Glæsilegir smáréttir Guðrúnar Elín Albertsdóttir skrifar 12. desember 2017 10:00 Guðrún með fallegu prjónuðu jólasokkana í baksýn. MYNDIR/ERNIR Guðrún S. Magnúsdóttir er jólabarn og leggur mikið upp úr góðum mat um jólin. Hún á stóra fjölskyldu sem kemur saman um hátíðirnar og nýtur þessara góðu uppskrifta. Hér eru nokkrir frábærir vinsælir jólaréttir. Guðrún er listakona. Hún sendi nýlega frá sér bókina Jólaprjón með uppskriftum að fallegum handunnum jólagjöfum. Það var sjötta prjónabók hennar. Í tilefni útgáfunnar hélt Guðrún veglegt hóf þar sem bornar voru fram veitingar sem hún hafði nostrað við. Veisluborðið var hlaðið kræsingum og þarna má sjá allar flottu veitingarnar sem Guðrún útbýr. „Ég byrja yfirleitt að skreyta í byrjun desember en ætli ég sé ekki frekar hófleg í skreytingum,“ segir Guðrún sem bakar þess meira. „Já, svona fimm tegundir af smákökum en ég held í hefðirnar,“ segir hún. „Fjölskyldan kemur til dæmis alltaf saman til að baka piparkökur með mismunandi fígúrum sem við síðan málum. Við hjónin bökum alltaf laufabrauð með vinahjónum okkar. Það höfum við gert í meira en tuttugu ár. Ég er fastheldin á jólavenjur en líka til í breytingar ef þær koma upp,“ segir hún. „Á aðfangadag er ég alltaf með aspassúpu í forrétt, hamborgarhrygg og heimagerðan ís með súkkulaðisósu sem ég útbý líka sjálf. Fjölskylda mín er með veislu á jóladag þar sem allir koma með einhvern rétt svo úr verður glæsilegt hlaðborð. Á annan í jólum er ég sjálf með jólaboð en ég á fjögur börn og ellefu barnabörn,“ segir Guðrún sem gefur hér frábærar jólauppskriftir sem henta vel á jólaborðið og voru meðal rétta í útgáfuhófi hennar. Grafin nautalund er mikið gúmmulaði. Frábær forréttur. Grafið nautakjöt Hér er uppskrift að gröfnu nautakjöti. Þetta er ein nautalund, fitu- og sinuhreinsuð, og er frábær forréttur. Það er svo þægilegt að hægt er að frysta kjötið þegar það er tilbúið og taka út stuttu áður en borið er á borð. 1 msk. timían 1 msk. rósmarín 1 msk. minta ca. 3 lárviðarlauf, mulin smátt 2 msk. sítrónupipar 1 -2 kg gróft salt 2 msk. sykur Klettasalat Þurrkuð trönuber Blandið saman salti og sykri og setjið helminginn í botninn á eldföstu móti. Blandið kryddinu saman og þekið lundina með því. Leggið lundina ofan á saltið og þekið hana með saltinu sem eftir var. Látið bíða við stofuhita í ca. 7 klukkustundir. Fryst og tekið út 1-2 tímum fyrir notkun og sneitt hálffrosið í þunnar sneiðar. Lagt á fat sem er þakið klettasalati og stráið svo þurrkuðum trönuberjum yfir kjötið. Borið fram með hvítlaukssósu. Sósa 2 dósir sýrður rjómi 1-2 hvítlauksrif ½-1 msk. sítrónupipar Allt hrært saman Laxamúsin sem Guðrún gefur uppskrift að. MYND/ERNIR Laxamús Þetta er uppskrift sem ég hef notað lengi. Stundum set ég hana í forréttaglös og jafnvel stundum í formkökuform og ber hana þá fram þannig og fólk sker sér sneið af henni og setur á ristað brauð. 300 g reyktur lax 125 g brætt smjör (látið mesta hitann rjúka úr) 2 dós sýrður rjómi 2 blöð matarlím Pipar 100 g rauður kavíar Lítil bökuð form Fersk steinselja Leggið matarlímsblöðin í kalt vatn. Hakkið laxinn í hakkavél og blandið honum saman við brædda smjörið. Blandið þessu svo í sýrða rjómann. Takið matarlímsblöðin og kreistið mesta vatnið af þeim. Leysið þau upp í 2 msk. af sjóðandi vatni og blandið varlega í laxafarsið (gott að hella uppleystu matarlímsblöðunum í gegnum sigti). Kryddið með smávegis af pipar (passið að setja ekki of mikið, smakkið og bætið þá frekar við).Blandið kavíarnum varlega út í . Sett í lítil form. Rétt áður en formin eru borin fram er sett lítið lauf af steinselju í hvert form. Amarula eftirréttur. Amarula muse Þessa uppskrift fékk ég í kynningarauglýsingu um Amarula sem er rjómalíkjör. 225 g suðusúkkulaði 2½ dl rjómi 2 msk. Amarula 2 eggjarauður Saxið súkkulaðið smátt og setjið í skál. Hitið rjómann og Amarula að suðu og hellið yfir súkkulaðið. Látið bíða í 5 mín. og hrærið síðan saman. Eggjarauðunum er þá bætt út í og hrært vel saman. Mér finnst best að hella þessu í könnu og því næst hella svolitlu í hvert glas (hellið tæplega hálft glas). Setjið glösin í ísskáp og látið stífna (ég geri þetta alltaf daginn áður). Hellið örlitlu Amarula yfir rétt áður en músin er borin fram (látið rétt fljóta yfir músina). Jólalegt sælgæti og fallega uppsett. Jólasokkarnir hennar Guðrúnar sem hún leiðbeinir með í nýrri bók sinni, Jólaprjón. Jól Jólamatur Uppskriftir Eftirréttir Lax Nautakjöt Mest lesið Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Súrmjólkurbúðingur: Óvænt sælkeratromp á jólum Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Glæsilegir smáréttir Guðrúnar Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Guðrún S. Magnúsdóttir er jólabarn og leggur mikið upp úr góðum mat um jólin. Hún á stóra fjölskyldu sem kemur saman um hátíðirnar og nýtur þessara góðu uppskrifta. Hér eru nokkrir frábærir vinsælir jólaréttir. Guðrún er listakona. Hún sendi nýlega frá sér bókina Jólaprjón með uppskriftum að fallegum handunnum jólagjöfum. Það var sjötta prjónabók hennar. Í tilefni útgáfunnar hélt Guðrún veglegt hóf þar sem bornar voru fram veitingar sem hún hafði nostrað við. Veisluborðið var hlaðið kræsingum og þarna má sjá allar flottu veitingarnar sem Guðrún útbýr. „Ég byrja yfirleitt að skreyta í byrjun desember en ætli ég sé ekki frekar hófleg í skreytingum,“ segir Guðrún sem bakar þess meira. „Já, svona fimm tegundir af smákökum en ég held í hefðirnar,“ segir hún. „Fjölskyldan kemur til dæmis alltaf saman til að baka piparkökur með mismunandi fígúrum sem við síðan málum. Við hjónin bökum alltaf laufabrauð með vinahjónum okkar. Það höfum við gert í meira en tuttugu ár. Ég er fastheldin á jólavenjur en líka til í breytingar ef þær koma upp,“ segir hún. „Á aðfangadag er ég alltaf með aspassúpu í forrétt, hamborgarhrygg og heimagerðan ís með súkkulaðisósu sem ég útbý líka sjálf. Fjölskylda mín er með veislu á jóladag þar sem allir koma með einhvern rétt svo úr verður glæsilegt hlaðborð. Á annan í jólum er ég sjálf með jólaboð en ég á fjögur börn og ellefu barnabörn,“ segir Guðrún sem gefur hér frábærar jólauppskriftir sem henta vel á jólaborðið og voru meðal rétta í útgáfuhófi hennar. Grafin nautalund er mikið gúmmulaði. Frábær forréttur. Grafið nautakjöt Hér er uppskrift að gröfnu nautakjöti. Þetta er ein nautalund, fitu- og sinuhreinsuð, og er frábær forréttur. Það er svo þægilegt að hægt er að frysta kjötið þegar það er tilbúið og taka út stuttu áður en borið er á borð. 1 msk. timían 1 msk. rósmarín 1 msk. minta ca. 3 lárviðarlauf, mulin smátt 2 msk. sítrónupipar 1 -2 kg gróft salt 2 msk. sykur Klettasalat Þurrkuð trönuber Blandið saman salti og sykri og setjið helminginn í botninn á eldföstu móti. Blandið kryddinu saman og þekið lundina með því. Leggið lundina ofan á saltið og þekið hana með saltinu sem eftir var. Látið bíða við stofuhita í ca. 7 klukkustundir. Fryst og tekið út 1-2 tímum fyrir notkun og sneitt hálffrosið í þunnar sneiðar. Lagt á fat sem er þakið klettasalati og stráið svo þurrkuðum trönuberjum yfir kjötið. Borið fram með hvítlaukssósu. Sósa 2 dósir sýrður rjómi 1-2 hvítlauksrif ½-1 msk. sítrónupipar Allt hrært saman Laxamúsin sem Guðrún gefur uppskrift að. MYND/ERNIR Laxamús Þetta er uppskrift sem ég hef notað lengi. Stundum set ég hana í forréttaglös og jafnvel stundum í formkökuform og ber hana þá fram þannig og fólk sker sér sneið af henni og setur á ristað brauð. 300 g reyktur lax 125 g brætt smjör (látið mesta hitann rjúka úr) 2 dós sýrður rjómi 2 blöð matarlím Pipar 100 g rauður kavíar Lítil bökuð form Fersk steinselja Leggið matarlímsblöðin í kalt vatn. Hakkið laxinn í hakkavél og blandið honum saman við brædda smjörið. Blandið þessu svo í sýrða rjómann. Takið matarlímsblöðin og kreistið mesta vatnið af þeim. Leysið þau upp í 2 msk. af sjóðandi vatni og blandið varlega í laxafarsið (gott að hella uppleystu matarlímsblöðunum í gegnum sigti). Kryddið með smávegis af pipar (passið að setja ekki of mikið, smakkið og bætið þá frekar við).Blandið kavíarnum varlega út í . Sett í lítil form. Rétt áður en formin eru borin fram er sett lítið lauf af steinselju í hvert form. Amarula eftirréttur. Amarula muse Þessa uppskrift fékk ég í kynningarauglýsingu um Amarula sem er rjómalíkjör. 225 g suðusúkkulaði 2½ dl rjómi 2 msk. Amarula 2 eggjarauður Saxið súkkulaðið smátt og setjið í skál. Hitið rjómann og Amarula að suðu og hellið yfir súkkulaðið. Látið bíða í 5 mín. og hrærið síðan saman. Eggjarauðunum er þá bætt út í og hrært vel saman. Mér finnst best að hella þessu í könnu og því næst hella svolitlu í hvert glas (hellið tæplega hálft glas). Setjið glösin í ísskáp og látið stífna (ég geri þetta alltaf daginn áður). Hellið örlitlu Amarula yfir rétt áður en músin er borin fram (látið rétt fljóta yfir músina). Jólalegt sælgæti og fallega uppsett. Jólasokkarnir hennar Guðrúnar sem hún leiðbeinir með í nýrri bók sinni, Jólaprjón.
Jól Jólamatur Uppskriftir Eftirréttir Lax Nautakjöt Mest lesið Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Súrmjólkurbúðingur: Óvænt sælkeratromp á jólum Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Glæsilegir smáréttir Guðrúnar Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira