Lífið

Snapparar Íslands: Fann ástina á Snapchat

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar
Fjórði þáttur Snappara er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld
Fjórði þáttur Snappara er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld Skjáskot
Hrefna Líf Ólafsdóttir er litríkur karakter sem uppundir 10 þúsund Íslendingar fylgjast daglega með á Snapchat þar sem hún er með notendanafnið hrefnalif. Þetta litla símaapp varð örlagavaldur í lífi hennar.

Fyrir hálfu öðru ári langaði hana að taka upp tónlist og auglýsti á snappinu eftir einhverjum til að spila undir hjá sér. Maður nokkur bauð sig fram og fór síðan að venja komur sínar til Hrefnu. Hann fór svo að birtast endrum og sinnum á snappinu hjá Hrefnu, en aldrei undir nafni og mynd, heldur hlaut hann heitið Húshjálpin og andlitið var falið. En auglýsingin eftir gítarleikara átti eftir að skipta sköpum í lífi Hrefnu eins og sjá má í myndbrotinu sem hér fylgir.

Fjórði þáttur Snappara er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 20. Þar kynnumst við tveimur ungum konum, þeim Evu Ruzu og Hrefnu Líf. Þær búa báðar á Kársnesinu í Kópavogi en eru að flestu leyti eins og svart og hvítt.  Umsjón þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, upptökustjórn og klippingu annaðist Lúðvík Páll Lúðvíksson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.