Enga brauðmola, takk! Guðríður Arnardóttir skrifar 12. desember 2017 07:00 Hveitibrauðsdagar nýrrar ríkisstjórnar verða stuttir. Ríkisstjórnin ætlar að beita sér fyrir samstilltu átaki með aðilum vinnumarkaðarins svo kjarasamningar skili raunverulegum ávinningi. Nú ber svo við að kjarasamningar stórra hópa ríkisstarfsmanna eru lausir. Það er ekkert launungarmál að lítið hefur verið að frétta við samningaborðið og höfum við í forystu þessara félaga skynjað umboðsleysi samninganefndar ríkisins. Á Íslandi er háskólamenntun minna metin en í nágrannalöndum okkar. Ungt fólk sem gengur menntaveginn bætir litlu við ævitekjur sínar. Reyndar eru flestir námsmenn að safna skuldum í formi námslána. Það er því ekki nema eðlilegt að greiða háskólamenntuðu starfsfólki hærri laun svo menntunin sé ómaksins virði. Í dag eru ungir framhaldsskólakennarar með að lágmarki fimm ára háskólanám að baki. Ungur kennari með meistaragráðu sem ræður sig við MR fengi í dag 447.837 krónur í mánaðarlaun. Samkvæmt Hagstofu Íslands var meðaltal reglulegra launa fullvinnandi einstaklinga í landinu 552 þúsund krónur á mánuði árið 2016. Unga kennaranum, sem varð af 5 ára ævitekjum með fimm ára skuldasöfnun, er þannig boðið 80% af meðallaunum í landinu eins og þau voru á síðasta ári. Stjórnvöld verða að hafa skilning á þeirri stöðu að á Íslandi er menntun illa metin til launa í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. Til viðbótar eru opinberir starfsmenn lægra launaðir en sambærilegir hópar á almennum markaði. Það gerir hið opinbera illa samkeppnishæft um mannauð. Þegar þannig árar tapar hið opinbera reyndu og vel menntuðu starfsfólki í hærra launuð störf á almennum markaði. Hið opinbera er reyndar líka í samkeppni við nágrannalöndin sem flest greiða betur fyrir sérhæft vinnuafl. Háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn eru orðnir langþreyttir á þeirri láglaunastefnu sem þar hefur viðgengist fram til þessa. Það má öllum vera ljóst að þessir hópar munu ekki sætta sig við brauðmola enn eina ferðina. Ný ríkisstjórn verður að byggja brú milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera. Ný ríkisstjórn þarf að beita sér fyrir eðlilegum launaleiðréttingum háskólafólks hjá hinu opinbera og stuðla þannig að eðlilegri röðun launþega á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðríður Arnardóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Hveitibrauðsdagar nýrrar ríkisstjórnar verða stuttir. Ríkisstjórnin ætlar að beita sér fyrir samstilltu átaki með aðilum vinnumarkaðarins svo kjarasamningar skili raunverulegum ávinningi. Nú ber svo við að kjarasamningar stórra hópa ríkisstarfsmanna eru lausir. Það er ekkert launungarmál að lítið hefur verið að frétta við samningaborðið og höfum við í forystu þessara félaga skynjað umboðsleysi samninganefndar ríkisins. Á Íslandi er háskólamenntun minna metin en í nágrannalöndum okkar. Ungt fólk sem gengur menntaveginn bætir litlu við ævitekjur sínar. Reyndar eru flestir námsmenn að safna skuldum í formi námslána. Það er því ekki nema eðlilegt að greiða háskólamenntuðu starfsfólki hærri laun svo menntunin sé ómaksins virði. Í dag eru ungir framhaldsskólakennarar með að lágmarki fimm ára háskólanám að baki. Ungur kennari með meistaragráðu sem ræður sig við MR fengi í dag 447.837 krónur í mánaðarlaun. Samkvæmt Hagstofu Íslands var meðaltal reglulegra launa fullvinnandi einstaklinga í landinu 552 þúsund krónur á mánuði árið 2016. Unga kennaranum, sem varð af 5 ára ævitekjum með fimm ára skuldasöfnun, er þannig boðið 80% af meðallaunum í landinu eins og þau voru á síðasta ári. Stjórnvöld verða að hafa skilning á þeirri stöðu að á Íslandi er menntun illa metin til launa í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. Til viðbótar eru opinberir starfsmenn lægra launaðir en sambærilegir hópar á almennum markaði. Það gerir hið opinbera illa samkeppnishæft um mannauð. Þegar þannig árar tapar hið opinbera reyndu og vel menntuðu starfsfólki í hærra launuð störf á almennum markaði. Hið opinbera er reyndar líka í samkeppni við nágrannalöndin sem flest greiða betur fyrir sérhæft vinnuafl. Háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn eru orðnir langþreyttir á þeirri láglaunastefnu sem þar hefur viðgengist fram til þessa. Það má öllum vera ljóst að þessir hópar munu ekki sætta sig við brauðmola enn eina ferðina. Ný ríkisstjórn verður að byggja brú milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera. Ný ríkisstjórn þarf að beita sér fyrir eðlilegum launaleiðréttingum háskólafólks hjá hinu opinbera og stuðla þannig að eðlilegri röðun launþega á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar