ISIS-liðar „skjóta upp höfðinu eins og gorkúlur“ í Afganistan Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. desember 2017 20:00 Minnst fjörutíu eru látnir og tugir særðir eftir sjálfsmorðsprengjuárás í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í morgun. Íslensk kona sem starfar sem fjölmiðlafulltrúi NATO í Afganistan segir ástandið í landinu sífellt verða flóknara. Árásirnar hafi orðið stærri og alvarlegri og ekki sjái fyrir endann á átökum í landinu í bráð. Árásin var gerð á fréttastofu afganska miðilsins Afghan Voice og á nærliggjandi menningarmiðstöð sjía-múslima í vesturhluta borgarinnar sem urðu illa úti í árásinni. Að sögn talsmanns innanríkisráðuneytisins í Afganistan sprungu tvær aðrar sprengjur í nágrenninu í kjölfar árásarinnar. Fjöldi námsmanna var staddur í miðstöðinni þegar sprengjan sprakk en tugir voru fluttir særðir á sjúkrahús og minnst 41 dauðsfall hefur verið staðfest. Una Sighvatsdóttir hefur undanfarið ár starfað í Kabúl og víðar í Afganistan á vegum NATO. Hún er stödd hér á landi um þessar mundir en henni var mjög brugðið þegar hún fékk fregnir af árásinni í morgun. „Þetta var mjög stór árás sem var gerð í morgun og ISIS eru búnir að lýsa yfir ábyrgð á henni. Og þetta er svona enn eitt merki um það að það hefur ekki tekist að ráða niðurlögum þeirra á árinu eins og Bandaríkjamenn ætluðu sér. Því miður þá skjóta þeir upp höfðinu þarna eins og gorkúlur,“ segir Una. ISIS, eða samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, eru tiltölulega ný ógn í landinu að sögn Unu, þótt samtökin hafi mikið látið til sín taka í nágrannalöndunum. Hún segir nokkuð kaldhæðnislegt til þess að hugsa, að viðburðurinn sem stóð yfir í menningarmiðstöðinni þegar árásin var gerð, hafi verið haldinn í tilefni af því að þrjátíu og átta ár eru liðin frá innrás Sovétmanna í Afganistan. Síðan þá hefur stríð verið viðvarandi í landinu. Una segir ljóst að ekki muni sjá fyrir endann á átökunum á næstunni og hryðjuverkasamtökin geri engan greinarmun á fórnarlömbum sínum. „Þarna er ungt menntað fólk, fjölmiðlamenn, konur og börn. Það er nú það sorglega í þessu,“ segir Una. Tengdar fréttir Tugir látnir eftir röð sjálfsmorðsárása Að minnsta kosti fjörutíu létu lífið og þrjátíu særðust í sjálfsmorðsárás í vesturhluta Kabúl höfuðborgar Afganistans í morgun. 28. desember 2017 07:52 Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Minnst fjörutíu eru látnir og tugir særðir eftir sjálfsmorðsprengjuárás í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í morgun. Íslensk kona sem starfar sem fjölmiðlafulltrúi NATO í Afganistan segir ástandið í landinu sífellt verða flóknara. Árásirnar hafi orðið stærri og alvarlegri og ekki sjái fyrir endann á átökum í landinu í bráð. Árásin var gerð á fréttastofu afganska miðilsins Afghan Voice og á nærliggjandi menningarmiðstöð sjía-múslima í vesturhluta borgarinnar sem urðu illa úti í árásinni. Að sögn talsmanns innanríkisráðuneytisins í Afganistan sprungu tvær aðrar sprengjur í nágrenninu í kjölfar árásarinnar. Fjöldi námsmanna var staddur í miðstöðinni þegar sprengjan sprakk en tugir voru fluttir særðir á sjúkrahús og minnst 41 dauðsfall hefur verið staðfest. Una Sighvatsdóttir hefur undanfarið ár starfað í Kabúl og víðar í Afganistan á vegum NATO. Hún er stödd hér á landi um þessar mundir en henni var mjög brugðið þegar hún fékk fregnir af árásinni í morgun. „Þetta var mjög stór árás sem var gerð í morgun og ISIS eru búnir að lýsa yfir ábyrgð á henni. Og þetta er svona enn eitt merki um það að það hefur ekki tekist að ráða niðurlögum þeirra á árinu eins og Bandaríkjamenn ætluðu sér. Því miður þá skjóta þeir upp höfðinu þarna eins og gorkúlur,“ segir Una. ISIS, eða samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, eru tiltölulega ný ógn í landinu að sögn Unu, þótt samtökin hafi mikið látið til sín taka í nágrannalöndunum. Hún segir nokkuð kaldhæðnislegt til þess að hugsa, að viðburðurinn sem stóð yfir í menningarmiðstöðinni þegar árásin var gerð, hafi verið haldinn í tilefni af því að þrjátíu og átta ár eru liðin frá innrás Sovétmanna í Afganistan. Síðan þá hefur stríð verið viðvarandi í landinu. Una segir ljóst að ekki muni sjá fyrir endann á átökunum á næstunni og hryðjuverkasamtökin geri engan greinarmun á fórnarlömbum sínum. „Þarna er ungt menntað fólk, fjölmiðlamenn, konur og börn. Það er nú það sorglega í þessu,“ segir Una.
Tengdar fréttir Tugir látnir eftir röð sjálfsmorðsárása Að minnsta kosti fjörutíu létu lífið og þrjátíu særðust í sjálfsmorðsárás í vesturhluta Kabúl höfuðborgar Afganistans í morgun. 28. desember 2017 07:52 Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Tugir látnir eftir röð sjálfsmorðsárása Að minnsta kosti fjörutíu létu lífið og þrjátíu særðust í sjálfsmorðsárás í vesturhluta Kabúl höfuðborgar Afganistans í morgun. 28. desember 2017 07:52