Tugir látnir eftir röð sjálfsmorðsárása Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. desember 2017 07:52 Stórt svæði hefur verið girt af vegna árásarinnar. Vísir/afp Að minnsta kosti fjörutíu létu lífið og þrjátíu særðust í sjálfsmorðsárás í vesturhluta Kabúl, höfuðborgar Afganistans, í morgun. Árásin var gerð á menningar- og trúarmiðstöð sjía-múslima í hverfinu. Breska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni innanríkisráðuneytisins í Afganistan að í kjölfar sjálfsmorðsárásarinnar hafi tvær aðrar sprengjur sprungið í nágrenninu. Talsmaður trúarmiðstöðvarinnar segir að tugir slasaðra hafi verið fluttir á sjúkrahús og að unnið væri að því að flytja enn fleiri. Fjöldi námsmanna er sagður hafa verið í höfuðstöðvunum að fræðast um fjölmiðla og fréttamennsku þegar árásin var gerð. Myndir af vettvangi árásinnar hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum og bera þær með sér að mannfall hafi jafnvel verið meira en fyrstu tölur gefa til kynna. Enn hefur enginn lýst ábyrgð verknaðarins á hendur sér en vígamenn hins svokallaða Íslamska ríkis hafa undanfarna mánuði gert fjölmargar árásir á sjía-múslima vítt og breitt um landið. Þanig létust 39 manns í október síðastliðnum þegar árás var gerð á mosku sjía-múslima og 10 létust nú á mánudaginn þegar ráðist var á starfsmenn afgönsku leyniþjónustunnar í Kabúl. Mið-Austurlönd Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Að minnsta kosti fjörutíu létu lífið og þrjátíu særðust í sjálfsmorðsárás í vesturhluta Kabúl, höfuðborgar Afganistans, í morgun. Árásin var gerð á menningar- og trúarmiðstöð sjía-múslima í hverfinu. Breska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni innanríkisráðuneytisins í Afganistan að í kjölfar sjálfsmorðsárásarinnar hafi tvær aðrar sprengjur sprungið í nágrenninu. Talsmaður trúarmiðstöðvarinnar segir að tugir slasaðra hafi verið fluttir á sjúkrahús og að unnið væri að því að flytja enn fleiri. Fjöldi námsmanna er sagður hafa verið í höfuðstöðvunum að fræðast um fjölmiðla og fréttamennsku þegar árásin var gerð. Myndir af vettvangi árásinnar hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum og bera þær með sér að mannfall hafi jafnvel verið meira en fyrstu tölur gefa til kynna. Enn hefur enginn lýst ábyrgð verknaðarins á hendur sér en vígamenn hins svokallaða Íslamska ríkis hafa undanfarna mánuði gert fjölmargar árásir á sjía-múslima vítt og breitt um landið. Þanig létust 39 manns í október síðastliðnum þegar árás var gerð á mosku sjía-múslima og 10 létust nú á mánudaginn þegar ráðist var á starfsmenn afgönsku leyniþjónustunnar í Kabúl.
Mið-Austurlönd Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira