Hafa yfirheyrt um tíu manns og rannsaka myndefni úr eftirlitsmyndavélum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2017 13:44 Átökin áttu sér stað á Austurvelli um klukkan fimm aðfaranótt sunnudagsins 3. desember. Vísir/GVA Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn á manndrápsmáli sem rekja má til hnífaárásar við Austurvöll sunnudagsmorguninn 3. desember miði vel. Lögreglan rannsakar nú myndefni úr eftirlitsmyndavélum sem staðsettar eru við Austurvöll. „Það er öryggismyndavél þarna á vegum borgarinnar og lögreglu og svo er þarna myndavél frá Alþingi sem við höfum fengið að nota myndefni úr auk þess sem við erum að leita eftir því hvort að þarna séu einhverjar fleiri myndavélar sem hafa náð þessu. Þetta myndefni hjálpar okkur að átta okkur á atburðrásinni,“ segir Grímur. Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri er í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa stungið tvo Albani með hnífi þennan sunnudagsmorgun. Annar þeirra, Klevis Sula, lést í síðustu viku af sárum sínum en hann var aðeins tvítugur að aldri. Vinur hans sem var með honum var einnig stunginn en slasaðist minna. Grímur segir að um tíu manns hafi verið yfirheyrðir vegna málsins, þar á meðal vinur Klevis sem var með honum umræddan morgun. Rætt var við móður Klevis og bróður hans í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem þau lýstu því að hann hefði ætlað sér að hjálpa manni sem hann sá að var grátandi þegar hann var stunginn. Aðspurður vill Grímur ekki tjá sig um þessa lýsingu fjölskyldu Klevis eða frekar hver aðdragandinn að árásinni var. Maður sem grunaður er í málinu situr í gæsluvarðhaldi eins og áður segir. Það rennur út á föstudaginn og hefur engin ákvörðun verið tekin um hvort farið verði fram á áframhaldandi varðhald. Þá á Grímur ekki von á því að manninum verði sleppt úr haldi lögreglu áður en varðhaldið rennur út. Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir „Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30 Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29 Fjórum hefur verið ráðinn bani á Íslandi í ár Fjöldi manndrápsmála hér á landi í ár er yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. desember 2017 13:53 Mest lesið Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn á manndrápsmáli sem rekja má til hnífaárásar við Austurvöll sunnudagsmorguninn 3. desember miði vel. Lögreglan rannsakar nú myndefni úr eftirlitsmyndavélum sem staðsettar eru við Austurvöll. „Það er öryggismyndavél þarna á vegum borgarinnar og lögreglu og svo er þarna myndavél frá Alþingi sem við höfum fengið að nota myndefni úr auk þess sem við erum að leita eftir því hvort að þarna séu einhverjar fleiri myndavélar sem hafa náð þessu. Þetta myndefni hjálpar okkur að átta okkur á atburðrásinni,“ segir Grímur. Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri er í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa stungið tvo Albani með hnífi þennan sunnudagsmorgun. Annar þeirra, Klevis Sula, lést í síðustu viku af sárum sínum en hann var aðeins tvítugur að aldri. Vinur hans sem var með honum var einnig stunginn en slasaðist minna. Grímur segir að um tíu manns hafi verið yfirheyrðir vegna málsins, þar á meðal vinur Klevis sem var með honum umræddan morgun. Rætt var við móður Klevis og bróður hans í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem þau lýstu því að hann hefði ætlað sér að hjálpa manni sem hann sá að var grátandi þegar hann var stunginn. Aðspurður vill Grímur ekki tjá sig um þessa lýsingu fjölskyldu Klevis eða frekar hver aðdragandinn að árásinni var. Maður sem grunaður er í málinu situr í gæsluvarðhaldi eins og áður segir. Það rennur út á föstudaginn og hefur engin ákvörðun verið tekin um hvort farið verði fram á áframhaldandi varðhald. Þá á Grímur ekki von á því að manninum verði sleppt úr haldi lögreglu áður en varðhaldið rennur út.
Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir „Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30 Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29 Fjórum hefur verið ráðinn bani á Íslandi í ár Fjöldi manndrápsmála hér á landi í ár er yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. desember 2017 13:53 Mest lesið Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
„Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30
Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29
Fjórum hefur verið ráðinn bani á Íslandi í ár Fjöldi manndrápsmála hér á landi í ár er yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. desember 2017 13:53