Segir Palestínumenn verða að átta sig á þeim raunveruleika að Jerúsalem sé höfuðborg Ísrael Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2017 22:07 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ræddi við fréttamenn að loknum fundi sínum með forseta Frakklands í París í dag. Vísir/EPA Forsætisráðherra Ísrael segir að Palestínumenn verði að átta sig á þeim raunveruleika að Jerúsalem sé höfuðborg Ísrael . Þannig megi þokast í átt að friði að mati Benjamin Netanyahu sem sagði þetta þegar hann ávarpaði blaðamenn í París fyrr í dag, á sama tíma og hörð mótmæli ríktu vegna ákvörðunar Bandaríkjanna að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Netanyahu sagði að Jerúsalem hefði verið höfuðborg Ísrael í þrjú þúsund ár og aldrei verið höfuðborg annarrar þjóðar.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá orðum forsætisráðherrans og segir sömuleiðis frá því að átök hafi brotist út nærri sendiráði Bandaríkjanna í Libanon fyrr í dag vegna ákvörðunarinnar. Palestínumaður var handtekinn í Jerúsalem í dag eftir að hafa stungið og sært ísraelskan öryggisvörð alvarlega nærri strætóbiðstöð í miðborginni. Netanyahu var staddur í París í Frakklandi í dag þar sem hann átti fund með Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Eftir fundinn ræddi hann við fréttamenn þar sem hann sagði að allar tilraunir til að afneita þúsund ára tengingu gyðinga við Jerúsalem væru fráleitar. „Þið getið lesið um það í afar fínni bók, hún er kölluð biblían,“ sagði Netanyahu. „Því fyrr sem Palestínumenn átta sig á þessu, því fyrr þokumst við í átt að friði.“ BBC segir varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, hafa gagnrýnt yfirvöld í Palestínu harðlega. Sagði hann það miður að forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, hefði neitað að hitta Pence í fyrirhugaðri ferð hans til svæðisins. Trúarleiðtogar múslima og kristinna í Egyptalandi hafa einnig neitað að hitta Mike Pence vegna ákvörðunar Bandaríkjanna að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Tengdar fréttir Vara Palestínumenn við að aflýsa viðræðum við Pence Bandaríkjamenn segja það vinna gegn friðarferlinu, verði hætt við viðræðurnar við varaforseta Bandaríkjanna. 8. desember 2017 08:29 Meirihluti öryggiráðsins vill fund vegna ákvörðunar Trump Sádí Arabar fordæma þá ákvörðun Bandaríkjamanna að ætla að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. 7. desember 2017 07:21 Leiðtogi Hamas hvetur almenning til aðgerða Óttast er að sendiráðstilfærsla Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem geti virkað sem neisti í púðurtunnu. Leiðtogi Hamas vill að Palestínumenn hristi Ísrael af sér en Fatah vill leita diplómatískra leiða til að leysa vandann. 8. desember 2017 06:00 Þúsundir Ísraela mótmæla Netanyahu Um 10 þúsund Ísraelar mótmæltu í Tel Avív í gær gegn forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu sem sakaður eru um spillingu. 10. desember 2017 09:27 Táragasi beitt á mótmælendur við sendiráð Bandaríkjanna í Líbanon Hörð átök áttu sér stað fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag. Hópur fólks hafði safnast saman fyrir utan sendiráðið til að mótmæla ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta í vikunni um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. 10. desember 2017 14:16 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Forsætisráðherra Ísrael segir að Palestínumenn verði að átta sig á þeim raunveruleika að Jerúsalem sé höfuðborg Ísrael . Þannig megi þokast í átt að friði að mati Benjamin Netanyahu sem sagði þetta þegar hann ávarpaði blaðamenn í París fyrr í dag, á sama tíma og hörð mótmæli ríktu vegna ákvörðunar Bandaríkjanna að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Netanyahu sagði að Jerúsalem hefði verið höfuðborg Ísrael í þrjú þúsund ár og aldrei verið höfuðborg annarrar þjóðar.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá orðum forsætisráðherrans og segir sömuleiðis frá því að átök hafi brotist út nærri sendiráði Bandaríkjanna í Libanon fyrr í dag vegna ákvörðunarinnar. Palestínumaður var handtekinn í Jerúsalem í dag eftir að hafa stungið og sært ísraelskan öryggisvörð alvarlega nærri strætóbiðstöð í miðborginni. Netanyahu var staddur í París í Frakklandi í dag þar sem hann átti fund með Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Eftir fundinn ræddi hann við fréttamenn þar sem hann sagði að allar tilraunir til að afneita þúsund ára tengingu gyðinga við Jerúsalem væru fráleitar. „Þið getið lesið um það í afar fínni bók, hún er kölluð biblían,“ sagði Netanyahu. „Því fyrr sem Palestínumenn átta sig á þessu, því fyrr þokumst við í átt að friði.“ BBC segir varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, hafa gagnrýnt yfirvöld í Palestínu harðlega. Sagði hann það miður að forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, hefði neitað að hitta Pence í fyrirhugaðri ferð hans til svæðisins. Trúarleiðtogar múslima og kristinna í Egyptalandi hafa einnig neitað að hitta Mike Pence vegna ákvörðunar Bandaríkjanna að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels.
Tengdar fréttir Vara Palestínumenn við að aflýsa viðræðum við Pence Bandaríkjamenn segja það vinna gegn friðarferlinu, verði hætt við viðræðurnar við varaforseta Bandaríkjanna. 8. desember 2017 08:29 Meirihluti öryggiráðsins vill fund vegna ákvörðunar Trump Sádí Arabar fordæma þá ákvörðun Bandaríkjamanna að ætla að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. 7. desember 2017 07:21 Leiðtogi Hamas hvetur almenning til aðgerða Óttast er að sendiráðstilfærsla Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem geti virkað sem neisti í púðurtunnu. Leiðtogi Hamas vill að Palestínumenn hristi Ísrael af sér en Fatah vill leita diplómatískra leiða til að leysa vandann. 8. desember 2017 06:00 Þúsundir Ísraela mótmæla Netanyahu Um 10 þúsund Ísraelar mótmæltu í Tel Avív í gær gegn forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu sem sakaður eru um spillingu. 10. desember 2017 09:27 Táragasi beitt á mótmælendur við sendiráð Bandaríkjanna í Líbanon Hörð átök áttu sér stað fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag. Hópur fólks hafði safnast saman fyrir utan sendiráðið til að mótmæla ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta í vikunni um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. 10. desember 2017 14:16 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Vara Palestínumenn við að aflýsa viðræðum við Pence Bandaríkjamenn segja það vinna gegn friðarferlinu, verði hætt við viðræðurnar við varaforseta Bandaríkjanna. 8. desember 2017 08:29
Meirihluti öryggiráðsins vill fund vegna ákvörðunar Trump Sádí Arabar fordæma þá ákvörðun Bandaríkjamanna að ætla að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. 7. desember 2017 07:21
Leiðtogi Hamas hvetur almenning til aðgerða Óttast er að sendiráðstilfærsla Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem geti virkað sem neisti í púðurtunnu. Leiðtogi Hamas vill að Palestínumenn hristi Ísrael af sér en Fatah vill leita diplómatískra leiða til að leysa vandann. 8. desember 2017 06:00
Þúsundir Ísraela mótmæla Netanyahu Um 10 þúsund Ísraelar mótmæltu í Tel Avív í gær gegn forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu sem sakaður eru um spillingu. 10. desember 2017 09:27
Táragasi beitt á mótmælendur við sendiráð Bandaríkjanna í Líbanon Hörð átök áttu sér stað fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag. Hópur fólks hafði safnast saman fyrir utan sendiráðið til að mótmæla ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta í vikunni um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. 10. desember 2017 14:16
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent