Kvenfólk er sterkara kynið Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. desember 2017 08:30 Silja Magg G uðrúnu S. Gísladóttir þekkja allir landsmenn. Hún hefur leikið í kvikmyndum og í íslensku leikhúsi í áratugi, flestöll hlutverk sem leikara dreymir um á ferlinum. Draumahlutverkið að leika er Pétur Gautur; ósk sem hún hefur ekki enn fengið uppfyllta þó hún klagi opinberlega og myndi gera það betur en allir aðrir. Guðrún segist alltaf hafa haft annan smekk en aðrir; hafa aldrei unnið í kosningum og aldrei fengið að vera með í skoðanakönnun á vegum Gallup. Hún segir kvenfólk sterkara kynið, í hennar ætt deyi karlmenn ungir og konurnar sjái um allt saman. Um leikhúsið: Ég mundi segja að leikhúsið væri óöruggari vinnustaður í dag en það var. Þegar ég var að byrja voru kannski þrjátíu eða fjörutíu fastráðnir leikarar en nú eru þeir kannski tíu eða tólf. Og þá var leikið alla daga, alls konar verk. Þá þótti almenningi sjálfsagt að fara í leikhús á þriðjudegi en núna hreyfast ekki þessir dagar. Ég held að við, það er ekki hægt að kenna neinum öðrum um en okkur sem vinnum við þetta, höfum komið almenningi upp á að það verði að fara út að borða fyrst, eins og það sé einhvers konar árshátíð, eitthvað annað en maður gerir á þriðjudögum. Mér finnst það voðalega leiðinlegt og auðvitað hugsar maður, höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg? Það er ýmislegt sem er betra og ýmislegt sem er verra. Svo er auðvitað smekkur, sem er þetta vandræðamál, mér finnst ég alltaf hafa annan smekk. Ég hef til dæmis aldrei unnið í kosningum, og það hefur aldrei verið hringt í mig frá Gallup. Ég er svona utanveltu. Ég hef aldrei lent í skoðanakönnun. Sonur minn 18 ára er á flótta undan Gallup. Mér finnst þetta mjög dularfullt. Svo er ég líka eina leikkonan á Íslandi sem hefur aldrei verið fjallkonan og það ætla ég ekki að fyrirgefa. Ég er viss um að það er vegna þess að ég er dökkhærð og dimmrödduð.Um draumahlutverkið:Hlutverkunum fækkar óneitanlega fyrir konur með aldrinum. Þegar maður eldist fær maður kannski að vera eiginkonan. En það sem hefur breyst frá því að ég byrja, er að leikarar eru núna voða mikið að búa til sjálfir. Þótt leikararnir séu auðvitað undir handarjaðri leikstjóra og höfunda, þá semja þeir orðið heilu sýningarnar. Nú var til dæmis verið að frumsýna Guð blessi Ísland. Þó að það standi að verkið sé eftir Þorleif [Örn Arnarson] og Mikael [Torfason] og svo eru aðrar sýningar eða leikgerðir eftir Baltasar [Kormák], eða þennan eða hinn, þá eru þessar sýningar alveg jafn mikið okkar verk. Þú getur alltaf búið til heilmikið sjálf, ég meina ég get leikið skepnu, ég get leikið djöfulinn, þó ég sé ekki beint unga stúlkan, ég get verið borð eða stóll. Í þessum verkum þá búum við þetta til sjálf. Ég er til dæmis að leika núna karlhlutverk í Ibsen, enda eru konur í fleiri hlutverkum núna. Þær geta verið bæjarstjórar eða formaður félags atvinnurekenda, eins og ég er núna. Það hefði ekki gerst þegar ég var að byrja. Það sem mann langar fyrst og fremst að vera að gera, er eitthvað sem reynir á mann. Suma hluti getur maður hrist sísona fram úr erminni en það er ekkert gaman ef það reynir ekki á. Mig er til dæmis búið að langa í 40 ár að leika Pétur Gaut en ég veit að ég fæ það ekki. Þó að ég sé viss um að ég mundi gera það betur en allir aðrir og klagi opinberlega. Það er bara ekkert hlustað á mig. Það eru bara Ingvar [E. Sigurðsson] og Arnar [Jónsson] sem fá það.Silja MaggUm umræðuna og karlmenn:Maður er náttúrulega að hugsa hlutina upp á nýtt vegna umræðunnar, eins og núna með kynferðislega áreitni. Þessir fullorðnu karlar sem voru oft niðri í leikhúsi þegar ég var ung kona og voru að klípa mann í rassinn og svona, maður bara tók þessu sem hrósi þá. Ég verð að viðurkenna það. Af því að ég veit að þetta var ekki illa meint þá. Stundum verð ég alveg… yfir öllu vælinu. Eða ég upplifi umræðuna þannig stundum. Kannski af því að í minni ætt eru mjög sterkar konur sem gjarnan hafa orðið ekkjur ungar, og séð um allt. Ég vorkenni körlum, ég verð að segja það, mér finnst þeir stundum svo hjálparvana, finna aldrei neitt og svona. Ég á tvo stráka líka, þeir eru miklu lengur að læra að reima skó en stelpur. Maður sér þetta líka í sundi, kannski 6 ára pjakkur sem þarf að klæða en við hliðina á er tveggja ára stelpuskott sem gerir allt sjálf. Mér finnst kvenfólk sterkara kynið. Ég held að það loði við mína móðurfjölskyldu að fara varlega með karlpeninginn, veikara kynið, kannski vegna þess að hann hefur fallið frá í minni ætti. Mamma er í dagvist fyrir gamalt fólk og þar er kannski einn karl á hverjar 20 kerlingar. Þeir falla frá fyrr. Svo eru þær líka duglegri að skemmta sér. Það eru þær sem sitja í leikhúsinu, þær sem lesa bækurnar. Hvað heldurðu að sé gaman hjá þessum karlræflum? Hvað eru þeir að gera?Um laun:Mér finnst helsta baráttumálið í allri umræðu um jafnrétti kynjanna vera launa-jafnrétti því að þetta er alveg hróplegt óréttlæti, að hafa ekki sömu laun. Eins og til dæmis það að ég vil ekki drepast hér á þessu landi fyrr en ég hef fengið jafnt atkvæði, ég hef pínulitla prósentu af þeim sem eru á Hvammstanga og það finnst mér ekki vera réttlæti. Mér finnst þetta vera eins.Um meint fyllerí í leikhúsunum:Það held ég að hljóti að hafa verið fyrir mína tíð. Eða svo segja sögurnar og allir að sofa saman uppi á herbergi og eitthvað. Ég missti alveg af því og gömlu körlunum fannst það hálf skítt, að nú væri þetta orðið hálfgert klaustur. Nú passa leikhússtjórarnir sig á því að hafa alltaf sýningu daginn eftir frumsýningu, svo enginn fari á fyllerí. En nú hef ég unnið alls konar vinnur og einu sinni var ég á sjónum, þerna á Esjunni sem fór hringinn og það voru þriggja vikna túrar, og svo voru allir svo spenntir að við værum að koma heim að það var farið í ríkið á Akureyri og svo labbaði áhöfnin kannski úr skipinu í Reykjavík klukkan 6 á sunnudagsmorgni búin að fá sér smá neðan í því. Þá hugsaði maður: Það er þetta sem allir eru að tala um þegar þeir segja að sjómenn séu drykkfelldir. Það er svolítið svoleiðis með leikara líka.Viðtalið birtist fyrst í nóvemberblaði Glamour. Mest lesið Litagleði á tískuvikunni í Osló Glamour Stílisti Michelle Obama leysir frá skjóðunni Glamour Naglatískan í gegnum árin Glamour Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Gegnsætt og vínrauðar varir Glamour Amber Heard og Elon Musk eru saman Glamour Táknrænn skartgripur á rauða dreglinum Glamour Ólétt að sínu þriðja barni Glamour Vor í lofti í París Glamour Litríkir gestir hjá Kenzo og HM Glamour
G uðrúnu S. Gísladóttir þekkja allir landsmenn. Hún hefur leikið í kvikmyndum og í íslensku leikhúsi í áratugi, flestöll hlutverk sem leikara dreymir um á ferlinum. Draumahlutverkið að leika er Pétur Gautur; ósk sem hún hefur ekki enn fengið uppfyllta þó hún klagi opinberlega og myndi gera það betur en allir aðrir. Guðrún segist alltaf hafa haft annan smekk en aðrir; hafa aldrei unnið í kosningum og aldrei fengið að vera með í skoðanakönnun á vegum Gallup. Hún segir kvenfólk sterkara kynið, í hennar ætt deyi karlmenn ungir og konurnar sjái um allt saman. Um leikhúsið: Ég mundi segja að leikhúsið væri óöruggari vinnustaður í dag en það var. Þegar ég var að byrja voru kannski þrjátíu eða fjörutíu fastráðnir leikarar en nú eru þeir kannski tíu eða tólf. Og þá var leikið alla daga, alls konar verk. Þá þótti almenningi sjálfsagt að fara í leikhús á þriðjudegi en núna hreyfast ekki þessir dagar. Ég held að við, það er ekki hægt að kenna neinum öðrum um en okkur sem vinnum við þetta, höfum komið almenningi upp á að það verði að fara út að borða fyrst, eins og það sé einhvers konar árshátíð, eitthvað annað en maður gerir á þriðjudögum. Mér finnst það voðalega leiðinlegt og auðvitað hugsar maður, höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg? Það er ýmislegt sem er betra og ýmislegt sem er verra. Svo er auðvitað smekkur, sem er þetta vandræðamál, mér finnst ég alltaf hafa annan smekk. Ég hef til dæmis aldrei unnið í kosningum, og það hefur aldrei verið hringt í mig frá Gallup. Ég er svona utanveltu. Ég hef aldrei lent í skoðanakönnun. Sonur minn 18 ára er á flótta undan Gallup. Mér finnst þetta mjög dularfullt. Svo er ég líka eina leikkonan á Íslandi sem hefur aldrei verið fjallkonan og það ætla ég ekki að fyrirgefa. Ég er viss um að það er vegna þess að ég er dökkhærð og dimmrödduð.Um draumahlutverkið:Hlutverkunum fækkar óneitanlega fyrir konur með aldrinum. Þegar maður eldist fær maður kannski að vera eiginkonan. En það sem hefur breyst frá því að ég byrja, er að leikarar eru núna voða mikið að búa til sjálfir. Þótt leikararnir séu auðvitað undir handarjaðri leikstjóra og höfunda, þá semja þeir orðið heilu sýningarnar. Nú var til dæmis verið að frumsýna Guð blessi Ísland. Þó að það standi að verkið sé eftir Þorleif [Örn Arnarson] og Mikael [Torfason] og svo eru aðrar sýningar eða leikgerðir eftir Baltasar [Kormák], eða þennan eða hinn, þá eru þessar sýningar alveg jafn mikið okkar verk. Þú getur alltaf búið til heilmikið sjálf, ég meina ég get leikið skepnu, ég get leikið djöfulinn, þó ég sé ekki beint unga stúlkan, ég get verið borð eða stóll. Í þessum verkum þá búum við þetta til sjálf. Ég er til dæmis að leika núna karlhlutverk í Ibsen, enda eru konur í fleiri hlutverkum núna. Þær geta verið bæjarstjórar eða formaður félags atvinnurekenda, eins og ég er núna. Það hefði ekki gerst þegar ég var að byrja. Það sem mann langar fyrst og fremst að vera að gera, er eitthvað sem reynir á mann. Suma hluti getur maður hrist sísona fram úr erminni en það er ekkert gaman ef það reynir ekki á. Mig er til dæmis búið að langa í 40 ár að leika Pétur Gaut en ég veit að ég fæ það ekki. Þó að ég sé viss um að ég mundi gera það betur en allir aðrir og klagi opinberlega. Það er bara ekkert hlustað á mig. Það eru bara Ingvar [E. Sigurðsson] og Arnar [Jónsson] sem fá það.Silja MaggUm umræðuna og karlmenn:Maður er náttúrulega að hugsa hlutina upp á nýtt vegna umræðunnar, eins og núna með kynferðislega áreitni. Þessir fullorðnu karlar sem voru oft niðri í leikhúsi þegar ég var ung kona og voru að klípa mann í rassinn og svona, maður bara tók þessu sem hrósi þá. Ég verð að viðurkenna það. Af því að ég veit að þetta var ekki illa meint þá. Stundum verð ég alveg… yfir öllu vælinu. Eða ég upplifi umræðuna þannig stundum. Kannski af því að í minni ætt eru mjög sterkar konur sem gjarnan hafa orðið ekkjur ungar, og séð um allt. Ég vorkenni körlum, ég verð að segja það, mér finnst þeir stundum svo hjálparvana, finna aldrei neitt og svona. Ég á tvo stráka líka, þeir eru miklu lengur að læra að reima skó en stelpur. Maður sér þetta líka í sundi, kannski 6 ára pjakkur sem þarf að klæða en við hliðina á er tveggja ára stelpuskott sem gerir allt sjálf. Mér finnst kvenfólk sterkara kynið. Ég held að það loði við mína móðurfjölskyldu að fara varlega með karlpeninginn, veikara kynið, kannski vegna þess að hann hefur fallið frá í minni ætti. Mamma er í dagvist fyrir gamalt fólk og þar er kannski einn karl á hverjar 20 kerlingar. Þeir falla frá fyrr. Svo eru þær líka duglegri að skemmta sér. Það eru þær sem sitja í leikhúsinu, þær sem lesa bækurnar. Hvað heldurðu að sé gaman hjá þessum karlræflum? Hvað eru þeir að gera?Um laun:Mér finnst helsta baráttumálið í allri umræðu um jafnrétti kynjanna vera launa-jafnrétti því að þetta er alveg hróplegt óréttlæti, að hafa ekki sömu laun. Eins og til dæmis það að ég vil ekki drepast hér á þessu landi fyrr en ég hef fengið jafnt atkvæði, ég hef pínulitla prósentu af þeim sem eru á Hvammstanga og það finnst mér ekki vera réttlæti. Mér finnst þetta vera eins.Um meint fyllerí í leikhúsunum:Það held ég að hljóti að hafa verið fyrir mína tíð. Eða svo segja sögurnar og allir að sofa saman uppi á herbergi og eitthvað. Ég missti alveg af því og gömlu körlunum fannst það hálf skítt, að nú væri þetta orðið hálfgert klaustur. Nú passa leikhússtjórarnir sig á því að hafa alltaf sýningu daginn eftir frumsýningu, svo enginn fari á fyllerí. En nú hef ég unnið alls konar vinnur og einu sinni var ég á sjónum, þerna á Esjunni sem fór hringinn og það voru þriggja vikna túrar, og svo voru allir svo spenntir að við værum að koma heim að það var farið í ríkið á Akureyri og svo labbaði áhöfnin kannski úr skipinu í Reykjavík klukkan 6 á sunnudagsmorgni búin að fá sér smá neðan í því. Þá hugsaði maður: Það er þetta sem allir eru að tala um þegar þeir segja að sjómenn séu drykkfelldir. Það er svolítið svoleiðis með leikara líka.Viðtalið birtist fyrst í nóvemberblaði Glamour.
Mest lesið Litagleði á tískuvikunni í Osló Glamour Stílisti Michelle Obama leysir frá skjóðunni Glamour Naglatískan í gegnum árin Glamour Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Gegnsætt og vínrauðar varir Glamour Amber Heard og Elon Musk eru saman Glamour Táknrænn skartgripur á rauða dreglinum Glamour Ólétt að sínu þriðja barni Glamour Vor í lofti í París Glamour Litríkir gestir hjá Kenzo og HM Glamour