Sprotar í sókn Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 11. desember 2017 07:00 Við eigum ekki að líta á skattívilnanir sem kostnað heldur leið til að auka tekjur okkar til framtíðar. Þar sem hagsveiflur tengdar auðlindagreinum hafa verið umtalsverðar er eftirsóknarvert að byggja upp iðnað, sem felur í sér meiri fjölbreytileika og er minna háður auðlindum jarðar. Rannsóknir sýna að 60% af framtíðarstörfum barna okkar eru óskilgreind í dag, því er mikilvægt fyrir stjórnvöld að leggja grunn að því að þessi nýju störf geti þróast hér á landi. Uppgangur hugverkaiðnaðarins á Íslandi sem fjórða stoðin í hagkerfinu, til viðbótar við ferðaþjónustu, stóriðju og sjávarútveg, býður Íslendingum upp á þann möguleika að efla stoð sem ekki er háð takmörkuðum auðlindum. Stoðin þróar í eðli sínu þekkingu og eftirsóknarverð hálaunastörf með vörum og lausnum, sem skila miklum virðisauka, fyrir viðskiptavini á alþjóðlegum markaði. Hér á landi eru fjölmörg sprotafyrirtæki sem og stærri nýsköpunarfyrirtæki eins og CCP, Marel og Össur, sem eru stöðugt að þróa framúrstefnuleg verkefni á heimsmælikvarða. Lög um nýsköpunarfyrirtæki sem voru sett í apríl 2016 voru afar jákvætt skref en þau eru takmörkuð þar sem skattaívilnandi þakið er of lágt, en í Bretlandi t.d. er ekkert þak á skattaívilnanir til þróunarverkefna. Nú er staðan þessi að stærri nýsköpunarfyrirtæki þurfa sum hver að færa þróunarverkefni sín til annarra landa, ef þau hafa tækifæri til þess, þar sem það er mun hagkvæmara fyrir þau. Ef við ætlum að verða samkeppnishæf þá verðum við að beita sértækum aðgerðum og stuðningi þar sem gengissveiflur eru íslenskum fyrirtækjum erfiðar, við erum langt frá mörkuðum og það er oft erfitt að fá hæft starfsfólk í þau störf sem um ræðir. Í ljósi þessa þá er ánægjulegt að lesa sáttmála nýrrar ríkisstjórnar og sjá að þar er áhersla lögð á nýsköpun, rannsóknir og þróun. Móta á heildstæða nýsköpunarstefnu fyrir Ísland í nánu samráði við atvinnulífið og vísindasamfélagið. Hún verður samþætt við framtíðarsýn í menntamálum, frá leikskóla til háskóla, í samráði við skólasamfélagið. Að auki á að endurskoða fyrirkomulag endurgreiðslna vegna þróunarverkefna í því skyni að afnema þak sem verið hefur á slíkum endurgreiðslum.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Við eigum ekki að líta á skattívilnanir sem kostnað heldur leið til að auka tekjur okkar til framtíðar. Þar sem hagsveiflur tengdar auðlindagreinum hafa verið umtalsverðar er eftirsóknarvert að byggja upp iðnað, sem felur í sér meiri fjölbreytileika og er minna háður auðlindum jarðar. Rannsóknir sýna að 60% af framtíðarstörfum barna okkar eru óskilgreind í dag, því er mikilvægt fyrir stjórnvöld að leggja grunn að því að þessi nýju störf geti þróast hér á landi. Uppgangur hugverkaiðnaðarins á Íslandi sem fjórða stoðin í hagkerfinu, til viðbótar við ferðaþjónustu, stóriðju og sjávarútveg, býður Íslendingum upp á þann möguleika að efla stoð sem ekki er háð takmörkuðum auðlindum. Stoðin þróar í eðli sínu þekkingu og eftirsóknarverð hálaunastörf með vörum og lausnum, sem skila miklum virðisauka, fyrir viðskiptavini á alþjóðlegum markaði. Hér á landi eru fjölmörg sprotafyrirtæki sem og stærri nýsköpunarfyrirtæki eins og CCP, Marel og Össur, sem eru stöðugt að þróa framúrstefnuleg verkefni á heimsmælikvarða. Lög um nýsköpunarfyrirtæki sem voru sett í apríl 2016 voru afar jákvætt skref en þau eru takmörkuð þar sem skattaívilnandi þakið er of lágt, en í Bretlandi t.d. er ekkert þak á skattaívilnanir til þróunarverkefna. Nú er staðan þessi að stærri nýsköpunarfyrirtæki þurfa sum hver að færa þróunarverkefni sín til annarra landa, ef þau hafa tækifæri til þess, þar sem það er mun hagkvæmara fyrir þau. Ef við ætlum að verða samkeppnishæf þá verðum við að beita sértækum aðgerðum og stuðningi þar sem gengissveiflur eru íslenskum fyrirtækjum erfiðar, við erum langt frá mörkuðum og það er oft erfitt að fá hæft starfsfólk í þau störf sem um ræðir. Í ljósi þessa þá er ánægjulegt að lesa sáttmála nýrrar ríkisstjórnar og sjá að þar er áhersla lögð á nýsköpun, rannsóknir og þróun. Móta á heildstæða nýsköpunarstefnu fyrir Ísland í nánu samráði við atvinnulífið og vísindasamfélagið. Hún verður samþætt við framtíðarsýn í menntamálum, frá leikskóla til háskóla, í samráði við skólasamfélagið. Að auki á að endurskoða fyrirkomulag endurgreiðslna vegna þróunarverkefna í því skyni að afnema þak sem verið hefur á slíkum endurgreiðslum.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar