Biskup greiðir lægri leigu en stúdentar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. desember 2017 07:15 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. vísir/anton brink Leigan sem Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, er gert að greiða fyrir að búa í embættisbústað biskups í Bergstaðastræti 75 er lægri en háskólanemendur þurfa að greiða fyrir 44 fermetra, tveggja herbergja fjölskylduíbúð á Hjónagörðunum. Agnes sagði í Fréttablaðinu í gær að leigan væri tæpar 90 þúsund krónur en nákvæm upphæð er samkvæmt framkvæmdastjóra kirkjuráðs 86.270 krónur á mánuði með hita og rafmagni. Heildarstærð biskupsbústaðarins er 487 fermetrar og því ljóst að leigan er umtalsvert lægri en gengur og gerist á leigumarkaðinum í Reykjavík. Fyrir sömu upphæð, 86 þúsund krónur, fá háskólanemar 29 fermetra stúdíóíbúð á Stúdentagörðunum, nánar tiltekið í Skerjagarði, með hita og rafmagni.Sjá einnig: Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn 44 fermetra, tveggja herbergja fjölskylduíbúð á Hjónagörðunum leigist hins vegar á alls rúmlega 97 þúsund krónur. Ríflega tíu þúsund krónum meira en biskup greiðir fyrir bústaðinn. Þessu til viðbótar má sjá á tölfræði frá Þjóðskrá Íslands að meðalleiga á mánuði fyrir eignir 160 fermetrar eða stærri, í miðbæ Reykjavíkur, var um 290 þúsund krónur árið 2017. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær var þessi tæplega 90 þúsund króna leigugreiðsla einn þeirra þátta sem biskup tilgreindi sérstaklega í bréfi sínu til kjararáðs í aðdraganda 18 prósenta afturvirkrar launahækkunar á dögunum. Hún þyrfti nú að greiða húsaleigu af embættisbústaðnum, nokkuð sem forverar hennar hafi ekki þurft að gera. Hafið var að rukka biskup og vígslubiskupa um leigugreiðslu árið 2012. Spurningar hafa vaknað um hvort lágt leiguverð biskups kunni að vera skilgreint sem skattskyld húsnæðishlunnindi. Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að ekki sé litið á búsetufyrirkomulag biskups sem hlunnindi. „Almennt er það álit presta og biskups að slík kvöð sé frekar íþyngjandi.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, tiltók í bréfi sínu til kjararáðs sérstaklega að hún greiddi nú leigu fyrir afnot af embættisbústað sínum. Húsaleigan nemur að hennar sögn tæpum 90 þúsund krónum á mánuði. 28. desember 2017 06:00 Almennt litið á búsetu í biskupsbústaðnum sem kvöð frekar en hlunnindi Athygli hefur vakið að húsaleigan er talsvert undir því sem tíðkast um sambærilegar eignir í hverfinu. 28. desember 2017 20:05 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Leigan sem Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, er gert að greiða fyrir að búa í embættisbústað biskups í Bergstaðastræti 75 er lægri en háskólanemendur þurfa að greiða fyrir 44 fermetra, tveggja herbergja fjölskylduíbúð á Hjónagörðunum. Agnes sagði í Fréttablaðinu í gær að leigan væri tæpar 90 þúsund krónur en nákvæm upphæð er samkvæmt framkvæmdastjóra kirkjuráðs 86.270 krónur á mánuði með hita og rafmagni. Heildarstærð biskupsbústaðarins er 487 fermetrar og því ljóst að leigan er umtalsvert lægri en gengur og gerist á leigumarkaðinum í Reykjavík. Fyrir sömu upphæð, 86 þúsund krónur, fá háskólanemar 29 fermetra stúdíóíbúð á Stúdentagörðunum, nánar tiltekið í Skerjagarði, með hita og rafmagni.Sjá einnig: Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn 44 fermetra, tveggja herbergja fjölskylduíbúð á Hjónagörðunum leigist hins vegar á alls rúmlega 97 þúsund krónur. Ríflega tíu þúsund krónum meira en biskup greiðir fyrir bústaðinn. Þessu til viðbótar má sjá á tölfræði frá Þjóðskrá Íslands að meðalleiga á mánuði fyrir eignir 160 fermetrar eða stærri, í miðbæ Reykjavíkur, var um 290 þúsund krónur árið 2017. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær var þessi tæplega 90 þúsund króna leigugreiðsla einn þeirra þátta sem biskup tilgreindi sérstaklega í bréfi sínu til kjararáðs í aðdraganda 18 prósenta afturvirkrar launahækkunar á dögunum. Hún þyrfti nú að greiða húsaleigu af embættisbústaðnum, nokkuð sem forverar hennar hafi ekki þurft að gera. Hafið var að rukka biskup og vígslubiskupa um leigugreiðslu árið 2012. Spurningar hafa vaknað um hvort lágt leiguverð biskups kunni að vera skilgreint sem skattskyld húsnæðishlunnindi. Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að ekki sé litið á búsetufyrirkomulag biskups sem hlunnindi. „Almennt er það álit presta og biskups að slík kvöð sé frekar íþyngjandi.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, tiltók í bréfi sínu til kjararáðs sérstaklega að hún greiddi nú leigu fyrir afnot af embættisbústað sínum. Húsaleigan nemur að hennar sögn tæpum 90 þúsund krónum á mánuði. 28. desember 2017 06:00 Almennt litið á búsetu í biskupsbústaðnum sem kvöð frekar en hlunnindi Athygli hefur vakið að húsaleigan er talsvert undir því sem tíðkast um sambærilegar eignir í hverfinu. 28. desember 2017 20:05 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, tiltók í bréfi sínu til kjararáðs sérstaklega að hún greiddi nú leigu fyrir afnot af embættisbústað sínum. Húsaleigan nemur að hennar sögn tæpum 90 þúsund krónum á mánuði. 28. desember 2017 06:00
Almennt litið á búsetu í biskupsbústaðnum sem kvöð frekar en hlunnindi Athygli hefur vakið að húsaleigan er talsvert undir því sem tíðkast um sambærilegar eignir í hverfinu. 28. desember 2017 20:05