni Konurnar stigu fram fyrir kosningarnar í fyrra og lýstu því hvernig Trump káfaði á þeim og reyndi að kyssa þær gegn vilja þeirra. 11. desember 2017 16:45 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Krefjast rannsóknar á Trump vegna kynferðislegrar áreitni Konurnar stigu fram fyrir kosningarnar í fyrra og lýstu því hvernig Trump káfaði á þeim og reyndi að kyssa þær gegn vilja þeirra. 11. desember 2017 16:45