Misbauð meðferð á geitum á Hlemmi Þórarinn Þórarinsson skrifar 11. desember 2017 06:00 Heitar tilfinningar blossuðu upp hjá grænmetisætum vegna sýningar á tveimur geitum við Hlemm. vísir/ernir „Ég var á Hlemmi að taka strætó þegar ég sá geiturnar tvær fyrir utan Mathöllina. Mér var mjög misboðið að sjá dýrin svona í umhverfi sem er þeim alls ekki náttúrulegt,“ segir Helga Marín Jónatansdóttir grænmetisæta. „Ég tók mynd af geitunum og hringdi í lögregluna sem vísaði mér áfram á Matvælastofnun og ég ætla að tilkynna þessa meðferð á dýrunum þangað.“ Geiturnar tvær voru til sýnis við Mathöllina á miðvikudaginn á svokölluðum „Geitardegi“ sem var liður í sýningu útskriftarnema í meistaranámi í hönnun við Listaháskóla Íslands. Þá voru geitaréttir á boðstólum á þremur veitingastöðum í höllinni.“Það var fólk að klappa geitum fyrir utan og borða þær inni.” Helga Marín Jónatansdóttir grænmetisæta.„Það var fólk að klappa geitum fyrir utan og borða þær inni,“ segir Helga Marín og sættir sig illa við þessa þversögn. „Þarna var alls konar lið að atast í þeim og hlæja. Þetta er vanvirðing við dýrin sem komið er fram við eins og hluti. Ég held að þeim hafi ekki liðið vel. Þetta er ekki þeirra umhverfi og hávaðinn og áreitið á Hlemmi er mikið.“ Helga Marín birti myndina á Facebook-síðu vegan fólks á Íslandi. Óhætt er að segja að í athugasemdum þar hafi heitar tilfinningar blossað upp og meðal annars talað um „algera aftengingu“, „dýravaldníðslu“ og „ömurlegan viðbjóð“. Á heimasíðu Matvælastofnunar segir að hverjum þeim sem verði var við illa meðferð á dýrum beri að tilkynna slíkt til MAST eða lögreglu. Á Facebook-síðunni ber þó ekki öllum saman um að illa hafi farið um skepnurnar á Hlemmi: „Þær voru þarna í tvo tíma, ég sá þær nokkrum sinnum og þær voru bara í góðu lagi elsku fólk,“ segir í einni athugasemdinni. Samkvæmt reglugerð um velferð sauðfjár og geitfjár ber að tilkynna fyrirhugaða notkun á dýrunum á viðburðum sem þessum til MAST með tíu daga fyrirvara. Óheimilt er að nota dýrin í umhverfi sem er þeim ekki eðlilegt fyrr en að lokinni úttekt MAST. Konráð Konráðsson, héraðsdýralæknir suðvesturumdæmis, kannast ekki við að slíkt erindi hafi borist vegna „Geitardagsins“ og algengt að fólk sé ekki meðvitað um lög og reglugerðir um meðferð dýra og geri því ýmislegt í trássi við allt slíkt. Helga Marín telur einnig að vanþekking ráði oft för. „Fyrir okkur er þetta mikið tilfinningamál og hrikalegt að dýr séu notuð sem sýningargripir. Og það er svo sem skiljanlegt þar sem það er ekki mikið talað um þetta.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
„Ég var á Hlemmi að taka strætó þegar ég sá geiturnar tvær fyrir utan Mathöllina. Mér var mjög misboðið að sjá dýrin svona í umhverfi sem er þeim alls ekki náttúrulegt,“ segir Helga Marín Jónatansdóttir grænmetisæta. „Ég tók mynd af geitunum og hringdi í lögregluna sem vísaði mér áfram á Matvælastofnun og ég ætla að tilkynna þessa meðferð á dýrunum þangað.“ Geiturnar tvær voru til sýnis við Mathöllina á miðvikudaginn á svokölluðum „Geitardegi“ sem var liður í sýningu útskriftarnema í meistaranámi í hönnun við Listaháskóla Íslands. Þá voru geitaréttir á boðstólum á þremur veitingastöðum í höllinni.“Það var fólk að klappa geitum fyrir utan og borða þær inni.” Helga Marín Jónatansdóttir grænmetisæta.„Það var fólk að klappa geitum fyrir utan og borða þær inni,“ segir Helga Marín og sættir sig illa við þessa þversögn. „Þarna var alls konar lið að atast í þeim og hlæja. Þetta er vanvirðing við dýrin sem komið er fram við eins og hluti. Ég held að þeim hafi ekki liðið vel. Þetta er ekki þeirra umhverfi og hávaðinn og áreitið á Hlemmi er mikið.“ Helga Marín birti myndina á Facebook-síðu vegan fólks á Íslandi. Óhætt er að segja að í athugasemdum þar hafi heitar tilfinningar blossað upp og meðal annars talað um „algera aftengingu“, „dýravaldníðslu“ og „ömurlegan viðbjóð“. Á heimasíðu Matvælastofnunar segir að hverjum þeim sem verði var við illa meðferð á dýrum beri að tilkynna slíkt til MAST eða lögreglu. Á Facebook-síðunni ber þó ekki öllum saman um að illa hafi farið um skepnurnar á Hlemmi: „Þær voru þarna í tvo tíma, ég sá þær nokkrum sinnum og þær voru bara í góðu lagi elsku fólk,“ segir í einni athugasemdinni. Samkvæmt reglugerð um velferð sauðfjár og geitfjár ber að tilkynna fyrirhugaða notkun á dýrunum á viðburðum sem þessum til MAST með tíu daga fyrirvara. Óheimilt er að nota dýrin í umhverfi sem er þeim ekki eðlilegt fyrr en að lokinni úttekt MAST. Konráð Konráðsson, héraðsdýralæknir suðvesturumdæmis, kannast ekki við að slíkt erindi hafi borist vegna „Geitardagsins“ og algengt að fólk sé ekki meðvitað um lög og reglugerðir um meðferð dýra og geri því ýmislegt í trássi við allt slíkt. Helga Marín telur einnig að vanþekking ráði oft för. „Fyrir okkur er þetta mikið tilfinningamál og hrikalegt að dýr séu notuð sem sýningargripir. Og það er svo sem skiljanlegt þar sem það er ekki mikið talað um þetta.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira