Sýknaður af sifskapar- og kynferðisbroti gegn fjórtán ára stúlku Anton Egilsson skrifar 10. desember 2017 12:00 Héraðsdómur Reykjaness var fjölskipaður í málinu. Vísir/GVA Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Sigurð Brynjar Jensson í sjö mánaða fangelsi fyrir ítrekuð umferðarlagabrot, þjófnaðarbrot, húsbrot og fíkniefnalagabrot. Sigurður, sem er 21 árs, var á sama tíma sýknaður af ákæru um sifskapar- og kynferðisbrot gegn fjórtán ára stúlku. Hann var sjálfur átján ára í nóvember 2014 þegar þeir atburðir áttu sér stað sem leiddu til ákæru á hendur honum. Sigurður Brynjar á langan sakaferil að baki. Samkvæmt ákæruliðnum er sneri að meintu sifskaparbroti var Sigurði Brynjari gefið að sök, með því að hafa frá morgni 10. nóvember 2014 til eftirmiðdags 12. nóvember sama ár, stuðlað að því að stúlkan kom sér undan valdi og umsjá foreldra sinna. Stúlkan hafði mætt í skólann morguninn 10. nóvember og látið sig hverfa um klukkan 10. Í kjölfarið var lýst eftir stúlkunni í fjölmiðlum. Þá var honum gefið að sök að hafa haft samræði við stúlkuna en samkvæmt almennum hegningarlögum er það lögbrot að hafa samræði við barn sem er yngra en 15 ára. Bar stúlkan fyrir dómi að Sigurður Brynjar hafi sótt hana í Kringluna að morgni 10. nóvember og í kjölfarið hafi þau keyrt um höfuðborgarsvæðið ásamt tveimur vinum hans. Þann 11. nóvember hafi þau farið á heimili Sigurðar Brynjars, þar sem þau höfðu samræði, einu sinni eða í tvígang, og dvöldu fram til 12. nóvember. Fyrir dómi sagði stúlkan að samræðið hefði átt sér stað með vilja hennar. Eftirmiðdags 12. nóvember skildu leiðir Sigurðar Brynjars og stúlkunnar og síðar þann dag hafði lögregla upp á henni. Faðir stúlkunnar bar fyrir dómi að þegar stúlkan kom í leitirnar hafi hún verið undir áhrifum lyfja og í annarlegu ástandi.Hélt að stúlkan væri á 15. aldursáriFyrir dómi bar Sigurður Brynjar fyrir sig að hann hafi ekki vitað að stúlkan var 14 ára og sömuleiðis að hann hafi ekki vitað að stúlkan væri með honum í óþökk foreldra hennar. Hann hafi talið að hún væri töluvert eldri en í skýrslutöku hjá lögreglu kvaðst hann halda að stúlkan væri á 15. aldursári eða fædd árið 1999. Taldi ákæruvaldið með tilliti til framburðar Sigurðar Brynjar, stúlkunnar og annarra vitna ekki sannað að hann hafi í raun vitað um aldur stúlkunnar né að hún hefði verið að strjúka að heiman og var hann því sýknaður af ákæru um sifskapar- og kynferðisbrot. Að auki var honum gefið að sök að hafa brotið umferðarlagabrot í fimm tilvika, þrjú þjófnaðarbrot, gripdeild í tveimur tilvika, svo og húsbrot og fíkniefnalagabrot. Játaði Sigurður Brynjar sök hvað varðar alla þessa ákæruliði. Dæmdi Héraðsdómur Reykjaness hann í sjö mánaða fangelsi fyrir brotin auk þess sem hann var sviptur ökurétti ævilangt. Fram kemur í dómnum að Sigurður eigi að baki sakarferil sem nær aftur til ársins 2013. Í júlí 2015 hlaut hann fjórtán mánaða dóm, að mestu skilorðsbundinn, fyrir líkamsárás og frelsissviptingu í máli sem kennt var við Voga á Vatnsleysuströnd. Í desember sama ár hlaut hann tveggja ára fangelsisdóm fyrir frelsissviptingu, rán og líkamsárás í Breiðholti. Beindust brotin gegn manni á 22. aldursári og átján ára kærustu hans á heimili þeirra. Sökuðu þeir parið um að hafa stolið af sér Lyrica töflum sem eru floga- og verkjalyf og sviptu þau þess vegna frelsinu. Dómsmál Tengdar fréttir Ákærður fyrir frelsissviptingu mánuði eftir dóm í Vogamálinu Hinn 19 ára Sigurður Brynjar Jensson sætir ákæru ásamt 27 ára karlmanni fyrir frelsissviptingu og rán í ágúst síðastliðnum. Sá 27 ára gamli er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 9. desember 2015 15:06 Dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir frelsissviptingu, rán og líkamsárás gegn pari Parið var skorið í framan með hnífi. 21. desember 2015 15:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Sigurð Brynjar Jensson í sjö mánaða fangelsi fyrir ítrekuð umferðarlagabrot, þjófnaðarbrot, húsbrot og fíkniefnalagabrot. Sigurður, sem er 21 árs, var á sama tíma sýknaður af ákæru um sifskapar- og kynferðisbrot gegn fjórtán ára stúlku. Hann var sjálfur átján ára í nóvember 2014 þegar þeir atburðir áttu sér stað sem leiddu til ákæru á hendur honum. Sigurður Brynjar á langan sakaferil að baki. Samkvæmt ákæruliðnum er sneri að meintu sifskaparbroti var Sigurði Brynjari gefið að sök, með því að hafa frá morgni 10. nóvember 2014 til eftirmiðdags 12. nóvember sama ár, stuðlað að því að stúlkan kom sér undan valdi og umsjá foreldra sinna. Stúlkan hafði mætt í skólann morguninn 10. nóvember og látið sig hverfa um klukkan 10. Í kjölfarið var lýst eftir stúlkunni í fjölmiðlum. Þá var honum gefið að sök að hafa haft samræði við stúlkuna en samkvæmt almennum hegningarlögum er það lögbrot að hafa samræði við barn sem er yngra en 15 ára. Bar stúlkan fyrir dómi að Sigurður Brynjar hafi sótt hana í Kringluna að morgni 10. nóvember og í kjölfarið hafi þau keyrt um höfuðborgarsvæðið ásamt tveimur vinum hans. Þann 11. nóvember hafi þau farið á heimili Sigurðar Brynjars, þar sem þau höfðu samræði, einu sinni eða í tvígang, og dvöldu fram til 12. nóvember. Fyrir dómi sagði stúlkan að samræðið hefði átt sér stað með vilja hennar. Eftirmiðdags 12. nóvember skildu leiðir Sigurðar Brynjars og stúlkunnar og síðar þann dag hafði lögregla upp á henni. Faðir stúlkunnar bar fyrir dómi að þegar stúlkan kom í leitirnar hafi hún verið undir áhrifum lyfja og í annarlegu ástandi.Hélt að stúlkan væri á 15. aldursáriFyrir dómi bar Sigurður Brynjar fyrir sig að hann hafi ekki vitað að stúlkan var 14 ára og sömuleiðis að hann hafi ekki vitað að stúlkan væri með honum í óþökk foreldra hennar. Hann hafi talið að hún væri töluvert eldri en í skýrslutöku hjá lögreglu kvaðst hann halda að stúlkan væri á 15. aldursári eða fædd árið 1999. Taldi ákæruvaldið með tilliti til framburðar Sigurðar Brynjar, stúlkunnar og annarra vitna ekki sannað að hann hafi í raun vitað um aldur stúlkunnar né að hún hefði verið að strjúka að heiman og var hann því sýknaður af ákæru um sifskapar- og kynferðisbrot. Að auki var honum gefið að sök að hafa brotið umferðarlagabrot í fimm tilvika, þrjú þjófnaðarbrot, gripdeild í tveimur tilvika, svo og húsbrot og fíkniefnalagabrot. Játaði Sigurður Brynjar sök hvað varðar alla þessa ákæruliði. Dæmdi Héraðsdómur Reykjaness hann í sjö mánaða fangelsi fyrir brotin auk þess sem hann var sviptur ökurétti ævilangt. Fram kemur í dómnum að Sigurður eigi að baki sakarferil sem nær aftur til ársins 2013. Í júlí 2015 hlaut hann fjórtán mánaða dóm, að mestu skilorðsbundinn, fyrir líkamsárás og frelsissviptingu í máli sem kennt var við Voga á Vatnsleysuströnd. Í desember sama ár hlaut hann tveggja ára fangelsisdóm fyrir frelsissviptingu, rán og líkamsárás í Breiðholti. Beindust brotin gegn manni á 22. aldursári og átján ára kærustu hans á heimili þeirra. Sökuðu þeir parið um að hafa stolið af sér Lyrica töflum sem eru floga- og verkjalyf og sviptu þau þess vegna frelsinu.
Dómsmál Tengdar fréttir Ákærður fyrir frelsissviptingu mánuði eftir dóm í Vogamálinu Hinn 19 ára Sigurður Brynjar Jensson sætir ákæru ásamt 27 ára karlmanni fyrir frelsissviptingu og rán í ágúst síðastliðnum. Sá 27 ára gamli er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 9. desember 2015 15:06 Dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir frelsissviptingu, rán og líkamsárás gegn pari Parið var skorið í framan með hnífi. 21. desember 2015 15:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Ákærður fyrir frelsissviptingu mánuði eftir dóm í Vogamálinu Hinn 19 ára Sigurður Brynjar Jensson sætir ákæru ásamt 27 ára karlmanni fyrir frelsissviptingu og rán í ágúst síðastliðnum. Sá 27 ára gamli er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 9. desember 2015 15:06
Dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir frelsissviptingu, rán og líkamsárás gegn pari Parið var skorið í framan með hnífi. 21. desember 2015 15:35