Þessi förðun hentar einstaklega vel þeim sem kjósa mattar varir.
Áhersla er lögð á mattar, vínrauðar varir. Húðin fær mildan ljóma og meðal þekju, í lokinn er svo spreyjað yfir andlitið með Fix and Go sem gerir það að verkum að förðunin helst út kvöldið.
Kremaður augnblýantur er borinn á augnlok og meðfram neðri augnhárum sem grunnur fyrir augnskugga.
Brúnir sanseraðir augnskuggar eru því næst bornir á með blöndunarbursta fyrir milt útlit sem gefur aukna skerpu en stelur þó ekki athyglinni af vörunum.
Hér má sjá Glamour með Hörpu Kára í fararbroddi leika förðunina eftir í myndbandi sem fylgjendur okkar á Instagram fengu beint í æði í vikunni. Einfalt og þægilegt - njótið!
Myndbandið var tekið upp á Samsung Galaxy S8+.
